Skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 21. nóvember 2001, kl. 14:03:10 (1874)

2001-11-21 14:03:10# 127. lþ. 33.4 fundur 205. mál: #A skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 127. lþ.

[14:03]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég vil taka fram að skýrsla sú sem hér er til umræðu er að mörgu leyti mjög góð og fróðleg. Ég held samt að það sé skiljanlegt að Suðurnesjamenn hafi áhyggjur af því hversu lítill hlutur þeirra er gerður. Ég er ekki að segja að nauðsynlegt hafi verið að telja upp ýmislegt sem þar er gott gert eitthvað ítarlegar en annars staðar.

Það sem hefur valdið Suðurnesjamönnum áhyggjum í þessu, og getur vel verið misskilningur, er að ýmsir sjóðir eru nefndir í þessari skýrslu sem hægt er að sækja fé í til að byggja upp menningartengda ferðaþjónustu um landið, og Suðurnesjamenn hafa fengið það á tilfinninguna að verið sé að ýta þeim út af byggðakortinu hjá Byggðastofnun, það sé verið að ýta þeim út úr því fjármagni sem ríkið eigi eftir að setja í uppbyggingu af þessu tagi og það er náttúrlega nauðsynlegt að fá það fram. Þess vegna finnst mér fyrirspurn hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar góð. Það leiðréttist þá, ef hæstv. samgrh. gæti gert það, að Suðurnesjamenn sitji við skert borð hvað þetta varðar.