Greiðslumark í sauðfjárbúskap

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 15:13:40 (2535)

2001-12-05 15:13:40# 127. lþ. 44.3 fundur 260. mál: #A greiðslumark í sauðfjárbúskap# fsp. (til munnl.) frá landbrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 127. lþ.

[15:13]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Árna R. Árnasyni, fyrir fyrirspurnina og ráðherra svörin, það sem fram kemur hjá honum. Það er gleðiefni sem fram kom í máli ráðherra að erlendir aðilar hafa aukinn áhuga á að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir, kindakjöt og afurðir af þeim skepnum. En þess verður náttúrlega að gæta vel og vandlega að sauðfé verði ekki komið í útrýmingarhættu um það leyti sem menn vilja fara að gera stóra sölusamninga þannig að ekki séu til kindur í landinu eða lömb að selja þegar búið er að gera gott markaðsátak.