Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 17:55:14 (2246)

2001-11-29 17:55:14# 127. lþ. 40.1 fundur 176#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[17:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er mjög algengur misskilningur að íslenskt launafólk hafi haft einhverjar sérstakar hagsbætur af aðildinni við Evrópusambandið, það er alrangt.

Ég vil nefna að á þeim sviðum þar sem við höfum stigið stærst framfaraspor á liðnum árum þá stöndum við langt framar Evrópusambandsríkjunum. Ég nefni t.d. fæðingarorlofið. Þar hafa Íslendingar stigið stórt framfaraskref á liðnum missirum. Ég nefni lífeyrismálin. Við stöndum Evrópusambandinu langt framar.

Og nú ætla ég að biðja hv. þm., formann Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, að nefna mér dæmi um hinar miklu hagsbætur sem við höfum sótt til Brussel.