Ferill 569. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 891  —  569. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um úthlutun listamannalauna árin 2000, 2001 og 2002.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvaða listamenn nutu launa og/eða styrkja úr launasjóðum listamanna árin 2000 og 2001 og hvernig skiptust þeir eftir listgreinum?
     2.      Hvaða listamenn njóta launa og/eða styrkja úr launasjóðum listamanna árið 2002 og hvernig skiptast þeir eftir listgreinum?
     3.      Hvernig var skipting umsókna eftir listgreinum á árunum 2000–2002 og hver var skiptingin eftir kyni umsækjenda, aldri og búsetu?
     4.      Hversu margir listamenn hafa sótt um en ekki fengið starfslaun á árunum 2000–2002? Hvernig skiptast þeir með tilliti til búsetu og hver er aldursskipting þeirra (20–30 ára, 30–40 ára, 40–50 ára, eldri en 50 ára)? Eru í þessum hópi dæmi um listamenn sem sótt hafa um á hverju ári (síðan 1999) en ekki hlotið starfslaun og ef svo er, hversu mörg dæmi finnast um slíkt?
     5.      Hverjir hafa átt sæti í úthlutunarnefndum launasjóða listamanna á umræddu tímabili, hverjir hafa tilnefnt fulltrúa í nefndirnar og til hversu langs tíma nær skipunin?
     6.      Starfa stjórnir launasjóða listamanna eftir sérstökum úthlutunarreglum og ef svo er, hver setur reglurnar og hvar eru þær aðgengilegar þeim sem vilja kynna sér þær?




Skriflegt svar óskast.











Prentað upp.