Náttúruvernd

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 11:02:40 (3315)

2001-12-14 11:02:40# 127. lþ. 55.8 fundur 159. mál: #A náttúruvernd# (Náttúruverndarráð o.fl.) frv. 140/2001, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[11:02]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Í þessu frv. er lagt til að Náttúruverndarráð verði lagt niður. Þar er um afar jákvæða skipulagsbreytingu að ræða og féð sem sparast, fé skattborgaranna, við þessa niðurlagningu fer áfram til náttúruverndar. Helmingurinn fer til frjálsra félagasamtaka þannig að með þeim hætti hefur upphæðin sem til þeirra getur farið tvöfaldast. Það er því ljóst að hér er um mjög jákvæða skipulagsbreytingu að ræða í náttúruverndargeiranum. Ég fagna því að stjórnarandstaðan er með á nál., þótt með fyrirvara sé, og ég segi að sjálfsögðu já við þessu frv.