Lánskjaravísitalan

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:13:54 (1402)

2001-11-12 15:13:54# 127. lþ. 26.2 fundur 122#B lánskjaravísitalan# (óundirbúin fsp.), GE
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:13]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Ég geri ekki ágreining við hæstv. forsrh. um þessi mál annað en að verðbólgan hefur farið úr böndum. Fólk finnur alvarlega fyrir því. Dæmin sýna það sterkt með því að fylgjast með auglýsingum í dagblöðum þar sem heilsíður eru birtar með auglýsingum um nauðungaruppboð. Eins og ég sagði áðan er kennitöluleikur í gangi. Fyrirtæki sem eru að fara ,,yfir`` eru stofnuð aftur sem sést best á því að í síðasta Lögbirtingi, eins og ég nefndi áðan, er auglýst stofnun 51 fyrirtækis og mér býður í grun að það sé þessi kennitöluleikur sem ég kalla svo.

En það eru ýmsir erfiðleikar og ég vona svo sannarlega og tek undir það með hæstv. forsrh. að menn nái tökum á þessu alvarlega ástandi því að ástandið er býsna alvarlegt.