Ferill 535. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 839  —  535. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um snemmskimun.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu margar verðandi mæður hafa fengið snemmskimun á kvennadeild Landspítalans og FSA á undanförnum tveimur árum og hversu hátt hlutfall eru þær af verðandi mæðrum á hvorum stað? Á hvaða aldri voru þær?
     2.      Hvenær mun öllum verðandi mæðrum verða boðið upp á snemmskimun hér á landi? Verður slík skimun foreldrum að kostnaðarlausu?