Úthlutun ærgilda til svæða sem eru háð sauðfjárrækt

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:46:37 (2521)

2001-12-05 14:46:37# 127. lþ. 44.1 fundur 243. mál: #A úthlutun ærgilda til svæða sem eru háð sauðfjárrækt# fsp. (til munnl.) frá landbrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 127. lþ.

[14:46]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Byggðastofnun hefur nýlega borist bréf frá framkvæmdanefnd búvörusamnings þar sem óskað er eftir því að stofnunin komi að þessu máli. Það verður rætt á næstu dögum innan stofnunarinnar og ég mun leggja til við stjórnina að hún fallist á að taka þau erindi í samræmi við yfirlýsingu ráðherra sem hann gaf í þinginu 9. maí árið 2000 á þá lund, með leyfi forseta:

,,Framkvæmd úthlutunarinnar verður þannig að Byggðastofnun verður falið að skilgreina svæðin og undirbúa reglur sem til viðmiðunar verði hafðar við úthlutun.``