Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 721  —  451. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um undirbúning og þátttöku Íslands í heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvernig verður háttað þátttöku Íslands í heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2.–11. september nk.?
     2.      Taka íslensk stjórnvöld þátt í undirbúningsfundunum (PrepCom) sem haldnir eru í aðdraganda ráðstefnunnar eða í samstarfi Evrópuríkja (ECE Regional meeting)?
     3.      Hafa íslensk stjórnvöld haft milligöngu um eða hvatt til þátttöku sveitarstjórna, frjálsra félagasamtaka eða samtaka atvinnulífsins í verkefnum sem tengjast ráðstefnunni eða undirbúningsferli hennar, svo sem veggspjaldasamkeppni barna og ritgerðasamkeppni um sýn til sjálfbærrar framtíðar?
     4.      Er að vænta skýrslu frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ráðstefnuna um árangur af áætlun um sjálfbæra þróun sem þjóðir heims skuldbundu sig til að framkvæma samkvæmt sáttmálum heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro 1992?
     5.      Hvers vænta íslensk stjórnvöld af ráðstefnunni í Jóhannesarborg?


Skriflegt svar óskast.