Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 15:50:11 (3216)

2001-12-13 15:50:11# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur ekki sannfært mig um að hún hafi á sínu valdi nokkur þau tæki sem geti jafnað þennan mismun sem hún þó hefur áhyggjur af. Ég lýsi því bara yfir, herra forseti, að ég er alveg tilbúin til þess að halda áfram að fylgjast með því sem hv. þm. gerir til þess að leiðrétta þetta misræmi. En ég vil fá svar hjá hv. þm. við þeirri spurningu sem stjórnarandstaðan hefur varpað fram í þessari umræðu þar sem ríkisstjórnin er að gera atlögu að þessum gjöldum, sóknargjöldum og kirkjugarðsgjöldum. Við höfum haldið því fram hér í ræðustóli, herra forseti, að hér sé vegið að sjálfu trúfrelsinu, að vegið sé að trúfrelsinu sem á að gilda í landinu samkvæmt stjórnarskrá. Hver eru sjónarmið hv. þm. varðandi það þegar hún er búin að viðurkenna að hér gæti misræmis og ójafnræðis milli þjóðkirkjunnar og sjálfstæðra trúfélaga?