Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 18:37:21 (2617)

2001-12-06 18:37:21# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[18:37]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. 4. þm. Vesturl., Guðjón Guðmundsson, ræðir um að ég hafi verið að gagnrýna árásir á landsbyggðina og atvinnurekstur þar og það er alveg hárrétt. Hann kýs hins vegar að koma hér upp og ræða það sem ég nefndi m.a. og tók skýrt fram að væri ekki á valdsviði ríkisstjórnar, hækkun á strandsiglingunum hjá Eimskip. En hv. þm. kaus að skauta fram hjá því sem ég nefndi, sem væri á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, það er 45% hækkun á þungaskatti frá árinu 1998.

Hv. þm. taldi sig ekki þurfa að ræða það en gagnrýnir svo ýmislegt annað sem ég hef sagt. En má ég, hv. þm., heyra álit á 45% hækkun þungaskatts frá 1998 sem hefur íþyngt allsvakalega fyrirtækjarekstri og almenningi út um allt land?