Ferill 718. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1223  —  718. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um smygl á tóbaki og áfengi.

Frá Þuríði Backman.



    Hve mikið tóbak og áfengi hefur verið tekið við tollskoðun skipa og flugvéla sl. fimm ár, sundurliðað eftir árum, skipt eftir innkomu í landið og flokkað í
     1.      a. reyktóbak, sígarettur og vindla,
             b. reyklaust, fínkorna munn- og neftóbak,
     2.      a. bjór,
             b. léttvín,
             c. sterka drykki?


Skriflegt svar óskast.






















Prentað upp.