Skógræktarmál og Bernarsamningurinn

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 13:36:38 (1859)

2001-11-21 13:36:38# 127. lþ. 33.3 fundur 109. mál: #A skógræktarmál og Bernarsamningurinn# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[13:36]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi fram í umræðunni að ég held að við vanmetum þá stöðu sem við erum í í skógræktarmálum í dag. Vinnubrögð í þeim málaflokki hafa gjörbreyst á síðustu 20--30 árum. Unnin eru svæðisskipulög fyrir landið. Unnið er aðalskipulag fyrir sveitarfélög og síðan deiliskipulög. Og ég fullyrði að við eigum mjög gott og fært fagfólk á því sviði í dag sem hefur komið til starfa á allra síðustu árum.

Vinna þessa fólks byggir auðvitað á landslögum. Hún byggir á samþykktum eins og Bernarsamningnum. Hún byggir á því að menn hafa til hliðsjónar mat á umhverfisáhrifum. Hvergi, a.m.k. í þéttbýli, er unnið öðruvísi en á grunni þessara laga. Það fullyrði ég. Meira að segja á grunni Staðardagskrár 21. Ég vil að þetta komi fram í umræðunni. Ég held að við höfum óþarfa áhyggjur að mörgu leyti. En svæðisskipulagsvinnuna þarf eflaust að bæta í dreifbýlinu.