Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 11:30:27 (2561)

2001-12-06 11:30:27# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[11:30]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Tækifæri til lækkunar skatta með þessum áhrifum er bara núna af því að við erum að selja þessi fyrirtæki núna. Það sýnir sig að það tap sem ríkissjóður verður fyrir eða hagnaðurinn er fjórfalt tapið, þ.e. fjögurra ára tap, og hv. þm. veit það að ef við færum með tekjuskatt fyrirtækja niður í 11% hefðum við ekki undan að skrá erlend fyrirtæki hér á landi. Við hefðum ekki undan að fylla skrifstofuhúsnæði á Íslandi með háborguðum starfsmönnum við eignarhaldsfélög sem eru með starfsemi um allan heim.