Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 17:50:19 (2242)

2001-11-29 17:50:19# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[17:50]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er alrangt. Árás Bandaríkjamanna á Afganistan byggir ekki á samþykkt öryggisráðsins. Bandaríkjamenn kynntu hins vegar, og það gerðu Bretar einnig, fastafulltrúar þeirra í öryggisráðinu, á hvaða forsendum þeir hefðu gert árás á Afganistan, að það væri á grundvelli 51. gr. stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, og þeir kynntu þetta í öryggisráðinu. Formaður öryggisráðsins, Írinn Ryes, gaf síðan út yfirlýsingu þar sem fram kom að þessi afstaða Bandaríkjamanna og Breta hefði verið kynnt í öryggisráðinu og síðar var vísað í samþykkt öryggisráðsins sem byggði á þeim yfirlýsingum sem Kofi Annan hafði áður sett fram um að alþjóðasamfélagið ætti að beita sér á grundvelli pólitískra, diplómatískra og fjárhagslegra aðgerða til að uppræta hryðjuverk.