Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 294  —  255. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

Frá Drífu Hjartardóttur.



     1.      Hversu mörg sveitarfélög hafa lokið gerð heildaráætlana um úrbætur í fráveitumálum?
     2.      Hvernig er stuðningi ríkisins háttað í þessum málum?
     3.      Hversu mörg sveitarfélög og hver þeirra hafa fengið styrk til þessara framkvæmda?
     4.      Kemur til greina að Ísland fái undanþágu frá ströngum reglum Evrópusambandsins í þessum málum vegna sérstakra aðstæðna, m.a. sökum fámennis?
     5.      Kemur til greina að styrkja sveitarfélög lengur en til ársins 2005?

                             
Skriflegt svar óskast.