Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1021  —  551. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kjartan Jóhannsson og Magnús K. Hannesson frá utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda fyrir Íslands hönd stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu sem undirritaður var í Vaduz í Liechtenstein 21. júní 2001.
    Fríverslunarsamtök Evrópu voru stofnuð í Stokkhólmi árið 1960 og gilti samningurinn um fríverslun með vörur og aðra samvinnu milli aðildarríkjanna tengda henni. Síðan samningur-inn var gerður hafa geysimiklar breytingar orðið á viðskiptaumhverfinu og samstarfi Evrópuríkja og því var talið tímabært að endurskoða stofnsáttmálann.
    Breytingarnar eru mjög yfirgripsmiklar. Ákvæði um fríverslun með vörur, ríkisaðstoð, opinber fyrirtæki og einkasölur, undirboð og samkeppni hafa verið endurskoðuð og aukið við reglum um tæknilegar hindranir, hugverkavernd, frelsi fólks til flutninga, fjárfestingar, þjónustuviðskipti og opinber innkaup. Þá hefur stofnanaþátturinn verið endurskoðaður.
    Fullgilding samningsins kallar á lagabreytingar hér á landi. Fyrir utanríkismálanefnd hafa verið lögð drög að frumvarpi til breytinga á ýmsum lögum, en lagabreytingarnar lúta einkum að því að veita svissneskum ríkisborgurum sams konar réttindi og borgarar á Evrópska efnahagssvæðinu njóta samkvæmt EES-samningnum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 18. mars 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Magnús Stefánsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.



Jónína Bjartmarz.