Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 14:04:13 (2179)

2001-11-29 14:04:13# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[14:04]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir þessi greiðu og góðu svör. Það er ánægjulegt að heyra að hann metur það svo að Eystrasaltslöndin eigi möguleika á því að komast inn í NATO í fyrstu lotu.

Ég efast ekki um að Ísland hefur lagt sitt lóð á þessa vogarskál með gildum hætti enda er líka alveg ljóst að Eystrasaltslöndin hafa mjög reitt sig á stuðning Norðurlandanna í þessum efnum. Hann hefur og verið til staðar.