Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 02. nóvember 2001, kl. 16:03:28 (1135)

2001-11-02 16:03:28# 127. lþ. 20.7 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 127. lþ.

[16:03]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Þarna kom ákveðin skýring á þessu, hæstv. forseti. Þær tölur sem hv. þm. vitnaði til byggjast þá ekki á 3. mgr. 7. gr. og ekki á 3. gr. þannig að eftir sem áður er það allt óljóst.

Síðan sagði hv. þm. að það væri sátt við sjómenn. Ég vil spyrja hvar hann hafi uppáskrift um það. Síðan sagði hann að menn vildu fjárfesta til framtíðar í svona kvótakerfi, smábátakerfi, og að um það yrði sátt. Ég hélt að skoðanakannanir hefðu sýnt að 70% af þjóðinni væru andvíg framseljanlegu kvótakerfi, það væri margbúið að kanna það í skoðanakönnunum.