Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Fimmtudaginn 06. desember 2001, kl. 20:59:26 (2628)

2001-12-06 20:59:26# 127. lþ. 45.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv. 133/2001, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 127. lþ.

[20:59]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Virðulegi forseti. Vegna þess að hv. þm. fjallaði hér um landsbyggðaráhrif þessara breytinga, sem ég tel mjög jákvæð fyrir atvinnurekstur á landinu, þá þætti mér vænt um að hv. þm. skýrði fyrir okkur hvernig Samfylkingin ætlar að standa að því að leggja á hóflegan auðlindaskatt til að fjármagna lækkun á tekjuskatti þar sem hver milljarður í auðlindaskatti flytur 500 milljónir frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Hvernig ætlar hv. þm. að láta það koma út? Hvað þýðir það fyrir Vestmannaeyjar, hvað eiga t.d. Vestmanneyingar að leggja mikið af mörkum til þess að greiða niður tekjuskatt fyrir höfuðborgarbúa? Ég held að það væri ágætt að fá þessar skýringar vegna þess að þetta kemur fram á bls. 8 í nál. fulltrúa Samfylkingarinnar.