Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1365  —  392. mál.




Skýrsla



dómsmálaráðherra um stöðu og þróun löggæslu, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)






Inngangur.
    Skýrsla þessi er unnin í dómsmálaráðuneytinu í náinni samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og lögregluliðin í landinu samkvæmt beiðni frá Alþingi. Í henni er að finna svör við þeim spurningum sem tilgreindar eru í skýrslubeiðninni.
    Skýrslan hefur að geyma ýmsar athyglisverðar upplýsingar um þróun framlaga til löggæslu, fjölda lögreglumanna, þróun afbrota hér á landi, hvernig unnið hefur verið að eflingu löggæslu undanfarin ár og margt fleira.

Framlög til löggæslu.
    Fram kemur í skýrslunni að þegar skoðaðar eru tölur í ríkisreikningi fyrir árin 1997–2001 svo og tölur í fjárlögum fyrir árið 2002 sést að raunhækkun á framlögum til löggæslu hefur verið um 30% á umræddu tímabili. Framlögin hækkuðu úr 2,8 milljörðum kr. árið 1997 (framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs) í 3,6 milljarða kr. samkvæmt fjárlögum 2002. Hafa ber í huga að hér eru ekki tekin með framlög til embættis ríkislögreglustjóra eða sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, heldur einungis löggæsluliðurinn hjá sýslumannsembættum hringinn í kringum landið sem og fjárveiting til lögreglunnar í Reykjavík, þ.e. þau lögreglulið sem hafa íbúafjölda á bak við sig. Hækkunin yrði meiri ef öll löggæsla í landinu væri talin með. Því er ljóst að enginn niðurskurður hefur orðið á framlögum til löggæslu á fjárlögum undanfarin ár eins og haldið hefur verið fram.
    Sú raunhækkun sem orðið hefur á framlögum til löggæslu hefur farið til eflingar löggæslu á ýmsum sviðum. Eins og fram kemur í skýrslunni hefur lögreglumönnum sem starfa hjá lögregluembættum hringinn í kringum landið fjölgað umtalsvert á sama tímabili, fíkniefnalögreglumönnum og öðrum rannsóknarlögreglumönnum hefur fjölgað sem og lögreglumönnum sem sinna almennri löggæslu, meira fé er nú varið til tækjakaupa en áður og akstur lögreglubíla hefur aukist. Þá má nefna að meðalbrúttólaun almenns lögreglumanns hafa á síðustu fimm árum hækkað um 3,9% umfram verðlagshækkanir og margt fleira mætti nefna.

Fjöldi lögreglumanna, þróun síðustu ára og samanburður við önnur lönd.
    Í skýrslunni kemur fram að lögreglumönnum hefur fjölgað töluvert á liðnum árum, eða um 6,6% ef litið er til starfandi lögreglumanna með íbúafjölda á bak við sig og um 7,5% í Landssambandi lögreglumanna. Í Reykjavík hefur lögreglumönnum fjölgað um 10% á síðustu tíu árum, jafnvel þó að verkefni fjarskiptamiðstöðvar hafi verið flutt til ríkislögreglustjóra sem og hluti af sérsveit lögreglunnar o.fl. Með hliðsjón af því hefur fjöldi lögreglumanna í Reykjavík aukist meira en íbúafjöldi í höfuðborginni, en íbúum í Reykjavík fjölgaði um 15,8% á sama tímabili. Staðhæfingar um að lögreglumönnum hafi fækkað mjög í Reykjavík eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum.
    Samanburður á fjölda lögreglumanna milli landa sýnir að hlutfallslega eru flestir lögreglumenn á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þannig er 441 íbúi á Íslandi um hvern lögreglumann samanborið við 573 að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Samanburður á fjölda lögreglumanna í Reykjavík og öðrum höfuðborgum Evrópu er flóknari en sýnir til dæmis að fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega sambærilegur við fjölda lögreglumanna í Kaupmannahöfn og úthverfum. Í Ósló eru hlutfallslega fleiri lögreglumenn en í Reykjavík, en þegar hlutfall lögreglubíla í umferð er borið saman kemur í ljós að hlutfallslega eru að minnsta kosti helmingi fleiri bílar í Reykjavík en Ósló. Þetta má meðal annars skýra með því að lögreglumenn í Ósló sinni ýmsum störfum sem almennt skrifstofufólk sinni hjá lögreglunni í Reykjavík, svo sem starfsmannamálum og stjórnsýsluþjónustu. Þá verður einnig að hafa í huga við samanburð á fjölda lögreglumanna milli landa og einstakra borga að tíðni afbrota á Íslandi í nær öllum flokkum er með því lægsta sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Er þetta rakið í þeim hlutum skýrslunnar þar sem fjallað er um þróun afbrota.
    Hvað varðar löggæslu í miðborg Reykjavíkur sérstaklega verður ekki lesið út úr skýrslunni að dregið hafi úr löggæslu í miðborginni á undanförnum árum. Fjöldi lögreglumanna og lögreglubíla á næturvakt um helgar nú er sambærilegur við það sem verið hefur á undanförnum árum, með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar voru á vaktkerfi lögreglunnar í Reykjavík fyrir nokkrum árum, er vöktum var fjölgað úr fjórum í fimm. Þá verður einnig að hafa í huga að fjarskiptamiðstöð eða stjórnstöð lögreglustjórans í Reykjavík var flutt til ríkislögreglustjóra ásamt 15 stöðum lögreglumanna, og sinnir fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í Skógarhlíð þjónustu við lögregluliðin á suðvesturhorni landsins. Hefur sú skipulagsbreyting haft í för með sér mikla eflingu löggæslu á svæðinu og mun betri samnýtingu lögreglumanna og bíla. Hið nýja og öfluga fjarskiptakerfi lögreglunnar gerir það að verkum að við útkall eru kallaðir til þeir lögreglumenn sem næstir eru vettvangi, en í fjarskiptamiðstöðinni er hægt að sjá nákvæmlega stöðu allra lögreglubíla á svæðinu. Síðast en ekki síst má nefna að öryggismyndavélakerfi lögreglunnar í miðborg Reykjavíkur sem sett var upp fyrir nokkrum árum hefur reynst ákaflega vel bæði til að sinna eftirliti, koma í veg fyrir afbrot og upplýsa þau.

Efling löggæslu á undanförnum árum.
    Í skýrslunni eru ítarlegar upplýsingar um hvernig löggæsla á ýmsum sviðum hefur verið efld og styrkt á undanförnum árum. Eftirfarandi kemur meðal annars fram:
          Umferðareftirlit hefur verið stóraukið á þjóðvegum og í þéttbýli. Þannig má nefna að árið 1990 sinntu 4–8 lögreglumenn sérstaklega umferðareftirliti á þjóðvegum landsins en nú sinna að minnsta kosti 15 starfsmenn lögreglu og Vegagerðarinnar vegaeftirliti um allt land hjá sérstakri umferðardeild ríkislögreglustjóra auk lögregluliðanna hringinn í kringum landið. Samvinna milli lögregluliða á sviði umferðarlöggæslu hefur á tímabilinu verið stóraukin. Þessu til stuðnings má nefna að akstur lögreglubifreiða hefur aukist um 27,5% frá árinu 1996–2001. Fjöldi sekta vegna umferðarlagabrota hefur einnig aukist umtalsvert.
          Fjarskiptamiðstöð lögreglu hefur verið komið á fót og starfa þar 14 lögreglumenn. Sinna þeir þjónustu við íbúa í lögregluumdæmum á suðvesturhorni landsins svo og samskiptum og þjónustu við alla lögreglumenn á sama svæði. Hefur þetta leitt til þess að unnt hefur verið að efla eftirlit í þeim umdæmum lögreglu sem þjónað er af fjarskiptamiðstöðinni og um leið hefur þjónusta við íbúa verið efld. Stefnt er að því að þjónusta fjarskiptamiðstöðvarinnar nái um allt land á næstu árum.
          Fíkniefnalöggæsla hefur verið efld til mikilla muna á undanförnum árum. Fíkniefnalögreglumönnum hefur verið fjölgað mikið um allt land, tækjabúnaður bættur, þjálfun og rekstri fíkniefnahunda komið í varanlegt horf og svo mætti lengi telja. Sérstakir fíkniefnarannsóknarlögreglumenn starfa nú hjá stærri lögregluliðum í landinu og hafa þeir með sér gott samstarf og vinna náið saman að rannsóknum stærri mála.
          Grenndarlöggæsla og hverfalöggæsla hefur verið efld mikið á undanförnum árum, sérstaklega hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umtalsvert starf hefur verið unnið hjá lögreglunni í Reykjavík á ýmsum stöðum í borginni og í nánu samstarfi við borgaryfirvöld.
          Lögregluskóli ríkisins hefur verið efldur til muna og þar eru nú 48 nemar í grunnnámi. Framhaldsdeild skólans hefur einnig verið efld og stendur hún fyrir fjölmörgum námskeiðum fyrir starfandi lögreglumenn. Hefur þetta komið lögreglunni og landsmönnum öllum til góða. Jafnframt má geta þess að konum í lögreglunni hefur fjölgað mikið með breytingum á skipulagi skólans, en konur eru nú þriðjungur nemenda í grunnnámi.
          Fjölgun rannsóknarlögreglumanna hefur leitt til þess að sá tími sem líður frá kæru og þar til mál er tekið til rannsóknar hefur styst umtalsvert á undanförnum árum.

Embætti ríkislögreglustjóra.
    Í skýrslunni er ítarlega fjallað um embætti ríkislögreglustjóra og meðal annars rakið að stofnun embættisins hafi orðið til þess að styrkja lögregluna í landinu og efla alla löggæslu, þar á meðal almenna löggæslu. Fram kemur að aukning hefur orðið á fjölda starfsmanna hjá embætti ríkislögreglustjóra, en sú aukning stafar fyrst og fremst af tilflutningi verkefna sem að mati löggjafans hafa átt betur heima hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna þess samræmingar- og þjónustuhlutverks sem hann gegnir fyrir lögregluembættin í landinu. Má þar nefna fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, sérsveit, umferðardeild og bílabanka.
    Ríkislögreglustjóri annast og stýrir umfangsmiklum verkefnum, þar sem sérfræðiþekkingar og samhæfingar er þörf, svo sem rannsóknum og saksókn skatta- og efnahagsbrota auk þess sem embættið veitir lögregluliðunum aðstoð við rannsókn flókinna mála. Embættið hefur styrkt lögregluna í landinu, m.a. á sviði stjórnsýslu, heildarskipulags, samræmingar, alþjóðlegra samskipta og faglegrar meðferðar mála. Embættið hefur unnið að rannsóknum og samantektum um afbrot og þróun afbrota sem nýst hefur mjög vel við mat, m.a. Alþingis, á því hvernig ráðstafa skuli fjármunum til að efla öryggi borgaranna og þjónustu lögreglu við þá. Síðast en ekki síst má nefna að hjá embættinu er rekin öflug alþjóðadeild sem annast samskipti við lögreglulið út um allan heim. Nefna má að alþjóðlegar úttektarnefndir sem hingað hafa komið hafa lofað deildina mjög fyrir uppbyggingu og starfsemi og vitað er að mörg lögreglulið í Evrópu horfa til deildarinnar sem fyrirmyndar í skipulagi alþjóðadeildar. Í stuttu máli má segja að stærsti hlutinn af mannafla og fjármagni embætti ríkislögreglustjóra nýtist beint eða óbeint löggæslunni í landinu öllu.

Þróun afbrota.
    Ef þróun og tíðni afbrota er borin saman í löndunum í kringum okkur kemur í ljós að tíðni hvers konar afbrota er oftast lægri og í flestum tilvikum umtalsvert lægri á Íslandi en í grannlöndum okkar. Nefna má sem dæmi að í skýrslu Interpol fyrir árið 1999 kemur fram að í Danmörku voru þjófnaðarbrot 7.688 á hverja 100.000 íbúa, 4.577 í Noregi og 3.375 á Íslandi. Alvarlegar líkamsárásir voru samkvæmt sömu heimild 163 á hverja 100.000 íbúa í Frakklandi árið 1999, 140 í Þýsklandi, 66 í Noregi, 35 í Finnlandi og 21 í Danmörku og á Íslandi.
    Þegar sérstaklega eru bornar saman höfuðborgir á Norðurlöndunum kemur í ljós að tíðni hegningarlagabrota er lægst í Reykjavík, um 9.000 brot á hverja 100.000 íbúa, en þau eru 15–16 þús. á hverja 100.000 íbúa í höfuðborgum annars staðar á Norðurlöndum.
    Hvað varðar fjölgun afbrota á Íslandi sl. fimm ár kemur fram í skýrslunni að tilkynningum um auðgunarbrot fjölgaði töluvert milli áranna 1998 og 1999. Bent er á í því sambandi fjölgun þjófnaðartilkynninga vegna farsíma sem og fjölgun þeirra verslana sem tilkynna alla þjófnaði í sínum verslunum. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að ekki sé að sjá að líkamsárásum hafi fjölgað hér á landi á árabilinu 1998–2001. Alvarlegum líkamsmeiðingum hefur þó fjölgað á umræddu tímabili. Sama á við um ýmis kynferðisbrot, en það má m.a. rekja til aukinnar umræðu um þau brot og bættrar réttarstöðu brotaþola auk þess sem bætt aðgengi að lögreglu og heilsugæslu hefur stuðlað að þessari þróun.
    Umferðarlagabrotum og fíkniefnabrotum hefur fjölgað töluvert, en það má fyrst og fremst rekja til aukinnar frumkvæðisvinnu lögreglunnar. Um er að ræða brot sem eru þess eðlis að skráðum brotum fjölgar í réttu hlutfalli við aukin afskipti lögreglu af viðkomandi málaflokkum. Sýnir þessi aukning að sú áhersla, sem lögð hefur verið á aukna löggæslu í þessum málaflokkum í stefnumörkun stjórnvalda og á Alþingi, hefur augljóslega borið árangur.

Lokaorð.
    Í þeirri skýrslu sem hér fer á eftir er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar um stöðu og þróun löggæslu á undanförnum árum. Umtalsverðar úrbætur hafa orðið á löggæslu í landinu á þessu tímabili, sem meðal annars má rekja til nýrra lögreglulaga sem tóku gildi árið 1997. Af skýrslunni verður ráðið að staða löggæslunnar í landinu er sterk. Traust þjóðarinnar til lögreglunnar hefur aukist umtalsvert frá gildistöku lögreglulaganna samkvæmt könnun Gallup á trausti til ýmissa stofnana þjóðfélagsins. Þannig báru 64% landsmanna traust til lögreglunnar árið 1997. Það hlutfall mældist í mars sl. 71% og nýtur einungis Háskóli Íslands meira trausts opinberra aðila samkvæmt þessari könnun. Þær úrbætur sem gerðar hafa verið á löggæslunni í landinu á liðnum árum og lýst er í þessari skýrslu hafa því augljóslega skilað sér í auknu trausti borgaranna til lögreglunnar í landinu.


     1.      Hver var fjöldi almennra lögreglumanna miðað við fjölda íbúa á árunum 1990, 1995 og 2001, skipt eftir umdæmum, og hvernig var skiptingin milli yfirmanna og undirmanna? Óskað er eftir að fram komi meðalstarfsaldur almennra lögreglumanna í upphafi og lok síðasta áratugar og fjölgun lögreglumanna samanborið við fjölgun opinberra starfsmanna á tímabilinu.
    Aflað var upplýsinga frá Hagstofu Íslands um mannfjölda og starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins vegna fjölda lögreglumanna og annarra starfsmannatengdra mála. Taka þær mið af launum lögreglumanna í janúarmánuði umræddra ára og upplýsingar um mannfjölda eru miðaðar við 1. desember árið áður. Í yfirlitum starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem taka mið af greiðslum til lögreglumanna, kemur fyrir að tölur eru í brotum er skýrist af því að lögreglumenn kunna að hafa færst til í starfi, hafið störf í mánuðinum eða verið í hlutastarfi. Upplýsingar um fjölda stöðuheimilda voru fengnar hjá starfsmannahaldi ríkislögreglustjórans.

1.1. Fjöldi lögreglumanna miðað við fjölda íbúa á árunum 1990, 1995 og 2001.
    Tafla 1.1 sýnir heildarfjölda starfandi lögreglumanna annars vegar og mannfjölda á Íslandi 1. desember árið áður. Fjöldi íbúa á hvern lögreglumann tekur mið af fjölda þeirra við störf í janúar og til viðmiðunar einnig samkvæmt heimiluðum stöðugildum.

Tafla 1.1. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna í janúar.

Mánuður og ár Mannfjöldi á Íslandi Fjöldi lögreglumanna Fjöldi íbúa á hvern lögreglumann
Janúar 1990 253.500 (1. desember 1989) 613,8 413,0
Janúar 1995 266.786 (1. desember 1994) 587,4 454,2
Janúar 2001 282.849 (1. desember 2000) 641,2 441,1

    Þegar litið er til þess hve margir íbúar eru um hvern lögreglumann er rétt að geta þess að í umdæmi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli er enginn íslenskur íbúi og því kann tafla 1.1 að gefa ranga mynd sé hún borin saman við sambærilegar upplýsingar í öðrum lögregluumdæmum landsins. Þetta á einnig við um eina stöðuheimild í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sex við sakadóm Reykjavíkur, fjórar til sex við Lögregluskóla ríkisins og fimm við alþjóðastofnanir (friðargæslu). Árið 1990 voru þetta 47 stöðuheimildir, 38 árið 1995 og 50 árið 2001. Tafla 1.2 er sambærileg töflu 1.1 að frádregnum þessum stöðuheimildum.

Tafla 1.2. Heildarfjöldi lögreglumanna og stöðuheimildir
að frádregnum þeim sem ekki hafa íbúafjölda á bak við sig.

Mánuður og ár Mannfjöldi á Íslandi Fjöldi lögreglumanna Fjöldi stöðuheimilda
Janúar 1990 253.500 (1. desember 1989) 613,8–58,6 = 555,2 612–47 = 565
Janúar 1995 266.786 (1. desember 1994) 587,4–39 = 548,4 601–38 = 563
Janúar 2001 282.849 (1. desember 2000) 641,2–49 = 592,2 678–50 = 628

    Nauðsynlegt er, samanburðarins vegna, að hafa báðar töflurnar til hliðsjónar vegna umdæma lögreglustjóranna. Ríkislögreglustjórinn og Rannsóknarlögregla ríkisins eru ekki tekin með í seinni töflunni, enda er starfsemi þeirra á landsvísu og að auki sinnir embætti ríkislögreglustjóra stjórnsýslulegu hlutverki skv. 5. gr. lögreglulaga.

1.2. Fjöldi lögreglumanna miðað við fjölda íbúa á árunum 1990, 1995 og 2001, skipt eftir embættum.
    Tafla 1.3 sýnir fjölda launaðra lögreglumanna í janúar 1990, fjölda stöðuheimilda, skiptingu þeirra milli embætta, fjölda íbúa í umdæmi hvers lögreglustjóra og fjölda íbúa um hvern lögreglumann. Fjöldi íbúa um hvern lögreglumann tekur bæði mið af starfandi lögreglumönnum í janúar og eins heimiluðum stöðugildum eins og þau eru skráð hjá starfsmannahaldi ríkislögreglustjóra.

Tafla 1.3. Fjöldi lögreglumanna, skipt eftir embættum og íbúafjölda árið 1990.


Embætti
Fjöldi íbúa 1. desember 1989 Fjöldi lögreglumanna Fjöldi stöðuheimilda Fjöldi íbúa á hvern/hverja
lögreglumann stöðuheimild
Akranes 5.362 12 11 446,8 487,5
Akureyri 18.930 34 31 556,8 610,6
Blönduós 4.039 5 5 807,8 807,8
Bolungarvík 1.215 2 2 607,5 607,5
Borgarnes 3.738 6 6 623 623
Búðardalur 964 0,5 1 1.928 964
Eskifjörður 4.002 7,5 7 533,6 571,7
Hafnarfjörður 22.376 40 39 559,4 573,7
Hólmavík 1.110 1 1 1.110 1.110
Húsavík 5.984 11 9 544 664,9
Hvolsvöllur 3.266 4 4 816,5 816,5
Höfn 2.327 4 3 581,8 775,6
Ísafjörður 5.236 14,9 12 351,4 436,3
Keflavík 15.082 41,4 38 364,3 396,9
Kópavogur 15.900 20,2 24 787,1 662,5
Neskaupstaður 1.839 2 2 919,5 919,5
Ólafsfjörður 1.193 2 2 596,5 596,5
Patreksfjörður 2.279 4 4 569,8 569,8
Reykjavík 105.588 242,1 264 436,1 400
Sauðárkrókur 4.605 7 7 657,9 657,9
Selfoss 10.892 22 22 495,1 495,1
Seyðisfjörður 5.075 3 3 1.691,7 1.691,7
Siglufjörður 1.806 6 6 301 301
Stykkishólmur 4.476 9 9 497,3 497,3
Vestmannaeyjar 4.814 12 11 401,2 437,6
Vík 1.257 1 1 1.257 1.257
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti - 1 1 - -
Keflavíkurflugvöllur - 46,6 34 - -
Lögregluskóli ríkisins - 5 6 - -
Rannsóknarlögregla ríkisins - 41,6 41 - -
Sakadómur Reykjavíkur - 6 6 - -

    Tafla 1.4 sýnir fjölda lögreglumanna í janúar 1995, fjölda stöðuheimilda, skiptingu þeirra milli embætta, fjölda íbúa í umdæmi hvers lögreglustjóra og fjölda íbúa um hvern lögreglumann. Fjöldi íbúa um hvern lögreglumann tekur bæði mið af starfandi lögreglumönnum í janúar og heimiluðum stöðugildum.

Tafla 1.4. Fjöldi lögreglumanna eftir embættum og íbúafjölda árið 1995.


Embætti
Fjöldi íbúa 1. desember 1994 Fjöldi lögreglumanna Fjöldi stöðuheimilda Fjöldi íbúa á hvern/hverja
lögreglumann stöðuheimild
Akranes 5.156 12 11 429,7 468,7
Akureyri 19.696 31 31 635,4 635,4
Blönduós 3.862 5 5 772,4 772,4
Bolungarvík 1.139 2 2 569,5 569,5
Borgarnes 3.888 7 6 555,4 648
Búðardalur 845 1 1 845 845
Eskifjörður 3.777 5 5 755,4 755,4
Hafnarfjörður 26.128 39,7 39 658,1 669,9
Hólmavík 1.072 1 1 1.072 1.072
Húsavík 5.900 9 9 655,6 655,6
Hvolsvöllur 3.297 4 4 824,3 824,3
Höfn 2.444 3 3 814,7 814,7
Ísafjörður 5.154 13 12 396,5 429,5
Keflavík 15.656 38 39 412 401,4
Kópavogur 17.427 21,5 24 810,6 726,1
Neskaupstaður 1.649 2 2 824,5 824,5
Ólafsfjörður 1.189 2 2 594,5 594,5
Patreksfjörður 2.088 4 4 522 522
Reykjavík 112.958 246,2 261 458,8 432,8
Sauðárkrókur 4.697 7 7 671 671
Selfoss 11.503 24 24 479,3 479,3
Seyðisfjörður 5.041 5 5 1.008,2 1.008,2
Siglufjörður 1.734 3 4 578 433,5
Stykkishólmur 4.403 9 9 489,2 489,2
Vestmannaeyjar 4.888 12 11 407,3 444,4
Vík 1.192 1 1 1.192 1.192
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti - 1 1
Keflavíkurflugvöllur - 34 33
Lögregluskóli ríkisins - 4 4
Rannsóknarlögregla ríkisins - 41 41

    Tafla 1.5 sýnir fjölda launaðra lögreglumanna í janúarmánuði 2001, fjölda stöðuheimilda, skiptingu þeirra milli embætta, fjölda íbúa í umdæmi hvers lögreglustjóra og fjölda íbúa um hvern lögreglumann. Fjöldi íbúa um hvern lögreglumann tekur bæði mið af starfandi lögreglumönnum í janúar og heimiluðum stöðugildum.

Tafla 1.5. Fjöldi lögreglumanna eftir embættum og íbúafjölda árið 2001.


Embætti
Fjöldi íbúa 1. desember 2000 Fjöldi
lögreglumanna
Fjöldi stöðuheimilda Fjöldi íbúa á hvern/hverja
lögreglumann stöðuheimild
Akranes 5.431 11 11 493,7 493,7
Akureyri 20.011 31,3 31 639,3 645,5
Blönduós 3.453 6 6 575,5 575,5
Bolungarvík 999 3 2 333 499,5
Borgarnes 3.840 5,5 8 698,2 480
Búðardalur 790 1 1 790 790
Eskifjörður 4.830 7,3 9 661,6 536,7
Hafnarfjörður 29.238 39 39 749,7 749,7
Hólmavík 859,0 2 2 429,5 429,5
Húsavík 5.423 9,6 9 564,9 602,6
Hvolsvöllur 3.223 4 4 805,8 805,5

Embætti
Fjöldi íbúa 1. desember 2000 Fjöldi
lögreglumanna
Fjöldi stöðuheimilda Fjöldi íbúa á hvern/hverja
lögreglumann stöðuheimild
Höfn 2.370 3,3 3 718,2 790
Ísafjörður 4.452 12 13 371 342,5
Keflavík 16.500 34,9 40 472,8 412,5
Kópavogur 23.518 25,5 26 922,3 904,5
Ólafsfjörður 1.037 2 2 518,5 518,5
Patreksfjörður 1.834 4 4 458,5 458,5
Reykjavík 122.235 267,8 293 456,4 417,2
Sauðárkrókur 4.411 8,7 9 507 490
Selfoss 12.285 24,3 27 505,6 455,0
Seyðisfjörður 4.730 6,7 7 706 675,7
Siglufjörður 1.560 3,9 4 400 390
Stykkishólmur 4.205 9 9 467,2 467,2
Vestmannaeyjar 4.522 12,5 11 361,8 411,1
Vík 1.093 3 3 364,3 364,3
Alþjóðastofnanir 5 5
Keflavíkurflugvöllur 38 39
Lögregluskóli ríkisins 6 6
Ríkislögreglustjórinn 55 55

    Í töflum 1.3–1.5 eru upplýsingarnar dregnar saman fyrir hvert ár. Til frekari glöggvunar eru sömu upplýsingar settar fram í töflu 1.6, þó þannig að upplýsingum um hvert embætti er raðað saman til að unnt sé að greina þróun innan hvers þeirra fyrir sig. Breytingar (fjölgun, fækkun) eru reiknaðar í prósentum.

Tafla 1.6. Fjöldi lögreglumanna í samanburði milli áranna 1990, 1995 og 2001.


Embætti

Ár
Fjöldi íbúa 1. desember liðið ár Fjöldi lögreglumanna Fjöldi stöðuheimilda Fjöldi íbúa á hvern/hverja
lögreglumann stöðuheimild
Akranes 1990 5.362 12 11 446,8 487,5
Akranes 1995 5.156 12 11 429,7 468,7
Akranes 2001 5.431 11 11 493,7 493,7
Akranes – samtölur 1,3% 0% 10,5% 1,3%
Akureyri 1990 18.930 34 31 556,8 610,6
Akureyri 1995 19.696 31 31 635,4 635,4
Akureyri 2001 20.011 31,3 31 639,3 645,5
Akureyri – samtölur 5,7% 0% 14,8% 5,7%
Blönduós 1990 4.039 5 5 807,8 807,8
Blönduós 1995 3.862 5 5 772,4 772,4
Blönduós 2001 3.453 6 6 575,5 575,5
Blönduósi – samtölur -14,5% 20% -28,8% -28,8%
Bolungarvík 1990 1.215 2 2 607,5 607,5
Bolungarvík 1995 1.139 2 2 569,5 569,5
Bolungarvík 2001 999 3 2 333 499,5
Bolungarvík – samtölur -17,8% 0% -45,2% -17,8%
Borgarnes 1990 3.738 6 6 623 623
Borgarnes 1995 3.888 7 6 555,4 648
Borgarnes 2001 3.840 5,5 8 698,2 480
Borgarnes – samtölur -2,7 % 33,3% 12,1% -23%
Búðardalur 1990 964 0,5 1 1.928 964
Búðardalur 1995 845 1 1 845 845
Búðardalur 2001 790 1 1 790 790
Búðardalur – samtölur -18% 0% -59% -18%
Eskifjörður 1990 4.002 7,5 7 533,6 571,7
Eskifjörður 1995 3.777 5 5 755,4 755,4
Eskifjörður 2001 4.830 7,3 9 661,6 536,7
Eskifjörður – samtölur 20,7% 28,6% 24% -6,1%
Hafnarfjörður 1990 22.376 40 39 559,4 573,7
Hafnarfjörður 1995 26.128 39,7 39 658,1 669,9
Hafnarfjörður 2001 29.238 39 39 749,7 749,7
Hafnarfjörður – samtölur 30,7% 0% 34% 30,7%
Hólmavík 1990 1.110 1 1 1.110 1.110
Hólmavík 1995 1.072 1 1 1.072 1.072
Hólmavík 2001 859 2 2 429,5 429,5
Hólmavík – samtölur -22,6% 100% -61,3% -61,3%
Húsavík 1990 5.984 11 9 544 664,9
Húsavík 1995 5.900 9 9 655,6 655,6
Húsavík 2001 5.423 9,6 9 564,9 602,6
Húsavík – samtölur -9,4% 0% 3,8% -9,4%
Hvolsvöllur 1990 3.266 4 4 816,5 816,5
Hvolsvöllur 1995 3.297 4 4 824,3 824,3
Hvolsvöllur 2001 3.223 4 4 805,8 805,8
Hvolsvöllur – samtölur -1,3% 0% -1,3% -1,3%
Höfn 1990 2.327 4 3 581,8 775,7
Höfn 1995 2.444 3 3 814,7 814,7
Höfn 2001 2.370 3,3 3 718,2 790
Höfn – samtölur 1,8% 0% 23,4% 1,9%
Ísafjörður 1990 5.236 14,9 12 351,4 436,3
Ísafjörður 1995 5.154 13 12 396,5 429,5
Ísafjörður 2001 4.452 12 13 371 342,5
Ísafjörður – samtölur -15% 8,3% 5,6% -21,5%
Keflavík 1990 15.082 41,4 38 364,3 396,9
Keflavík 1995 15.656 38 39 412 401,4
Keflavík 2001 16.500 34,9 40 472,8 412,5
Keflavík – samtölur 9,4% 5,3% 29,8% 3,9%
Kópavogur 1990 15.900 20,2 24 787,1 662,5
Kópavogur 1995 17.427 21,5 24 810,6 726,1
Kópavogur 2001 23.518 25,5 26 922,3 904,5
Kópavogur – samtölur 47,9% 8,3% 17,2% 36,5%
Neskaupstaður 1990 1.839 2 2 919,5 919,5
Neskaupstaður* 1995 1.649 2 2 824,5 824,5
Neskaupstaður – samtölur -10,1% 0% -10,3% -10,3%
Ólafsfjörður 1990 1.193 2 2 596,5 596,5
Ólafsfjörður 1995 1.189 2 2 594,5 594,5
Ólafsfjörður 2001 1.037 2 2 518,5 518,5
Ólafsfjörður – samtölur -13,1% 0% -13,1% -13,1%
Patreksfjörður 1990 2.279 4 4 569,8 569,8
Patreksfjörður 1995 2.088 4 4 522 522
Patreksfjörður 2001 1.834 4 4 458,5 458,5
Patreksfjörður – samtölur -19,5% 0% -19,5% -19,5%
Reykjavík 1990 105.588 242,1 264 436,1 400
Reykjavík 1995 112.958 246,2 261 458,8 432,8
Reykjavík 2001 122.235 267,8 293 456,4 417,2
Reykjavík – samtölur 15,8% 11,0% 4,7% 4,3%
Sauðárkrókur 1990 4.605 7 7 657,9 657,9
Sauðárkrókur 1995 4.697 7 7 671 671
Sauðárkrókur 2001 4.411 8,7 9 507 490,1
Sauðárkrókur – samtölur -4,2% 28,6% -22,9% -25,5%
Selfoss 1990 10.892 22 22 495,1 495,1
Selfoss 1995 11.503 24 24 479,3 479,3
Selfoss 2001 12.285 24,3 27 505,6 455
Selfoss – samtölur 12,8% 22,7% 2,1% -8,1%
Seyðisfjörður 1990 5.075 3 3 1.691,7 1.691,7
Seyðisfjörður 1995 5.041 5 5 1.008,2 1.008,2
Seyðisfjörður 2001 4.730 6,7 7 706 675,7
Seyðisfjörður – samtölur -6,8% 133,3% 58,3% -60,1%
Siglufjörður 1990 1.806 6 6 301 301
Siglufjörður 1995 1.734 3 4 578 433,5
Siglufjörður 2001 1.560 3,9 4 400 390
Siglufjörður – samtölur -13,6% -33,3% 32,9% 29,6%
Stykkishólmur 1990 4.476 9 9 497,3 497,3
Stykkishólmur 1995 4.403 9 9 489,2 489,2
Stykkishólmur 2001 4.205 9 9 467,2 467,2
Stykkishólmur – samtölur -6,1% 0% -6,1% -6,1%
Vestmannaeyjar 1990 4.814 12 11 401,2 437,6
Vestmannaeyjar 1995 4.888 12 11 407,3 444,4
Vestmannaeyjar 2001 4.522 12,5 11 361,8 411,1
Vestmannaeyjar – samtölur -6,1% 0% -9,8% -6,1%
Vík 1990 1.257 1 1 1.257 1257
Vík 1995 1.192 1 1 1.192 1192
Vík 2001 1.093 3 3 364,3 364,3
Vík – samtölur -13% 200% -71% -71%
* Embætti lögreglustjórans í Neskaupstað var sameinað embættinu á Eskifirði í ársbyrjun 2000.
Neðangreind embætti er, líkt og áður hefur komið fram, ekki unnt að bera saman við tölur um mannfjölda.

Embætti

Ár
Fjöldi íbúa 1. desember árið áður Fjöldi lögreglumanna Fjöldi stöðuheimilda Hlutfall stöðuheimilda
Keflavíkurflugvöllur 1990 46,6 34
Keflavíkurflugvöllur 1995 34 33
Keflavíkurflugvöllur 2001 38 39 14,7%
Lögregluskóli ríkisins 1990 5 6
Lögregluskóli ríkisins 1995 4 4
Lögregluskóli ríkisins 2001 6 6 0%
Sakadómur Reykjavíkur 1990 6 6
Boðunardeild sakadóms Reykjavíkur var færð til lögreglustjórans í Reykjavík.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1990 1 1
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1995 1 1
Staða yfirlögregluþjóns var færð til lögreglustjórans í Reykjavík 1. júlí 1997.
Rannsóknarlögregla ríkisins 1990 41,6 41
Rannsóknarlögregla ríkisins 1995 41 41
Færðist til lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra 1. júlí 1997.
Ríkislögreglustjóri 2001 55 55
Stofnað 1. júlí 1997
Alþjóðastofnanir 2001 5 5
Alþjóðleg lögreglustörf – við störf erlendis

1.3. Fjöldi lögreglumanna miðað við fjölda íbúa á árunum 1990, 1995 og 2001, skipt eftir umdæmum, og skipting milli yfirmanna og undirmanna.
    Þegar hefur verið leitast við að gera grein fyrir fjölda lögreglumanna miðað við fjölda íbúa á árunum 1990, 1995 og 2001 og skipt eftir umdæmum. Nú verður gerð grein fyrir skiptingu lögreglumanna í yfir- og undirmenn eftir umdæmum.
    Eins og fram hefur komið kann að vera munur á fjölda stöðugilda hjá embættum og fjölda lögreglumanna sem fengu laun 1. janúar nefnd ár. Það kemur fyrir að tölur eru í brotum er skýrist af því að lögreglumenn kunna að hafa færst til í starfi, hafið störf í mánuðinum eða verið í hlutastarfi. Tölur starfsmannaskrifstofu eru uppgefnar með tveimur aukastöfum. Í þessu yfirliti er stuðst við einn aukastaf. Þannig getur munað einhverjum brotum í samtölum.
    Starfsheiti, eða starfsstig, innan lögreglu hafa tekið nokkrum breytingum frá árinu 1990 og til að sjá þróunina milli yfir- og undirmanna eru starfsheiti færð til þess er gilti í janúar 2001. Dómsmálaráðherra hefur gefið út reglugerð um starfsstig innan lögreglunnar, nr. 49/2002, sem öðlaðist gildi 14. janúar 2002. Markmið reglugerðarinnar er að skilgreina verksvið og ábyrgð innan lögreglunnar út frá mismunandi starfsstigum og samræma skipulag lögregluliða. Í reglugerðinni er einnig fjallað um hlutverk ríkislögreglustjóra, vararíkislögreglustjóra, lögreglustjóra og skólastjóra Lögregluskóla ríkisins. (Stöðuheiti lögreglustjóra koma ekki fyrir í töflu 1.7 hér að neðan.)
    Áður en hvert ár er skoðað er rétt að skoða skiptingu lögreglumanna í stöðuheiti og þróun fjölda stöðuheita frá 1990–2001.

Tafla 1.7. Þróun stöðuheimilda skipt eftir stöðuheitum
milli áranna 1990, 1995 og 2001.




Ár

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglufulltrúi


Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður

Lögregluvarðstjóri

Aðstoðarlögregluvarðstjóri


Lögreglumaður

Fjöldi mánaðarlauna
1990 19,6 20 32,1 18 69 103 47 305,2 613,8
1995 22 20 28 17 78,8 113 59,3 249,3 587,4
2001 23 29 54,4 28,4 102,7 123,6 62,1 218 641,2
Breytingar 17,3% 45% 69,5% 57,8% 48,8% 20% 32,1% -28,6% 4,5%

Tafla 1.8. Skipting stöðuheimilda eftir stöðuheitum og embættum í janúar 1990.




Embætti

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglufulltrúi


Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður

Lögregluvarðstjóri

Aðstoðarlögregluvarðstjóri


Lögreglumaður

Fjöldi mánaðarlauna
Akranes 1 1 3 7 12
Akureyri 1 1 1 3 5 5 18 34
Blönduós 1 2 2 5
Bolungarvík 1 1 2
Borgarnes 1 3 2 6
Búðardalur 0,5 0,5
Dóms- og kirkjumrn. 1 1
Eskifjörður 1 1 2 1 2,5 7,5
Hafnarfjörður 2 1 1 2 9 5 20 40
Hólmavík 1 1
Húsavík 1 4 6 11
Hvolsvöllur 1 1 2 4
Höfn 1 3 4
Ísafjörður 1 1 1 3 8,9 14,9



Embætti

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglufulltrúi


Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður

Lögregluvarðstjóri

Aðstoðarlögregluvarðstjóri


Lögreglumaður

Fjöldi mánaðarlauna
Keflavík 1 1 2,4 1 3 7 4 22 41,4
Keflavíkurflugvöllur 1,6 1 1 5 9 4 25 46,6
Kópavogur 1 1 4 5 9,2 20,2
Lögreglusk. ríkisins 1 4 5
Neskaupstaður 1 1 2
Ólafsfjörður 2 2
Patreksfjörður 1 1 2 4
Rannsóknarlögregla ríkisins 1 7 6,6 27 41,6
Reykjavík 2 6 9 8 28 29 14 146,1 242,1
Sakadómur Rvk. 1 5 6
Sauðárkrókur 1 2 4 7
Selfoss 1 1 1 1 6 4 8 22
Seyðisfjörður 2 1 3
Siglufjörður 1 2 3 6
Stykkishólmur 1 3 3 2 9
Vestmannaeyjar 1 1 2 8 12
Vík 1 1
Samtölur 19,6 20 32,1 18 69 103 47 305,2 613,8

Tafla 1.9. Skipting stöðuheimilda eftir stöðuheitum og embættum í janúar 1995.




Embætti

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglufulltrúi


Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður

Lögregluvarðstjóri

Aðstoðarlögregluvarðstjóri


Lögreglumaður

Fjöldi mánaðarlauna
Akranes 1 1 4 6 12
Akureyri 1 1 1 3 5 6 14 31
Blönduós 1 2 2 5
Bolungarvík 1 1 2
Borgarnes 1 2 1 3 7
Búðardalur 1 1
Dóms- og kirkjumrn. 1 1
Eskifjörður 1 1 2 1 5
Hafnarfjörður 2,3 1 4 8 11 13,4 39,7
Hólmavík 1 1
Húsavík 1 4 4 9
Hvolsvöllur 1 1 2 4
Höfn 1 1 1 3
Ísafjörður 1 1 1 3 7 13
Keflavík 1 2 2 3 6 5 19 38
Keflavíkurflugvöllur 2 1 5 6 3 17 34
Kópavogur 1,7 2 1 1,5 4 4,3 7 21,5
Lögreglusk. ríkisins 4 4
Neskaupstaður 1 1 2
Ólafsfjörður 1 1 2
Patreksfjörður 1 1 2 4
Rannsóknarlögregla ríkisins 2 7 6 26 41
Reykjavík 2 7 7 7 40,3 38 16 128,9 246,2
Sauðárkrókur 1 3 3 7
Selfoss 1 1 1 1 7 4 9 24
Seyðisfjörður 3 2 5



Embætti

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglufulltrúi


Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður

Lögregluvarðstjóri

Aðstoðarlögregluvarðstjóri


Lögreglumaður

Fjöldi mánaðarlauna
Siglufjörður 1 2 3
Stykkishólmur 1 3 3 2 9
Vestmannaeyjar 1 1 4 6 12
Vík 1 1
Samtölur 22 20 28 17 78,8 113 59,3 249,3 587,4

Tafla 1.10. Skipting stöðuheimilda eftir stöðuheitum og embættum í janúar 2001.




Embætti

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn

Lögreglufulltrúi


Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður

Lögregluvarðstjóri

Aðstoðarlögregluvarðstjóri


Lögreglumaður

Fjöldi mánaðarlauna
Akranes 1 1 3 6 11
Akureyri 1 1 1 5 5 5 13,3 31,3
Alþjóðastofnanir 2 1 2 5
Blönduós 1 2 3 6
Bolungarvík 1 2 3
Borgarnes 1 3 1 0,5 5,5
Búðardalur 1 1
Eskifjörður 1 1 1 1 1 2,3 7,3
Hafnarfjörður 2 1 1 3 11 8 13 39
Hólmavík 1 1 2
Húsavík 1 4 1 3,6 9,6
Hvolsvöllur 1 1 2 4
Höfn 1 1 1,3 3,3
Ísafjörður 1 1 1 1 3 5 12
Keflavík 1 2 4 5,1 6 4,2 12,6 34,9
Keflavíkurflugvöllur 1 3 2 8 2 7 4 11 38
Kópavogur 1 2 1 5 4 4 8,5 25,5
Lögreglusk. ríkisins 2 4 6
Ólafsfjörður 1 1 2
Patreksfjörður 1 3 4
Reykjavík 2 9 14,4 7,7 77,6 39,8 15,7 101,6 267,8
Ríkislögreglustjórinn 3 10 21 8 9 4 55
Sauðárkrókur 1 1 3 3,7 8,7
Selfoss 1 1 1 1 6,1 4,2 10 24,3
Seyðisfjörður 1 2,7 2 1 6,7
Siglufjörður 0,7 1 2,3 3,9
Stykkishólmur 1 1 2 5 9
Vestmannaeyjar 1 1 4 6,5 12,5
Vík 1 1 1 3
Samtölur 23 29 54,4 28,4 102,7 123,6 62,1 218 641,2

    Í töflum 1.8–1.10 eru upplýsingar um skiptingu milli yfir- og undirmanna dregnar saman fyrir hvert umbeðið ár. Til frekari glöggvunar eru sömu upplýsingar settar fram í töflu 1.11, þó þannig að upplýsingum um hvert embætti er raðað saman til að unnt sé að greina þróun innan hvers þeirra frá 1990–2001.

Tafla 1.11. Skipting stöðuheimilda eftir stöðuheitum
í samanburði milli áranna 1990, 1995 og 2001.




Ár



Embætti

Yfirlögregluþjónn
Aðstoðaryfirlögregluþjónn
Lögreglufulltrúi

Aðalvarðstjóri
Rannsóknarlögreglumaður Lögregluvarðstjóri
Aðstoðarlögregluvarðstjóri

Lögreglumaður
Fjöldi mánaðarlauna
1990 Akranes 1 1 3 7 12
1995 Akranes 1 1 4 6 12
2001 Akranes 1 1 3 6 11
1990 Akureyri 1 1 1 3 5 5 18 34
1995 Akureyri 1 1 1 3 5 6 14 31
2001 Akureyri 1 1 1 5 5 5 13,3 31,3
1990 Blönduós 1 2 2 5
1995 Blönduós 1 2 2 5
2001 Blönduós 1 2 3 6
1990 Bolungarvík 1 1 2
1995 Bolungarvík 1 1 2
2001 Bolungarvík 1 2 3
1990 Borgarnes 1 3 2 6
1995 Borgarnes 1 2 1 3 7
2001 Borgarnes 1 3 1 0,5 5,5
1990 Búðardalur 0,5 0,5
1995 Búðardalur 1 1
2001 Búðardalur 1 1
1990 Eskifjörður 1 1 2 1 2,5 7,5
1995 Eskifjörður 1 1 2 1 5
2001 Eskifjörður 1 1 1 1 1 2,3 7,3
1990 Hafnarfjörður 2 1 1 2 9 5 20 40
1995 Hafnarfjörður 2,3 1 4 8 11 13,4 39,7
2001 Hafnarfjörður 2 1 1 3 11 8 13 39
1990 Hólmavík 1 1
1995 Hólmavík 1 1
2001 Hólmavík 1 1 2
1990 Húsavík 1 4 6 11
1995 Húsavík 1 4 4 9
2001 Húsavík 1 4 1 3,6 9,6
1990 Hvolsvöllur 1 1 2 4
1995 Hvolsvöllur 1 1 2 4
2001 Hvolsvöllur 1 1 2 4
1990 Höfn 1 3 4
1995 Höfn 1 1 1 3
2001 Höfn 1 1 1,3 3,3
1990 Ísafjörður 1 1 1 3 8,9 14,9
1995 Ísafjörður 1 1 1 3 7 13
2001 Ísafjörður 1 1 1 1 3 5 12
1990 Keflavík 1 1 2,4 1 3 7 4 22 41,4
1995 Keflavík 1 2 2 3 6 5 19 38
2001 Keflavík 1 2 4 5,1 6 4,2 12,6 34,9
1990 Keflavíkurflugvöllur 1,6 1 1 5 9 4 25 46,6
1995 Keflavíkurflugvöllur 2 1 5 6 3 17 34
2001 Keflavíkurflugvöllur 1 3 2 8 2 7 4 11,0 38
1990 Kópavogur 1 1 4 5 9,2 20,2
1995 Kópavogur 1,7 2 1 1,5 4 4,3 7 21,5
2001 Kópavogur 1 2 1 5 4 4 8,5 25,5
1990 Neskaupstaður 1 1 2
1995 Neskaupstaður 1 1 2
1990 Ólafsfjörður 2 2
1995 Ólafsfjörður 1 1 2
2001 Ólafsfjörður 1 1 2
1990 Patreksfjörður 1 1 2 4
1995 Patreksfjörður 1 1 2 4
2001 Patreksfjörður 1 3 4
1990 Reykjavík 2 6 9 8 28 29 14 146,1 242,1
1995 Reykjavík 2 7 7 7 40,3 38 16 128,9 246,2
2001 Reykjavík 2 9 14,4 7,7 77,6 39,8 15,7 101,6 267,8
1990 Sauðárkrókur 1 2 4 7
1995 Sauðárkrókur 1 3 3 7
2001 Sauðárkrókur 1 1 3 3,7 8,7
1990 Selfoss 1 1 1 1 6 4 8 22
1995 Selfoss 1 1 1 1 7 4 9 24
2001 Selfoss 1 1 1 1 6,1 4,2 10 24,3
1990 Seyðisfjörður 2 1 3
1995 Seyðisfjörður 3 2 5
2001 Seyðisfjörður 1 2,7 2 1 6,7
1990 Siglufjörður 1 2 3 6
1995 Siglufjörður 1 2 3
2001 Siglufjörður 0,7 1 2,3 3,9
1990 Stykkishólmur 1 3 3 2 9
1995 Stykkishólmur 1 3 3 2 9
2001 Stykkishólmur 1 1 2 5 9
1990 Vestmannaeyjar 1 1 2 8 12
1995 Vestmannaeyjar 1 1 4 6 12
2001 Vestmannaeyjar 1 1 4 6,5 12,5
1990 Vík 1 1
1995 Vík 1 1
2001 Vík 1 1 1 3
2001 Alþjóðastofnanir 2 1 2 5
1990 Dóms- og kirkjumálarn.,
aðalskrifstofa
1 1
1995 Dóms- og kirkjumálarn.,
aðalskrifstofa
1 1
1990 Lögregluskóli ríkisins 1 4 5
1995 Lögregluskóli ríkisins 4 4
2001 Lögregluskóli ríkisins 2 4 6
1990 Rannsóknarlögregla
ríkisins
1 7 6,6 27 41,6
1995 Rannsóknarlögregla
ríkisins
2 7 6 26 41
2001 Ríkislögreglustjórinn 3 10 21 8 9 4 55
1990 Sakadómur Reykjavíkur 1 5 6

1.4. Meðalstarfsaldur lögreglumanna í upphafi og við lok síðasta áratugar og fjölgun lögreglumanna í samanburði við fjölgun opinberra starfsmanna.

    Svör við þessum lið byggjast alfarið á gögnum frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Fjármálaráðuneytið byggði svar sitt á aldri starfsmanna, ekki starfsaldri, enda liggja þær upplýsingar ekki fyrir nema fyrir hluta hópsins.

Tafla 1.12. Meðalaldur lögreglumanna og annarra
ríkisstarfsmanna árin 1990 og 2000.

Lögreglumenn í Landssambandi lögreglumanna
Janúar 2000
Fjöldi kennitalna 685
Stöðugildi 664,2
Meðalaldur 40,4
Breyting frá 1990
Fjöldi kennitalna 10,0%
Stöðugildi 7,5%
Meðalaldur 2,3%
Ríkisstarfsmenn í launavinnslukerfi ríkisins vistað hjá ríkisbókhaldi
Janúar 1990 2000 Svarað er fyrir starfsmenn ríkisins sem fá greidd laun úr launavinnslukerfi ríkisins, vistað hjá ríkisbókhaldi að frádregnum starfsmönnum grunnskóla og Pósts og síma.
Fjöldi kennitalna 12.619 14.365
Stöðugildi 10.867,8 12.616,4
Meðalaldur 42,8 44,2

    Í launavinnslukerfinu er meiri hluti ríkisstarfsmanna ásamt æðstu stjórnsýslu, það er embætti forseta Íslands, Alþingi, ríkisstjórn, Hæstarétti, umboðsmanni Alþingis og Ríkisendurskoðun. Inn í launavinnslukerfið vantar starfsmenn sjúkrahúsa utan „gömlu“ Ríkisspítala (þar sem Sjúkrahús Reykjavíkur kemur ekki inn í launavinnslukerfið fyrr en 2001), heilsugæslu og málefna fatlaðra hjá tilraunasveitarfélögum, Byggðastofnun, Lánasýslu ríkisins, Seðlabanka Íslands, Þjóðhagsstofnun og nokkrum öðrum stofnunum. Ýmsar breytingar hafa orðið á tímabilinu annars vegar á rekstarfyrirkomulagi stofnana og hins vegar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Mestu einstöku breytingarnar voru þær að starfsmenn grunnskólanna færðust yfir til sveitarfélaganna 1. ágúst 1996 og Póstur og sími var einkavæddur 1. janúar 1997
    Opinberir starfsmenn eru skilgreindir sem starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Auk ríkisstarfsmanna sem ekki eru taldir með hér vantar starfsmenn sveitarfélaga til að ná til opinberra starfsmanna í heild.

     2.      Hver hefur raunhækkun framlaga (á föstu verðlagi) til almennrar löggæslu verið árlega sl. fimm ár, skipt eftir lögregluumdæmum, og hver hefur verið fjölgun íbúa, bifreiða og veitingastaða með áfengisleyfi á sama tíma?

2.1. Raunhækkun framlaga til almennrar löggæslu.

Tafla 2.1. Fjárveitingar til almennrar löggæslu.

Reikningur Fjárlög
Umdæmi 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Reykjavík 1.467,8 1.837,4 1.883,9 1.780,6 1.835,3 1.866,1
Akranes 55,4 68,3 71,3 66,8 64,8 75,3
Borgarnes 41,7 46,5 48,8 47,1 59,4 62,0
Stykkishólmur 54,6 62,5 62,4 59,7 63,3 71,5
Búðardalur 7,5 9,9 10,6 9,3 9,1 10,0
Patreksfjörður 23,9 24,1 32,1 32,4 29,0 31,1
Bolungarvík 12,6 13,7 14,2 15,3 14,0 16,3
Ísafjörður 64,8 75,3 78,9 78,2 71,3 79,6
Hólmavík 8,5 10,5 14,3 17,6 18,5 16,4
Blönduós 35,4 39,8 51,9 53,3 43,9 54,1
Sauðárkrókur 40,5 49,8 57,2 52,7 52,1 55,1
Siglufjörður 21,0 23,2 27,2 31,4 30,5 27,9
Ólafsfjörður 13,6 15,7 15,1 17,1 17,4 15,9
Akureyri 153,3 165,8 186,2 171,1 167,2 177,5
Húsavík 58,6 66,0 75,7 74,2 72,5 74,1
Seyðisfjörður 43,1 51,6 60,8 64,1 60,3 68,0
Eskifjörður 34,1 42,3 45,9 68,3 74,0 74,0
Höfn 21,8 22,8 25,3 28,4 26,0 34,9
Vík 14,2 19,2 17,9 21,8 23,2 22,5
Hvolsvöllur 24,2 27,3 32,2 32,0 29,8 32,8
Vestmannaeyjar 49,4 54,6 64,4 62,7 65,0 68,0
Selfoss 106,2 120,6 143,6 141,3 154,8 147,4
Keflavík 174,8 198,1 223,1 218,1 192,4 228,9
Hafnarfjörður 161,6 180,9 198,7 189,1 190,1 197,7
Kópavogur 118,4 125,7 138,2 141,4 134,7 155,9
Samtals 2.807,2 3.351,8 3.579,9 3.474,1 3.498,7 3.663,0


    Í töflunni er miðað við meðaltal vísitölu neysluverðs árin 1997–2001 og spá þjóðhagsstofnunar um hækkun verðlags frá 2001–2002 (5,2%). Eins og sjá má á töflunni er raunhækkun á framlögum til löggæslu umtalsverð á síðustu fimm árum. Þau námu 2.807,2 millj. kr. árið 1997 samkvæmt ríkisreikningi en 3.663,0 millj. kr. samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2002. Um er að ræða 30% raunhækkun á framlögum til löggæslu á þessu tímabili. Hafa verður í huga að miðað er við niðurstöðu ríkisreiknings fyrir hvert ár og því kann hallarekstur á einu ári eða sérstakar aukafjárveitingar að leiða til þess að niðurstöðurtölur sveiflast mikið á milli ára, sbr. t.d. tölur fyrir Reykjavík.

2.2. Fjöldi íbúa, bifreiða og vínveitingastaða.

Tafla 2.2. Sundurliðun eftir árum.

Umdæmi
lögreglustjóra
Fjöldi íbúa
(1. desember)
Fjöldi bifreiða Fjöldi vínveitingastaða
(fjöldi áfengisleyfa)
Ár 1996 1997 1998 1999 2000 1997 1998 1999 2000 2001 '97 '98 '99 '00 '01
Akranes 5.074 5.127 5.188 5.355 5.431 2.557 2.660 2.852 2.994 3.025 3 3 4 6 7
Akureyri 19.684 19.726 19.743 19.753 20.011 10.270 10.533 11.149 11.294 11.425 34 29 29 28 27
Blönduós 3.674 3.628 3.560 3.488 3.453 2.310 2.296 2.401 2.499 2.520 5 (5 ) 10 (10 ) 8
Bolungarvík 1.097 1.094 1.023 998 999 472 491 504 539 526 2 2 2 2 2
Borgarnes 3.799 3.738 3.763 3.763 3.840 2.513 2.614 2.763 2.954 3.047 15 (15 ) (15 ) (15 ) 21
Búðardalur 789 813 795 771 790 550 562 580 599 583 3 3 3 3 3
Eskifjörður 5.261 5.206 5.075 4.927 4.830 2.722 2.744 2.840 2.893 2.949 17 17 17 17 17
Hafnarfjörður 27.051 27.408 27.912 28.514 29.238 14.375 15.282 16.095 16.909 17.332 15 15 20 23 26
Hólmavík 987 957 928 883 859 569 550 559 601 635 2 2 2 3 3
Húsavík 5.807 5.770 5.667 5.532 5.423 3.309 3.325 3.371 3.454 3.474 26 26 26 28 28
Hvolsvöllur 3.253 3.225 3.195 3.169 3.223 2.141 2.193 2.328 2.455 2.515 6 8 9 12 15
Höfn 2.441 2.467 2.447 2.408 2.370 1.312 1.345 1.356 1.421 1.431 7 9 14 14 12
Ísafjörður 4.819 4.680 4.739 4.532 4.452 2.309 2.285 2.296 2.347 2.377 10 10 13 15 16
Keflavík 15.655 15.678 15.823 16.053 16.500 8.060 8.530 9.078 9.770 9.695 23 23 23 23 23
Keflavíkurflugv. 193 170 182 2 247 1 1 1 1 1
Kópavogur 18.550 19.826 21.370 22.587 23.518 11.182 12.532 13.855 14.137 14.335 11 13 14 15 21
Ólafsfjörður 1.168 1.099 1.091 1.072 1.037 520 508 517 512 523 1 2 2 2 2
Patreksfjörður 1.962 1.913 1.911 1.905 1.834 1.047 1.036 1.067 1.112 1.146 6 7 5 5 6
Reykjavík 115.640 117.126 118.677 120.414 122.235 64.188 69.107 76.324 81.604 81.136 164 175 187 205 198
Sauðárkrókur 4.653 4.536 4.416 4.409 4.411 2.765 2.773 2.704 3.011 3.075 9 12 11 13 14
Selfoss 11.485 11.514 11.671 11.984 12.285 6.924 7.221 7.742 8.195 8.452 38 44 46 52 54
Seyðisfjörður 4.978 4.876 4.763 4.782 4.730 3.011 3.002 3.205 3.380 3.426 16 16 18 19 20
Siglufjörður 1.668 1.632 1.605 1.567 1.560 694 687 703 731 744 2 2 3 3 3
Stykkishólmur 4.345 4.265 4.204 4.165 4.205 2.124 2.205 2.312 2.427 2.526 11 13 15 15 18
Vestmannaeyjar 4.749 4.645 4.594 4.582 4.522 1.962 2.018 2.120 2.117 2.111 5 6 7 7 8
Vík 1.138 1.120 1.104 1.104 1.093 679 689 715 767 803 7 9 9 11 11
Óþekkt sveitarf. 1.215 1.088 1.219 1.317 1.478
Samtals 269.727 272.069 275.264 278.717 282.849 149.973 158.446 170.837 180.041 181.536 439 467 505 547 564
Heimildir Hagstofa Íslands (endanlegar tölur) Skráningarstofan Lögreglustjórar

    Á sumum stöðum á landsbyggðinni eru fleiri veitingastaðir á sumrin en á veturna. Í svörum lögreglustjóra er þetta oft sundurgreint, en öll vínveitingaleyfin koma fram í töflu 2.1. Í umdæmum tveggja lögreglustjóra koma ekki fram tölur um fjölda vínveitingaleyfa allra áranna. Þau tilvik eru sett innan sviga og tölur ársins á undan notaðar sem viðmið. Þá ber einnig að hafa hugfast að umdæmi lögreglustjóra taka oftast til fleiri en eins sveitarfélags og endanlegar íbúatölur fyrir árið 2001 liggja ekki fyrir. Tölur um fjölda bifreiða eru áberandi lágar fyrir Keflavíkurflugvöll árið 2000. Ekki liggja fyrir skýringar á því.

     3.      Hver var fjöldi starfandi lögreglumanna í almennri deild lögreglunnar í Reykjavík árin 2000 og 2001 samanborið við aðrar höfuðborgir í Evrópu?
    Upplýsinga var aflað í gegnum alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra um fjölda lögreglumanna í höfuðborgum Evrópu. Upplýsingar sem bárust taka flestar til allra lögreglumanna en ekki sérstaklega til almennra deilda, en skipulag lögregluliða í þessum höfuðborgum er mismunandi. Má í þessu sambandi benda á landamæragæslu, svo sem eftirlit á alþjóðaflugvöllum, sem fellur til dæmis undir lögregluna í Kaupmannahöfn og hefur áhrif á fjölda lögreglumanna miðað við íbúafjölda. Á Íslandi er alþjóðaflugvöllurinn í umdæmi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli og ef 39 stöður lögreglunnar þar væru teknar með Reykjavík, félli fjöldi íbúa niður í um 368,2 á hvern lögreglumann í Reykjavík miðað við stöðuheimildir. Til frekari fróðleiks varðandi Kaupmannahöfn má nefna að fjöldi íbúa á hvern lögreglumann þar að meðtöldum úthverfunum (Stór-Kaupmannahöfn) er 425,8, en sé Kaupmannahöfn einungis tekin fellur hlutfallið í 274,7. Þessar tölur breytast verulega þegar tillit er tekið til 299 lögreglumanna sem starfa við löggæslu á flugvellinum í Kaupmannahöfn, en þá er íbúafjöldinn á bak við hvern lögreglumann 328,7. Sé miðað við fjölda starfandi lögreglumanna í Reykjavík í janúar 2001, í stað stöðuheimilda, er hver lögreglumaður með 456,4 íbúa á bak við sig.
    Við samanburð á hlutfallslegum fjölda lögreglumanna í höfuðborgum Evrópu verður einnig að hafa í huga að afbrotatíðni er mismunandi á milli borga og landa, eins og rakið er í 10. kafla þar sem fjallað er um þróun afbrota. Þar kemur m.a. fram þegar bornar eru saman höfuðborgir á Norðurlöndunum að tíðni hegningarlagabrota er lægst í Reykjavík, um 9.000 brot á hverja 100.000 íbúa, samanborið við rúmlega 15–16 þús. brot á hverja 100.000 íbúa í höfuðborgum annars staðar á Norðurlöndum.
    Eins og að framan er lýst er erfitt að gera raunhæfan samanburð nema kynna sér sérstaklega skipulag lögregluliðanna þannig að ljóst liggi fyrir hvað felst í starfi umræddra lögreglumanna. Tölur eru því settar fram með þessum fyrirvara.

Tafla 3.1. Fjöldi lögreglumanna samkvæmt stöðuheimildum miðað við íbúafjölda.


Borg

Fjöldi íbúa
Fjöldi stöðu-heimilda Fjöldi íbúa á stöðuheimild Rannsóknarlögregla Aðrir lögreglumenn
Reykjavík
(við störf í janúar 2001)

122.235
293
(267,8)
417,2
(456,4)

81

27,6%

212

72,4%
Kaupmannahöfn 500.000 1.820 274,7 400 22,0% 1.420 78,0%
Kaupmannahöfn
(án flugvallarlögreglu)

500.000

1.521

328,7

381

25,0%

1.140

75,0%
Ósló 507.467 1.672 303,5 - - - -
Stokkhólmur 755.619 4.519 167,2 - - - -
Dublin 1.082.048 4.113 263,1 - - - -
Helsinki 560.553 1.474 380,3 275 18,7% 1.199 81,3%
París 2.125.246 18.669 113,8 - - - -
Berlín 3.333.112 16.727 199,3 - - - -

    Í samanburði hér að framan er byggt á stöðuheimildum eins og telja verður að erlendu lögregluliðin hafi gert. Innan sviga undir Reykjavík eru tölur miðað við fjölda starfandi lögreglumanna í janúar 2001, en á þeim tíma var fjöldi lögreglumanna töluvert undir fjölda stöðuheimilda. Þá er í töflu 3.2 gerður samanburður á fjölda lögreglumanna í Kaupmannahöfn, þar sem úthverfabæjarfélög eru talin með og höfuðborgarsvæðinu þar sem umdæmi lögreglustjóra í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði eru tekin saman.

Tafla 3.2. Fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðum miðað við íbúafjölda.



Höfuðborgarsvæði


Fjöldi íbúa

Fjöldi stöðuheimilda

Fjöldi íbúa á stöðuheimild
Lögreglumenn
við störf
í janúar 2001
Fjöldi íbúa á hvern starfandi
lögreglumann
Reykjavík/Kópavogur/
Hafnarfjörður

174.991

358

488,8

332,3

526,6
Kaupmannahöfn og
úthverfin

1.200.000

2.818

425,8
Kaupmannahöfn með úthverfum
og án flugvallarlögreglu

1.200.000

2.519

476,4


    Aflað var upplýsinga frá lögreglunni í Ósló, bæði er varðar skiptingu lögreglumanna eftir deildum, yfirmönnum og fjölda eftirlitsbifreiða á ýmsum tímum vikunnar og sólarhringsins. Við þann samanburð kemur í ljós að þó svo að fjöldi lögreglumanna sé meiri miðað við íbúa í Ósló en Reykjavík er hlutfallslega fleiri eftirlitsbifreiðum haldið úti í Reykjavík. Vísað er til 15. kafla í skýrslunni til upplýsinga um þetta.

Tafla 3.3. Fjöldi lögreglumanna hjá lögreglunni í Ósló, eftir deildum og verkefnum.

Deildir/stöðvar Stöður lögreglumanna Yfirlögregluþjónar/Stjórnendur
Yfirmaður almennrar deildar 1
Samstilling aðgerða 76 1
Sérdeild 156 1
Vakt- og aðgerðadeild 87 1
Lögreglustöð – miðborg 213 1
Lögreglustöð – Majorstua 161 1
Heildarfjöldi í deild 1 694 5
Yfirmaður afbrotamála 0
Ofbeldis-, rána- og siðgæðisdeild 102 1
Rannsóknardeild 80 1
Málshöfðanir 3 1
Fíkniefnadeild 49 1
Efnahagsdeild 37 1
Lögreglustöð – Stovner 156 1
Heildarfjöldi í deild 2 427 6
Yfirmaður stjórnunarsviðs 0
Útlendingadeild 71 1
Leyfisveitingar 6 1
Umferðar- og umhverfisdeild 92 1
Lögreglustöð – Manglerud 122 1
Lögreglustöð – Grönnland 225 1
Heildarfjöldi í deild 3 516 5
Lögreglustjóri 0
Upplýsingadeild 2
Þjónustudeild stjórnsýslu 7
Starfsmannadeild 10
Heildarfjöldi í deild 4 19
Starfsmenn alls: 1672 1.656 16

Tafla 3.4. Skipting lögreglustarfa eftir starfsheitum.

Fjöldi starfsmanna
Yfirlögregluþjónn/yfirmaður deilda 16
Aðstoðaryfirlögregluþjónn/vakt- og deildarstjórar 80
Aðstoðaryfirlögregluþjónn/aðrir 127
Aðstoðaryfirlögregluþjónn/Nk 44
Lögreglufulltrúar 46
Lögreglumenn (SKI 1210) 756
Rannsóknarlögreglumenn 353
Sérstakir starfsmenn 214
Lögreglumenn – sérfræðingar 16
Stjórnunarstöður lögreglumanna, tengdar framangreindum deildum/stöðvum 19

    Eins og að framan greinir er erfitt að gera marktækan samanburð á fjölda lögreglumanna í höfuðborgum Evrópu. Þegar skoðaðar eru heildartölur um fjölda lögreglumanna á hvern íbúa kemur í ljós að á Norðurlöndunum eru hlutfallslega flestir lögreglumenn á Íslandi eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Tafla 3.5. Fjöldi lögreglumanna á Norðurlöndum.

Lönd Lögreglumenn
árið 1999
Fjöldi íbúa
á hvern lögreglumann
Finnland 7.960 653
Svíþjóð 16.500 540
Danmörk 10.259 517
Noregur 7.725 583
Ísland (2001) 641 441
Heimild: Heimasíða finnsku lögreglunnar.

     4.      Hver var lágmarksfjöldi starfandi lögreglumanna á vakt í almennri deild lögreglunnar í Reykjavík árin 1992, 1995, 1998 og 2001 samanborið við lágmarksþörf samkvæmt fjárlagatillögum embættis lögreglustjórans í Reykjavík á þessum árum?

4.1. Lágmarksfjöldi og lágmarksþörf.

Tafla 4.1. Lágmarksfjöldi lögreglumanna á vakt í almennri deild lögreglunnar
í Reykjavík og lágmarksþörf á árunum 1992–2001.

Lögreglan í Reykjavík – almenn deild 1992 1995 1998 2001
Fjöldi lögreglumanna á sólarhringsvöktunum 27–28 27–28 22 18
Til athugunar: Hér er fjöldi lögreglumanna á hverri vakt. Til viðbótar eru lögreglumenn á aukavöktum. Árið 1998 var tekið upp nýtt vaktkerfi þar sem vöktum var fjölgað úr fjórum í fimm. Við það fækkaði lögreglumönnum á hverri vakt. Á árinu 2000 færðist stjórnstöð lögreglunnar í Reykjavík til ríkislögreglustjórans, en því starfi höfðu 15 menn sinnt, þrír á hverri vakt. Þá varð breyting á slysarannsóknum með tilfærslu á mönnum af vöktum yfir í umferðardeild. Með því skýrist sú breyting sem orðið hefur á fjölda lögreglumanna á hverri vakt.

    Eftirfarandi upplýsingar eru frá lögreglustjóranum í Reykjavík:
     1.      Hjá lögreglustjóranum í Reykjavík hefur lágmarksþörf fyrir lögreglumenn á vakt ekki verið skilgreind. Tafla 4.1 tekur til fjölda þeirra lögreglumanna sem störfuðu á sólarhringsvöktum í almennri deild lögreglunnar í Reykjavík.
     2.      Ekki eru heldur neinar tölur um lágmarksþörf skv. fjárlagatillögum lögreglustjóra. Lögreglustjóri bendir á eftirfarandi í þessu sambandi:
    Á sólarhringsvakt voru 27–28 lögreglumenn á fjórum vöktum áður en nýtt vaktkerfi var tekið upp um mitt ár 1998, m.a. vegna vinnutímatilskipunar EES, og hafði svo verið um nokkur ár. Þegar vaktkerfinu var breytt var það samdóma álit dómsmálaráðuneytisins og lögreglustjórans í Reykjavík að forsenda nýs vaktkerfis væri að það yrðu 25 lögreglumenn á hverri vakt. Má því segja að árið 1998 hafi fjöldi lögreglumanna á vakt verið skilgreindur sem 25 lögreglumenn auk umferðardeildar og hverfalöggæslu. Frá tölunni 25 má síðan draga þrjár stöður vegna þess að stjórnstöð embættisins var lögð niður árið 2000 og tvær stöður vegna breytinga á slysarannsóknum en í stað tveggja manna á vakt allan sólarhringinn eru nú tveir menn á vaktkerfi umferðardeildar sem spannar alla daga ársins frá morgni fram á kvöld. Samkvæmt þessu ættu ekki að vera færri en 20 lögreglumenn á hverri vakt eða alls 100 lögreglumenn. Hins vegar er rétt að taka fram að lágmarksfjöldi lögreglumanna á vakt hefur ekki verið skilgreindur.
     Fjárlagatillögur 1992. Óskað var eftir fjölgun um 20 lögreglumenn í almennri deild og að í heild yrðu 280 lögreglumenn starfandi í stað 260 áður. Fram kemur í fjárlagatillögunum að fjöldi lögreglumanna við almenna löggæslu árið 1991 var nánast sá sami og 15 árum áður.
     Fjárlagatillögur 1995. Ekki var óskað eftir viðbótarfjárveitingum til að fjölga lögreglumönnum við embættið.
     Fjárlagatillögur 1998. Fjárlagatillögur tóku mið af því að 1. júlí 1997 tækju ný lögreglulög gildi og var óskað eftir fjárveitingum vegna launa rannsóknarlögreglumanna sem færðust frá rannsóknarlögreglu ríkisins. Ekki var farið fram á fjölgun lögreglumanna á vöktum.
     Fjárlagatillögur 2001. Óskað var eftir fjárveitingu til að fjölga lögreglumönnum um 13 við embættið þannig að 25 lögreglumenn væru á hverri vakt, þar af þrír í stjórnstöð embættisins sem síðan færðust yfir til fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar. Í fjárlagatillögunum var hins vegar ekki getið um lágmarksfjölda lögreglumanna á vöktum (lágmarksþörf).

     5.      Hve margar lögreglubifreiðar og hversu margir almennir lögreglumenn voru við umferðaröryggisgæslu í Reykjavík árið 1991 annars vegar og árið 2001 hins vegar og hver var bifreiðaeign höfuðborgarbúa á þessum árum? Hve margir löggæslumenn störfuðu við vegaeftirlit á árunum 1990, 1995 og 2001 og hve margar lögreglubifreiðar voru til umráða á landinu öllu á þessum árum?

1. Umferðareftirlit og fjöldi lögreglubifreiða.
    Löggæslumenn við vegaeftirlit í lok níunda áratugar 20. aldar voru fjórir á veturna en átta á sumrin. Lögreglustjórinn í Reykjavík gefur upp að á árinu 1990 hafi vegaeftirlitsmenn verið þrír og hafi þeir fengið menn með sér úr umferðardeild. Þannig er í töflu 5.1 reiknað með fjórum til átta mönnum, þ.e. tveimur bifreiðum yfir veturinn og fjórum yfir sumarið. Eftirlitið var gert út frá Reykjavík á þessum tíma. Vegaeftirlitið var tekið upp hjá ríkislögreglustjóranum árið 1998 og er núna í samvinnu við Vegagerð ríkisins, sem einnig leggur til mannskap. Átta stöðuheimildir eru hjá ríkislögreglustjóra til þessa eftirlits, sjö lögreglumenn auk einnar stöðu til sumarafleysinga. Þá leggur Vegagerðin til átta starfsmenn sem einnig eru teknir með í töflu 5.1. Samtals eru 15 starfsmenn nú við eftirlit, þar af sjö lögreglumenn, og hafa þeir til umráða sjö ökutæki. Um fjölda lögreglubifreiða við umferðareftirlit má geta þess að auk bifreiða hefur umferðareftirliti einnig verið sinnt með því að nota lögreglubifhjól, aðallega hjá lögreglunni í Reykjavík.

Tafla 5.1. Fjöldi lögreglubifreiða og lögreglumanna 1990, 1991, 1995 og 2001.

1990 1991 1995 2001
Fjöldi lögreglubifreiða við umferðareftirlit í Reykjavík* (3–4 ) (2 )
Fjöldi lögreglumanna við umferðareftirlit í Reykjavík* (36 ) (31 )
Fjöldi bifreiða í Reykjavík (eingöngu Reykjavík) 52.067 74.573
Fjöldi löggæslumanna við vegaeftirlit (4 – 8 ) 0 15
Fjöldi lögreglubifreiða á landinu öllu 152 151 147
Heimildir: Lögreglustjórinn í Reykjavík/Hagstofa Íslands/ríkislögreglustjórinn.

     *Lögreglustjórinn í Reykjavík svarar þessari spurningu þannig:
    Að segja nákvæmlega til um hve margir lögreglumenn unnu að umferðarlöggæslu á þessum árum, 1991 og 2001, er ekki hægt á annan hátt en þann að taka til alla þá sem á einhvern hátt unnu á vettvangi. Í raun er það svo að allir lögreglumenn sem eru einkennisklæddir og útivinnandi vinna meira og minna að umferðarlöggæslu. Þannig má benda á að þrátt fyrir að sérsvið umferðardeildar sé umferðarlöggæsla gera lögreglumenn á vöktum og hverfastöðvum mun fleiri kæruskýrslur vegna umferðarmála en umferðardeildarmenn.
    Ef þessi tvö ár eru skoðuð og gert ráð fyrir afmörkuðum tíma kl. 8–18 virka daga þá hafa um 36 lögreglumenn, sumir í fullu starfi og aðrir að hluta til, komið að umferðarlöggæslu árið 1991 og samsvarandi hafa þeir verið 31 árið 2001. Varðandi fjölda ökutækja á sama tíma má benda á að þá eru að öllu jöfnu tveir lögreglumenn skráðir á hverja lögreglubifreið. Eins má geta þess að lögregluhjólin koma einnig inn í þetta dæmi en það er mjög breytilegt hve mörg hjól eru í umferð á hverjum tíma, fer m.a. eftir færð og veðri. Þó má gera ráð fyrir að þau séu frá því að vera 2–3 til þess að vera 5–6. Á þessu má sjá að erfitt er að gefa út nákvæmar tölur varðandi þennan lið.
     Svið 2 hjá ríkislögreglustjóranum hefur tekið saman eftirfarandi upplýsingar:
    Lögreglubifreiðar á landinu voru 152 árið 1990, 151 árið 1995 og 147 árið 2001. Í sambandi við fjölda lögreglubifreiða þarf að hafa í huga að gríðarleg endurnýjun hefur orðið á bifreiðaflotanum á allra síðustu árum og komið hefur verið á fót bílamiðstöð fyrir allt landið sem leitt hefur til örari endurnýjunar og betri nýtingar ökutækja lögreglunnar. Bifreiðafloti lögreglunnar hefur verið endurnýjaður að miklu leyti og má nefna í því sambandi að keypt hafa verið ökutæki á síðustu þremur árum fyrir um 210 millj. kr.
    Veruleg endurnýjun lögreglubifreiða fór fram árið 2000, en þá voru keyptar 44 bifreiðar, og segja má að það hafi verið endurnýjun fyrir tvö ár með það að markmiði að draga úr viðgerðakostnaði og tryggja lögregluembættunum betri ökutæki með nýjum lögreglubúnaði.
    Á árunum 1996–2001 hefur akstur lögreglubifreiða aukist úr 4.373.375 km í 5.578.733 km.

Mynd 5.1. Akstur lögreglubifreiða.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     6.      Hve margir lögreglumenn voru á vakt allan sólarhringinn við almenna löggæslu í miðborginni og úthverfum um kvöld og helgar hvert ár um sig árin 1997–2001? Hvernig hefur grenndarlöggæslu verið háttað á höfuðborgarsvæðinu árlega sl. þrjú ár?

6.1. Fjöldi lögreglumanna á vakt í Reykjavík 1997–2001.

Tafla 6.1. Fjöldi lögreglumanna á vakt í almennri deild
lögreglunnar í Reykjavík árið 1997.

Mánudagur til fimmtudags Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 13 13 16
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Alls 27 27 27
Föstudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 13 13 20
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 27 27 46
Laugardagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 13 13 20
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 26 26 46
Sunnudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 13 13 16
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Alls 26 26 27

Tafla 6.2. Fjöldi lögreglumanna á vakt í almennri deild
lögreglunnar í Reykjavík árið 1998.

Mánudagur til fimmtudags Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 13 13 16
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Alls 27 27 27
Föstudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 13 13 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 13
Alls 27 27 48
Laugardagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 13 13 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 13
Alls 26 26 48
Sunnudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 13 13 16
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Alls 26 26 27

Tafla 6.3. Fjöldi lögreglumanna á vakt í almennri deild
lögreglunnar í Reykjavík árið 1999.

Mánudagur til fimmtudags Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 13 13 16
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Alls 27 27 27
Föstudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 13 13 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 27 27 44
Laugardagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 13 13 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 26 26 44
Sunnudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 13 13 16
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Alls 26 26 27

Tafla 6.4. Fjöldi lögreglumanna á vakt í almennri deild
lögreglunnar í Reykjavík árið 2000.

Mánudagur til fimmtudags Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 11 11 12
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Alls 25 25 23
Föstudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 11 11 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 25 25 44
Laugardagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 5
Fjarskipti 3 3 4
Austur- og Vesturbær 11 11 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 24 24 44
Sunnudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 3 3 3
Austur- og Vesturbær 11 11 12
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Alls 24 24 23

Tafla 6.5. Fjöldi lögreglumanna á vakt í almennri deild
lögreglunnar í Reykjavík árið 2001.

Mánudagur til fimmtudags Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 0 0 0
Austur- og Vesturbær 11 11 12
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Alls 22 22 20
Föstudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 0 0 2
Austur- og Vesturbær 11 11 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Seltjarnarnes 1 1
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 22 22 41
Laugardagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 0 0 2
Austur- og Vesturbær 11 11 18
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2 2
Miðborgarstöð 2
Miðborgin 9
Alls 21 21 41
Sunnudagur Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Aðalstöð inni 4 4 4
Fjarskipti 0 0 0
Austur- og Vesturbær 11 11 12
Breiðholt 2 2 2
Grafarvogur 2 2 2
Mosfellsbær 2 2
Alls 21 21 20

    Mikilvægt er að töflur í þessum kafla séu skoðaðar með hliðsjón af fjölda eftirlitsbifreiða, sem gerð er grein fyrir í 15. kafla (töflur 15.1 og 15.2). Í töflum 6.1–6.5 eru lögreglumenn á aukavöktum taldir með, öfugt við töflu 4.1.

6.2. Fyrirkomulag hverfalöggæslunnar í Reykjavík og nágrenni.
Umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík.
Forvarna- og fræðsludeild.
    Í forvarna- og fræðsludeildinni starfa 12 lögreglumenn og skiptast stöðuheitin þannig að þar er einn lögreglufulltrúi og tíu rannsóknarlögreglumenn. Í deildinni hefur aðsetur aðstoðaryfirlögregluþjónn forvarnadeildar og hverfastöðva. Af þessum tíu rannsóknarlögreglumönnum eru fimm starfandi sem hverfislögreglumenn. Tímabundið hefur vantað í tvær stöður, eins og vikið verður að hér á eftir. Einnig starfar þarna deildarsérfræðingur sem er félagsfræðingur og vinnur aðallega með tölfræðiupplýsingar.
    Innan deildarinnar eru ýmis störf unnin, svo sem:
          Skólafræðsla – Umferðarfræðsla fyrir yngstu kynslóðina, bæði í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla. Þetta gerist bæði með heimsóknum í skólana og einnig koma bekkir og hópar úr leikskólum í heimsókn á lögreglustöðina. Þá hefur deildin annast fræðslu í umferðarskólanum Ungir vegfarendur í samstarfi við Umferðarráð og séð um umferðargetraunina sem fram fer í desember.
          Verkefnið Rétt með strætó er samvinnuverkefni Strætó bs. og lögreglunnar í Reykjavík og er fræðsla fyrir 8 ára gömul börn. Árið 2000 tóku 1.664 börn þátt í verkefninu en árið 2001 voru þau 1.757.
          Fræðsla fyrir 12 ára grunnskólanemendur byggist á því að farið er í skólana og nemendur fræddir um umferðina og öryggisbúnað þar, útivistartímann, vímuefnaneyslu, aðallega áfengi, hvað það táknar að koma við sögu lögreglu og um sakavottorð og þýðingu þess að hafa það hreint.
          Rannsókn á málum ósakhæfra barna.
          Tengsl við eldri borgara Reykjavíkur. Þeir eru fræddir um ýmsar forvarnir og farið er með þá í ökuferð um ný hverfi og endað á því að heimsækja kirkju þar sem prestur ræðir við fólkið.
          Deildin annast ýmis samskipti við skóla, barnaverndaryfirvöld og hverfasamtök í þeim hverfum þar sem ekki eru sérstakir hverfislögreglumenn.
          Allar lögregluskýrslur og dagbókarfærslur, sem varða börn innan 18 ára aldurs, eru sendar til barnaverndarnefnda en haldnir eru vikulegir fundir með fulltrúa frá Barnavernd Reykjavíkur. Á árinu 2001 afhenti forvarna- og fræðsludeild fulltrúum barnaverndarnefnda á landinu samtals 1.084 afrit af lögregluskýrslum þar sem börn komu við sögu.
          Hættu áður en þú byrjar er fræðsluverkefni sem er ætlað að sporna gegn fíkniefnaneyslu og stendur til boða nemendum í 9. bekk grunnskólans. Starfsmaður frá forvarna- og fræðsludeild annast skipulagningu á verkefninu. Að fræðslunni standa einnig Félagsþjónustan í Reykjavík og Maríta, forvarna- og hjálparstarf. Þetta er fjórða skólaárið sem nemendum stendur fræðslan til boða. Fræðslan hefur auk þess farið fram í fjölmörgum sveitarfélögum á landinu þessi ár og hafa þá komið til samstarfs lögreglumenn og fulltrúar félagsþjónustunnar í viðkomandi sveitarfélagi. Frá því að þessi fræðsla hófst um áramótin 1998–1999 til loka síðasta árs hafa verið haldnir 359 fræðslufundir, þar af 233 með nemendum og 126 með foreldrum.
          Varnir gegn vágestum er samstarfsverkefni forvarnadeildar og Samtaka verslunar og þjónustu. Það byggist á því að verslanir þurfa að uppfylla ákveðnar öryggiskröfur og láta alla starfsmenn fara á námskeið en eftir það fær verslunin merkið ,,Varnir gegn vágestum“ á útidyr sem táknar að þarna sé lítið að hafa fyrir þjófa og ránsmenn.
          Starfsmenn deildarinnar sitja marga fundi um margvísleg málefni með fulltrúum ýmissa stofnana og samtaka, svo sem með Félagsþjónustunni í Reykjavík, samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar um afbrota- og fíkniefnavarnir, Fræðslumiðstöð, Hinu húsinu, neyðarmóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss, Saman-hópnum og mörgum fleiri. Starfsmenn deildarinnar sitja einnig fjölmarga fundi með foreldrum vegna ýmissa mála og er það ýmist með foreldrafélögum eða foreldrum sem koma í deildina til að leita ráða.
          Málefni nýbúa. Einn lögreglumaður í deildinni er nú orðinn sérstakur tengiliður við fólk af erlendum uppruna og er í samstarfi við Alþjóðahúsið.
          Aðstoð við vímuefnaneytendur og aðstandendur þeirra. Til deildarinnar leita einstaklingar vegna vímuefnavanda og óska eftir leiðbeiningum og aðstoð. Jafnframt er fylgst með öllum sem gista í fangageymslu eða koma við sögu lögreglu vegna vímuefnaneyslu. Reynt er að veita þeim aðstoð eins og hægt er og koma þeim til meðferðar á viðeigandi staði, svo sem á meðferðarstofnun eða geðdeild.
          Tölfræðilegar rannsóknir, samantekt á greinargerðum um ýmsa þætti löggæslu, ársskýrsla lögreglunnar í Reykjavík og fleira.
          Fíkniefnafræðsla þar sem lögreglumaður fer og fræðir fólk um skaðsemi fíkniefna, hegðun fólks undir áhrifum og hvað hægt er að gera fyrir einstakling sem er í neyslu. Markmiðið með þessari fræðslu er að veita almenningi upplýsingar og gera hann betur í stakk búinn til að bera kennsl á fíkniefni og einkenni neyslu og veita ráðgjöf um það hvernig bregðast skuli við ef neyslu verður vart.
    Á undanförnum árum hafa tölfræðirannsóknir á afbrotum verið að aukast enda mikilvægt að auka skilning lögreglu á því umhverfi sem hún starfar í og þróa áfram þau verkefni sem henni ber að sinna. Rannsóknir eru mikilvægt hjálpargagn sem lögreglan þarf að nýta sér og nota í auknum mæli. Hún þarf að fylgjast með þróun mála, fá upplýsingar og vinna út frá þeim.
    Í þessu sambandi er rétt að nefna að á vormánuðum 2001 var gerð viðamikil skýrsla hjá forvarna- og fræðsludeild lögreglustjórans í Reykjavík. Skýrslan heitir Afbrot og öryggi en hana unnu þær Margrét L. Guðmundsdóttir, nemi við Háskóla Íslands, og Rannveig Þórisdóttir, deildarsérfræðingur hjá forvarna- og fræðsludeild. Skýrslan hefur að geyma góðar hverfaskiptar upplýsingar frá fólki í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós.
    Lögreglumennirnir í deildinni halda oft erindi í skólunum, en samvinna milli starfsfólks skólanna og lögreglunnar hefur gengið mjög vel í öllum hverfum. Þar er rætt við unglingana um sakavottorð, sakhæfi, útivistartímann, eignaspjöll ýmiss konar og fleira. Eins er oft rætt um það sem miður fer í hverfinu. Sem dæmi má nefna veggjakrot, fíkniefnaneyslu, sniff, einelti, eignaspjöll og fleira sem upp getur komið á hverjum tíma fyrir sig.

Fræðsla og aðstoð vegna vímuefnavandans.
    Lögreglan í Reykjavík hefur dregið saman helstu verkefni forvarna- og fræðsludeildar í vímuefnamálum að undanförnu og lýsir þeim svo:
    Starfsmenn deildarinnar fylgjast alla daga með komum í fangageymslur lögreglunnar. Rætt er við þá einstaklinga sem oft koma þangað, kannaðar eru aðstæður þeirra og hvort eitthvað sé hægt að gera þeim til hjálpar, svo sem að koma þeim í meðferð eða slíkt. Á árinu 2001 var rætt 723 sinnum við 264 einstaklinga vegna vímuefnavanda þeirra, þar af voru 47 konur. Alls 296 sinnum komu starfsmenn forvarna- og fræðsludeildar þessum einstaklingum til meðferðar á viðeigandi stað, svo sem á meðferðarstofnun eða geðdeild. Árið 2000 var rætt 967 sinnum við 330 einstaklinga, þar af 71 konu, og 288 sinnum aðstoðuðu starfsmenn forvarna- og fræðsludeildar þessa einstaklinga við að komast í meðferð. Mörgum þeirra er komið til meðferðar allt að þrisvar sinnum á ári. Við athugun kom í ljós að ástæður fyrir komu þessa fólks í fangageymslu voru mjög mismunandi. Að mati starfsmanna deildarinnar sem vinna við að aðstoða þetta fólk eiga um 60% þess við áfengisvanda að stríða, um 30% eiga við áfengisvanda og annan vímuefnavanda að stríða og um 10% hópsins eiga við fíkniefnavanda að stríða. Ljóst er að síðastnefndi hópurinn stækkar óðum og verður æ fyrirferðarmeiri í fangageymslum lögreglu. Einnig fer sá hópur stækkandi sem gistir fangageymslur eingöngu vegna geðrænna vandamála.
    Starfsmenn forvarna- og fræðsludeildar hafa unnið að verkefninu Hættu áður en þú byrjar, ásamt Maríta forvarna- og hjálparstarfi og Félagsþjónustunni í Reykjavík. Verkefnið er fíkniefnafræðsla fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla. Fyrirlesarar frá Maríta-hjálparstarfi og lögreglunni heimsækja ungmennin í skólana og einnig eru fundir haldnir með foreldrum þeirra. Á þessum fundum eru ungmennin og foreldrar þeirra frædd um fíkniefnaneyslu og skaðsemi hennar. Allir skólar á löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík hafa verið heimsóttir og margir utan þess. Á árinu 2000 voru alls haldnir 95 fundir á öllu landinu, 53 fyrirlestrar voru haldnir fyrir ungmenni og 27 fyrir foreldra þeirra, 2.949 ungmenni sóttu þessa fyrirlestra og mörg hundruð foreldrar. Á löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík voru haldnir 24 fræðslufundir það ár, 15 fyrir ungmenni og 9 fyrir foreldra. Á árinu 2001 voru alls haldnir 134 fundir á öllu landinu, 82 fyrir ungmenni og 52 fyrir foreldra, 3.566 ungmenni sóttu þessa fyrirlestra og mörg hundruð foreldrar. Á löggæslusvæði lögreglunnar í Reykjavík voru haldnir 62 fræðslufundir árið 2001, 36 fyrirlestrar fyrir ungmenni og 26 fyrir foreldra. Starfsmaður í deildinni sér um framkvæmdastjórn verkefnisins og frá upphafi þess hafa verið haldnir 363 fundir um land allt sem 11.876 ungmenni alls hafa sótt. Ekki hefur verið haldin skrá yfir fjölda foreldra sem sótt hafa fræðsluna en ljóst er að þeir skipta þúsundum.
    Starfsmenn deildarinnar flytja marga fyrirlestra um fíkniefnamál ár hvert fyrir einstaka hópa, svo sem fyrir nemendur vinnuskóla, háskóla, iðnskóla og ökuskóla, svo og fyrir starfsmenn ýmissa fyrirtækja og stofnana, til dæmis starfsfólk slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, slysadeildar, vinalínunnar, öryggisfyrirtækja, skipafélaga og fleiri. Mörg undanfarin ár hafa starfsmenn forvarna- og fræðsludeildar haldið uppi fræðslu fyrir 12 ára grunnskólanemendur. Þar er farið nokkuð ítarlega yfir fíkniefnanotkun og skaðsemi hennar. Um 1.100 ungmenni hafa notið hennar ár hvert þannig að ljóst er að tugir þúsunda ungmenna hafa notið þessarar fræðslu frá því að hún var tekin upp. Einnig hafa hverfislögreglumenn verið iðnir við að heimsækja ýmis félagasamtök, svo sem skáta, ungmenni í kirkjulegu starfi, ungliðahreyfingar björgunarsveita og fleiri slíka hópa, og frætt þá um skaðsemi fíkniefna. Starfsmenn deildarinnar hafa í auknum mæli séð um útgáfu og miðlun bæklinga og vefsíðna um fíkniefnamál. Ljóst er því að á hverju ári ná starfsmenn forvarna- og fræðsludeildar lögreglunnar í Reykjavík til mörg þúsund einstaklinga með fræðslu um vímuefnamál.

Tafla 6.6. Hverfastöðvarnar í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík.

Hverfi Hverfastöð Opnunartími Ábyrgðarsvið yfirlögregluþjóns almennrar löggæslu. Hverfastöðvarnar heyra stjórnunarlega undir aðstoðaryfirlögregluþjón forvarna- og fræðsludeildar.
Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós Mosfellsbæ 8.00–16.00
Vesturbær Reykjavíkur og Seltjarnarnes Seltjarnarnesi 10.00–16.00
Breiðholt Breiðholti 8.00–23.00
Grafarvogur Miðgarði Grafarvogi 8.00–16.00
Miðborgarstöð Miðbæ Reykjavíkur 8.00–18.30

Almennt um störf hverfislögreglumanna.
    Hverfislögreglumenn hafa aðsetur á hverfastöðvunum og kappkosta að vera vel kunnugir sínu hverfi og íbúum þess, sérstaklega yngri kynslóðinni og ná yfirleitt góðu sambandi við hana. Þeir hafa til umráða merktan lögreglubíl og vekja því athygli á ferðum sínum um hverfið og heimsóknum í skólana. Þeir fylgjast vel með því sem er að gerast í hverfunum, ekki síst á sviði afbrota.
    Hverfislögreglumennirnir sitja reglulega fundi með fulltrúum skólanna, Félagsþjónustunnar, Barnaverndar og félagsmiðstöðva, þar sem skipst er á upplýsingum, aðallega um mál barna í hverfunum. Einnig taka þeir þátt í starfi hverfasamtaka í sínu hverfi en slík hverfasamtök eru starfandi í meira eða minna mæli í öllum hverfum á svæði lögreglunnar í Reykjavík. Í þessu samstarfi taka þátt fulltrúar skóla, Félagsþjónustu, barnaverndar, félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, skáta, kirkju og fleiri. Þetta samstarf beinist að því að auka samvinnu íbúanna til að bæta ástandið og leysa hvers konar vandamál í hverfunum. Í mörgum hverfanna er haldinn sérstakur hverfisdagur með ýmsum uppákomum. Þar mætir hverfislögreglumaðurinn alltaf með lögreglubílinn og Lúlla löggubangsa sem situr á bílpúða í bílnum til að minna á öryggisbúnað fyrir börn. Spjallað er við börn og fullorðna um útivistartíma, öryggisbúnað fyrir börn og fleira. Af hverfasamtökunum má nefna Grósku í Grafarvogi, Betra líf í Bústaðahverfi, Vesturbær, bærinn okkar í Vesturbæ, Forvarnafélagið Samtaka og Betri borg.
    Hverfislögreglumennirnir eru í góðu sambandi við foreldrafélögin, stuðla að því að foreldrarölt sé í gangi og reyna að fylgjast með því. Þeir fylgjast með útivistartíma barna og hópasöfnun í sínum hverfum. Þeir sinna einnig málum sem upp koma vegna eineltis, sniffs og öðrum slíkum vandamálum meðal ungmenna, fræða nemendur um þau í skólunum og vinna að lausn þeirra í samvinnu við skóla, fagaðila og foreldra. Hverfislögreglumennirnir sjá um rannsóknir mála ósakhæfra barna í sínu hverfi og aðstoða rannsóknardeildir í öðrum málum og geta oft upplýst mál vegna tengsla sinna í hverfunum og þekkingar á þeim. Aðalbrotin í þessum málum eru eignaspjöll, innbrot og minniháttar þjófnaðir, hnupl, einelti, íkveikjur, akstur án ökuleyfis og minniháttar líkamsárásir.
    Hverfislögreglumennirnir eiga að vera sex en nú vantar lögreglumann í Árbæjarhverfi, þannig að þeir eru fimm sem stendur.

Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós.
    Hverfislögreglumaðurinn í Mosfellsbæ hóf störf í maí árið 2000 og hefur aðstöðu á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ. Árið 2001 var foreldrarölt í Mosfellsbænum en það hefur fallið niður í ár og er það miður en hverfislögreglumaðurinn mun gera það sem hann getur til að endurvekja það.
    Sem dæmi um starf þessa hverfislögreglumanns má nefna að fjögurra ára gamall bruni á Kjalarnesi upplýstist ekki alls fyrir löngu. Upplýsingarnar fékk lögreglumaðurinn í spjalli við unglinga í hverfinu. Einnig upplýsti hann stórfelld eignaspjöll sem unnin voru á vinnuvél í byrjun janúar en hún stóð mannlaus í nágrenni við Klébergsskóla.

Vesturbær og Seltjarnarnes.
    Hverfislögreglumaðurinn í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi hóf störf árið 1995 og hefur aðstöðu á lögreglustöðinni á Seltjarnarnesi.
    Hverfislögreglumaðurinn hefur um nokkurra mánaða skeið leyst af lögreglufulltrúa í forvarna- og fræðsludeild en er væntanlegur aftur til starfa í hverfið í byrjun apríl næstkomandi. Samt sem áður hefur hann setið fundi er tengjast Vesturbænum og rannsakað einstök mál ósakhæfra barna og þannig viðhaldið tengslum við íbúa hverfisins. Ástæða þessarar afleysingar lögreglufulltrúans er að aðstoðaryfirlögregluþjónn forvarna- og fræðsludeildar stundar um þessar mundir nám við lögregluháskóla bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um stjórnun innan lögreglu. Það nám mun án nokkurs vafa nýtast lögreglunni á Íslandi vel.

Breiðholt.
    Um árabil hefur verið starfandi hverfislögreglumaður í Breiðholti með aðsetur á lögreglustöðinni í hverfinu.
    Foreldrarölt hefur ávallt verið mjög virkt í Breiðholti og hefur ótvírætt sýnt ágæti sitt hvað varðar eftirlit með unglingum. Foreldrarnir stoppa hjá unglingunum og ræða við þá um daginn og veginn, hringja í lögregluna ef þau sjá áfengi á krökkunum og fleira. Þó hefur árið í ár ekki farið af stað eins og menn vildu sjá, þ.e. foreldrarnir hafa ekki verið nógu duglegir að mæta á röltið í sínum hverfum.

Árbær.
    Hverfislögreglumaðurinn í Árbæ er með aðsetur á Breiðholtsstöðinni en gott samstarf hefur verið milli lögreglumanna þessara hverfa.
    Paradísardalur er heiti á dal sem er rétt ofan við Rauðavatn og nokkuð frá íbúðarbyggð. Þar hafa unglingar safnast saman á vorin, sérstaklega í kringum samræmdu prófin. Hverfislögreglumaðurinn hefur skipulagt sérstakt eftirlit þarna og hefur tekist að halda ástandi í þokkalegu horfi.
    Hverfislögreglumenn í Austurbæ og Breiðholti sinna þessu hverfi eftir föngum meðan ekki tekst að fá hverfislögreglumann fyrir hverfið.

Grafarvogur.
    Lögreglustöðin er í húsakynnum Miðgarðs, sem er fjölskylduþjónusta í Grafarvogi, og var opnuð árið 1997. Í fyrstu var einn lögreglumaður þar með aðsetur (þá var lögreglustöðin í Hverafold) en í maí árið 2000 flutti lögreglustöðin í Langarima.
    Þar sem lögreglustöðin er í húsnæði Miðgarðs nýta starfsmenn sér mikla nánd við ýmsa sérfræðinga, en þarna starfa sálfræðingar, félagsfræðingar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfar, leikskólakennarar og fleiri. Allt þetta starfsfólk vinnur saman að því að þjóna Grafarvogsbúum sem best. Haldnir eru fundir og málin eru rædd um leið og þau koma upp. Teymisvinna er fyrir hvert hverfi innan Grafarvogs. Grafarvogur býður upp á möguleika á því að þróa fyrirmyndarsamfélag á sviði uppeldis- og velferðarmála.
    Í Miðgarði er tilraunaverkefni um forvarnir sem nefnist Hringurinn í gangi til eins árs. Starfið byggist á samvinnu gerenda, þolenda og samfélagsins í afbrotamálum ósakhæfra barna í Grafarvogi. Þetta er samvinnuverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs.
    Lögð er áhersla á að taka skemmdaverk og þjófnaði fyrir vegna þess að það eru þeir brotaflokkar sem hafa reynst algengastir hjá börnum í Grafarvogi á undanförnum árum. Tilraunaverkefnið hefur aðeins verið í gangi í sjö mánuði og því ekki komin mjög mikil reynsla á það.

Miðborgin.
    Lögreglumennirnir á miðborgarstöð annast göngueftirlit um miðborgina og nágrenni hennar. Einn starfsmaðurinn hefur aðalstarf sitt við óskilamunadeild lögreglunnar, sem er í Borgartúni. Þessir menn sjá einnig um öryggisgæslu við Stjórnarráðið, Alþingi, umferðarstjórn og eftirlit með bílastæðum við Dómkirkjuna þegar fjölmennar athafnir eru þar. Þeir koma við á vínveitingastöðunum í miðborginni og kanna ástand gesta og gangandi, kanna spila- og leiktækjastaði, athuga aldur gesta og fleira.
    Síðast en ekki síst ganga þeir um varðsvæði sitt með viðkomu á Lækjartorgi, biðskýli strætisvagnanna þar sem þeir kanna ástandið og gera viðeigandi ráðstafanir þegar það á við.
    Nokkur erill er ávallt á lögreglustöðinni af fólki sem vill ráðfæra sig við lögregluna um eitt og annað.

Austurbær Reykjavíkur.
    Í febrúar síðastliðnum kom nýr hverfislögreglumaður til starfa og mun hann sinna Austurbæ Reykjavíkur, vestan Breiðholtshverfa og austan Kringlumýrarbrautar. Hann verður með aðsetur í forvarna- og fræðsludeild og í sérstöku sambandi við lögreglumennina sem skráðir eru í Bústaðahverfi. Hann mun fylgjast með starfi þeirra og veita aðstoð en þannig er vonast eftir auknum árangri í því hverfi. Þessi hverfislögreglumaður mun að öðru leyti sinna hefðbundnum störfum hverfislögreglumanna í sínu hverfi.

Bústaðahverfi.
    Í október 1998 hófst tilraun með nýtt form hverfislöggæslu þar sem leitast var við að tengja saman almenna löggæslu og hverfalöggæslu. Um var að ræða samstarfsverkefni lögreglunnar í Reykjavík og Reykjavíkurborgar og náði verkefnið til svæðisins sem takmarkast af Fossvogi, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Miklubraut. Verkefnið fólst í því að tveir lögreglumenn af hverri vakt (vaktirnar eru fimm) í almennri deild lögreglunnar sinntu hverfinu þannig að lögreglumenn einbeittu sér að þessu svæði á öllum tímum sólarhrings.
    Vegna samdráttar hjá embættinu voru ekki tök á því að fylgja verkefninu eftir með þeim hætti sem upphaflega var ætlað. Verkefninu hefur samt sem áður verið haldið áfram eins og mögulegt hefur verið. Ákveðnir menn hafa verið skráðir á hverri vakt á svæðið og eru þeir með síma sem íbúar geta hringt í.

Umdæmi lögreglustjórans í Hafnarfirði og Garðabæ.
Garðabær.
    Í Garðabæ er lögregluvarðstofa. Varðstofan er í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld, skóla, Félagsþjónustuna og félagsmiðstöðina. Samstarfið hefur oftar en ekki leitt til þess að afbrot og önnur mál sem tengjast börnum og ungmennum hafa fengið góðan framgang og verið upplýst í mörgum tilfellum. Góð samvinna margra aðila hefur mikið forvarnagildi í þessu samhengi og því mikilvægt að viðhalda slíku samstarfi og efla og styrkja eins og kostur er hverju sinni. Lögreglan fundar reglulega með fulltrúum skólanna, Félagsþjónustunnar og forstöðumönnum æskulýðsmiðstöðvanna í umdæminu, þar sem farið er yfir fíkniefnamál, mál sem tengjast skemmdarverkum, útivistartíma ungmenna o.fl. Til stendur að efla enn frekar þetta samstarf.
    Lögreglan heimsækir unglingadeildir í skólum umdæmisins og fjallar þar um vímuefnavarnir og hættur sem fylgja notkun fíkniefna. Einnig er umferðarfræðslu sinnt í skólunum og undanfarin ár hefur verið haldin svonefnd umferðarvika þar sem farið var í alla grunnskóla í Hafnarfirði og Bessastaðahreppi og talað um umferðarmál.
    Lögreglan sækir marga fundi með foreldrum barna í skólum þar sem fjallað er um vímuefnamál og vímuefnavarnir, útivistartíma og margt fleira. Eitt hverfafélag er starfrækt í Setbergs- og Mosahlíð í Hafnarfirði, en þar er skipulögð nágrannavarsla og er hverfið merkt sem slíkt. Lögreglan hefur átt gott samstarf við félagið.

Umdæmi lögreglustjórans í Kópavogi.
    Ekki er sérstakur hverfalögreglumaður í Kópavogi, en engu að síður er ýmsum verkefnum haldið úti sem falla undir þetta hugtak, svo sem samstarfi við stofnanir ríkis og bæjar og félagasamtök. Má þá telja upp forvarnastarf vegna fíkniefna við grunnskólana og foreldrafélög þeim tengd, þátttöku lögreglu í forvarnanefnd vegna vímuvarna, samstarf við félagsmálayfirvöld á ýmsum sviðum, þ.m.t. barnaverndaryfirvöld. Til stendur að taka upp enn frekara samstarf við bæjaryfirvöld í forvarnamálum. Einnig má nefna umferðarfræðslu í skólum. Aldraðir hafa verið heimsóttir og til þeirra dreift límmiðum með helstu neyðarsímanúmerum og endurskinsmerkjum. Þá hafa grunnskólanemar verið teknir í starfskynningar og tekið á móti hópum barna frá leikskólum. Ekki er starfandi sérstök forvarnadeild hjá lögreglunni í Kópavogi en lögreglumenn sem hafa nokkra sérhæfingu í málaflokkum þessu tengdum hafa séð um fræðslu og samskipti í þessum efnum.

     7.      Hve margir hafa starfað að fíkniefnamálum á landinu öllu annars vegar og við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hins vegar árlega sl. fimm ár? Óskað er eftir að fram komi ef fjölgun við fíkniefnadeildina í Reykjavík er fengin með flutningi frá öðru verksviði eða deild lögreglunnar og hvort þær stöður hafi verið mannaðar aftur.

7.1. Fíkniefnalögreglumenn.
    Fyrirkomulag löggæslunnar í fíkniefnamálum byggist m.a. á því að sérstakir rannsóknarlögreglumenn hafa verið skipaðir eða settir við átta embætti lögreglustjóra utan Reykjavíkur: í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, á Selfossi, Seyðisfirði, Akureyri, Ísafirði og Sauðárkróki. Hjá fíkniefnastofu ríkislögreglustjórans var fjölgað um eina stöðu. Þá hefur stöðum fíkniefnalögreglumanna í Reykjavík verið fjölgað. Enn fremur ber að nefna að komið hefur verið upp fíkniefnaleitarhundum á landsbyggðinni. Fíkniefnalöggæslan á landinu hefur þannig verið efld verulega á undanförnum árum.

Tafla 7.1. Fíkniefnalögreglumenn og leitarhundar lögreglu.

Umdæmi 1997 1998 1999 2000 2001 Til skýringar
Reykjavík – ÁFD 11 11 11 11 16 Auk þess sem fíkniefnalögreglumönnum hefur fjölgað sinnir almenna lögreglan afskiptum af fíkniefnamálum. Þá hefur fíkniefnahundum verið fjölgað. Tveir leitarhundar eru í Reykjavík.
Annars staðar 3 4 5 7 8
Landið allt 14 15 16 18 24
Fíkniefnaleitarhundar 2 2 4 4 7
Samtals 16 17 20 22 31
Heimildir: Lögreglustjórinn í Reykjavík um Reykjavík og fíkniefnastofa ríkislögreglustjórans um landið allt og fíkniefnaleitarhunda

7.2. Almennar upplýsingar.
    Rétt er að vekja athygli á því að í töflu 7.1 eru einungis tilgreindir þeir sem hafa stöðu sérstaks fíkniefnalögreglumanns eða eru umsjónarmenn fíkniefnaleitarhunda. Öll lögregluembættin halda úti eftirliti með fíkniefnum, enda miðast kennsla í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins við að allir útskrifaðir lögreglumenn séu þjálfaðir til að sinna fíkniefnarannsóknum. Hlutverk fíkniefnalögreglumanna er einnig að virkja aðra lögreglumenn í forvörnum og aðgerðum í fíkniefnamálum. Þannig stofnast mörg fíkniefnamál vegna frumkvæðis almennra lögreglumanna.
    Á árinu 1999 gaf ríkislögreglustjórinn út reglur um samræmdar aðgerðir lögreglu í fíkniefnamálum. Einhver mikilvægasti þátturinn í starfi fíkniefnalöggæslu er upplýsingar og hafa lögregluliðin á suðvesturhorninu tekið mið af því. Þannig hafa lögregluembættin í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Keflavíkurflugvelli og á Selfossi náið samstarf sem önnur embætti tengjast, svo sem Akranes, Borgarnes og Hvolsvöllur.
    Fíkniefnastofa ríkislögreglustjórans heldur utan um þetta samstarf og kallar hópinn saman í þeim tilgangi að:
          fara yfir þær upplýsingar sem fyrir liggja um fíkniefnabrot og tengd brot,
          safna og miðla upplýsingum um virka brotamenn,
          skipuleggja sameiginlegar aðgerðir, í samráði við viðkomandi lögreglustjóra,
          efla afbrotavarnir í fíkniefnabrotum og tengdum brotum.

7.3. Reykjavík.
    Eftirfarandi upplýsingar eru frá lögreglustjóranum í Reykjavík:
    Ávana- og fíkniefnadeildin í Reykjavík fer með rannsókn fíkniefnamála. Auk þess sinnir upplýsinga- og eftirlitsdeild verkefnum fyrir fíkniefnadeild eins og aðrar deildir. Um mitt ár 2000 voru deildirnar færðar undir eina stjórn með það að markmiði að efla fíkniefnarannsóknir. Í ávana- og fíkniefnadeild hafa undanfarin ár verið 11 stöður og eru þær allar mannaðar.
    Hinn 1. apríl 2001 var bætt við fimm stöðum rannsóknarlögreglumanna í ávana- og fíkniefnadeild, m.a. til að sinna götueftirliti. Um er að ræða nýjar stöður og fékkst fyrir þeim sérstök fjárveiting. Þessar stöður voru auglýstar lausar til umsóknar og í þær völdust lögreglumenn úr almennu deildinni en þaðan koma jafnan þeir sem veljast í stöður rannsóknarlögreglumanna. Stöður í almennu deildinni sem losnuðu voru síðan mannaðar aftur eftir því sem tækifæri gafst, m.a. að teknu tilliti til framboðs á menntuðum lögreglumönnum.
    Í upplýsinga- og eftirlitsdeild voru um 10 manns frá 1. júlí 1997 fram á árið 2001. Vegna skorts á rannsóknarlögreglumönnum í öðrum deildum og vegna hagræðingaraðgerða var fækkað í deildinni tímabundið frá miðju ári 2001, eða úr 10 í þrjár stöður þegar fæst var. Um síðustu áramót var fjölgað í deildinni að nýju og gert er ráð fyrir að hún verði mönnuð a.m.k. átta mönnum um mitt ár 2002, en fjórir rannsóknarlögreglumenn eru um þessar mundir í launalausu leyfi.
    Frá árinu 1996 hafa óeinkennisklæddir lögreglumenn á vöktunum sinnt fíkniefnaeftirliti í umdæmi lögreglustjórans í Reykjavík.

     8.      Hve margir rannsóknarlögreglumenn starfa nú við rannsókn brotamála, skipt eftir brotaflokkum, og hver hefur árlegur fjöldi mála á þessu sviði verið sl. fimm ár? Hve langur tími leið að meðaltali á árinu 1995 annars vegar og árinu 2000 hins vegar frá kæru mála þar til rannsókn hófst? Hversu mörg mál liggja fyrir nú sem kært hefur verið í, en rannsókn ekki hafin á?

8.1. Almennar upplýsingar.
    Hafa verður í huga að fleiri en rannsóknarlögreglumenn sinna rannsóknum opinberra mála, svo sem almennir lögreglumenn, varðstjórar og aðrir yfirmenn. Þá er fjöldi brota mjög mismunandi eftir umdæmum.
    Lögregluskóli ríkisins kennir lögreglumönnum ýmis grundvallaratriði í rannsókn mála og almennur lögreglumaður á að vera til þess hæfur að sinna minniháttar rannsóknum. Auk þess koma að málunum löglærðir fulltrúar lögregluembættanna. Þá hefur embætti ríkislögreglustjóra sérstaka stoðdeild sem þjónar lögregluliðunum við alvarlegri rannsóknir, eða veitir ráðgjöf eða fyrirgreiðslu eftir atvikum. Einnig ber að hafa í huga hlutverk ríkissaksóknara, sem fer með yfirstjórn rannsókna í landinu, svo sem í atriðum er lúta að leiðbeiningum, reglum og rannsóknarfyrirmælum og eftirlitsskyldu með framgangi rannsókna.
    Um stjórn lögreglurannsókna og samvinnu lögreglustjóra við rannsóknir opinberra mála gildir reglugerð nr. 396, frá 27. júní 1997. Þar kemur fram að lögregla annist rannsókn brota í samráði við ákærendur. Til ákærenda teljast lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri, og löglærðir fulltrúar þeirra sem þeir fela flutning mála. Enn fremur segir að ákærendur skuli sjá til þess að rannsókn fari fram í samræmi við lög og reglur. Þeir geta gefið lögreglu fyrirmæli um framkvæmd rannsóknar.
    Þá er áréttað að skv. b- og e-lið 2. mgr. 5. gr. lögreglulaga ber ríkislögreglustjóra að veita lögreglustjórum aðstoð við rannsókn alvarlegra brota. Einnig er gert ráð fyrir því að embættið veiti aðstoð við rannsókn brots þótt það sé ekki sérstaklega alvarlegt ef lögregluembættið þar sem brotið var framið er fáliðað eða málið krefst sérþekkingar og sérstakrar rannsóknarreynslu. Hlutaðeigandi lögreglustjóri fer í slíkum tilvikum með stjórn lögreglurannsóknar. Þannig geta lögregluembættin fengið aðstoð og notið sérfræðiþekkingar sem þau þurfa á að halda hverju sinni.
    Sérhæfing innan lögregluliðanna við rannsókn mála er ekki almenn, nema á stærri stöðunum, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjöldi brota er miklu meiri en annars staðar. Þá skipta lögreglumenn sums staðar með sér bakvöktum vegna mála sem upp koma. Annars sinna vakthafandi lögreglumenn þeim og þurfa þar af leiðandi að vera hæfir til að takast á við tilfallandi rannsóknir. Þá fara rannsóknir fram undir stjórn löglærðra fulltrúa lögreglustjóra og þegar um er að ræða rannsókn sem heimamenn eru óvanir að fást við er greiður aðgangur að aðstoð frá nágrannaumdæmi eða ríkislögreglustjóranum eins og tíundað er hér að framan.

8.2. Fjöldi lögreglumanna sem vinna að rannsókn mála.

Tafla 8.1. Fjöldi lögreglumanna sem vinna að rannsóknum
mála á Íslandi eftir stöðuheitum.

Fjöldi Skýring
Yfirlögregluþjónar 1 Hjá minni embættunum er það oftast vakthafandi varðstjóri eða lögreglumaður sem sinnir rannsóknum sem upp koma hverju sinni. Hjá þeim embættum eru mál ekki það mörg að þau kalli á starfsmenn sem sinna rannsóknum eingöngu. Hjá stærri umdæmunum, svo sem í Reykjavík, sinna almennir lögreglumenn einnig rannsóknarverkefnum sem upp koma á vöktum, t.d. umferðarlagabrotum og ýmsum minni háttar brotum sem fara þaðan beint til lögfræðideildar til sektarákvörðunar eða annarrar afgreiðslu. Við stærri atburði, svo sem vegna öryggisgæslu, koma þeir sem hafa rannsóknir með höndum einnig til aðstoðar.
Aðstoðaryfirlögregluþjónar 7
Lögreglufulltrúar 31
Aðalvarðstjórar 1
Rannsóknarlögreglumenn 86
Varðstjórar/aðstoðarvarðstj. 8
Almennir lögreglumenn 10
Samtals 144
Heimildir: Lögreglustjórar, hver í sínu umdæmi.

8.3. Skipt eftir málaflokkum í Reykjavík.

Tafla 8.2. Fjöldi lögreglumanna eftir deildum.

Reykjavík – rannsóknardeild
Yfirlögregluþjónn
4 aðstoðaryfirlögregluþjónar
11 lögreglufulltrúar
65 rannsóknarlögreglumenn
Lögreglumenn 81
Lögfræðingar 13
Auk rannsóknarlögreglumanna í rannsóknardeild eru rannsóknarlögreglumenn í almennri deild. Má þar nefna lögreglumenn á vöktunum, sem sinna vettvangsrannsóknum umferðarslysa, starfsmann forvarna- og fræðsludeildar og einnig eru rannsóknarlögreglumenn í sektar- og fyrirkallsdeild.
Rannsóknardeildinni er skipt í fjórar megindeildir eftir málaflokkum; auðgunarbrot, brot gegn lífi og líkama, fíkniefnabrot og sérrefsilagabrot. Aðstoðaryfirlögregluþjónar og lögreglufulltrúar forgangsraða málum hver í sinni deild. Auk rannsóknardeildar fara lögreglumenn í almennri deild með frumrannsóknir umferðarlagabrota og ýmissa minni háttar brota sem fara þaðan beint til lögfræðideildar til sektarákvörðunar eða annarrar afgreiðslu. Milli löglærðra fulltrúa er verkaskipting að 1–2 sinna sérstaklega hverjum málaflokki. Rannsóknardeildinni er skipt í níu undirdeildir, sem eru:
Auðgunarbrot (20)
Ofbeldisbrot (12)
Kærumóttaka (2)
Upplýsinga- og eftirlitsdeild (10)
Fíkniefna- og munavarsla (1)
Fíkniefnabrot (16)
Sérrefsilagabrot (6)
Tæknideild (6)
Útlendingaeftirlit (3)
Stöður þessar hafa ekki í öllum tilvikum verið mannaðar að fullu. Frekari upplýsingar um þetta koma fram í 7. kafla.

8.4. Fjöldi mála síðustu fimm árin.

Tafla 8.3. Fjöldi brota 1997–2001.

Brotaflokkar 1997 1998 1999 2000 2001 Fleiri viðfangsefni geta komið til rannsóknar en afbrot, svo sem rannsókn voveiflegra dauðsfalla, slysa og bruna. Önnur þurfa ekki að sæta sérstakri rannsókn, svo sem mörg umferðarlagabrotin.
Umferðarlagabrot 46.487 63.023 62.739 66.814 66.153
Önnur brot 21.909 22.356 23.991 24.851 24.259
Brot samtals 68.396 85.379 86.730 91.665 90.412
Heimildir: Ársskýrslur ríkislögreglustjórans/málaskrá lögreglu (bráðabirgðatölur fyrir 2001).

8.5. Meðaltími frá kæru máls til upphafs rannsóknar.
    Vegna spurningar um hve langur tími hafi liðið að meðaltali á árinu 1995 annars vegar og árinu 2000 hins vegar frá kæru máls þar til rannsókn hófst verður að taka mið af því að samræmd og miðlæg kæruskráning var ekki til staðar fyrir öll lögregluembættin fyrr en eftir að embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Tölur fyrir árið 1995 sýna þannig ekki brot allra lögregluumdæma.

Tafla 8.4. Fjöldi daga frá kæru til upphafs rannsóknar árin 1995 og 2000.

1995 2000
Dagar frá kæru til upphafs rannsóknar Fjöldi brota % Fjöldi brota %
Samdægurs 424 5,4 904 5,9
Einn dagur 516 6,6 1525 9,9
Tveir dagar 340 4,3 1168 7,6
Þrír dagar 283 3,6 860 5,6
Fjórir dagar 227 2,9 650 4,2
Fimm dagar 155 2,0 535 3,5
Sex dagar 204 2,6 474 3,1
Sjö dagar 151 1,9 301 2,0
Átta dagar 135 1,7 300 1,9
Níu dagar 91 1,2 364 2,4
Tíu dagar 95 1,2 220 1,4
11–19 dagar 631 8,0 1623 10,5
20–29 dagar 447 5,7 1374 8,9
Meira en mánuður 4.141 52,8 5.111 33,2
Samtals 7.840 100,0 15.409 100,0
Meðaltal 74 dagar 41 dagur

    Í töflu 8.4 kemur fram að meðalfjöldi daga frá kæru til upphafs rannsóknar hefur styst mjög mikið milli þessara ára, eða úr 74 dögum árið 1995 í 41 dag árið 2000. Þetta kemur jafnframt fram á mynd 8.1 þar sem sjá má að árið 1995 voru samtals 16% brota komin í rannsókn eftir tvo daga en árið 2000 var sambærilegt hlutfall komið í 23%. Hafa verður í huga varðandi meðaltal að mál sem rannsókn er ekki hafin í fyrr en löngu seinna skekkja mjög myndina. Þetta hefur sérstaklega mikil áhrif hér þar sem skoðaður er tími frá kæru til rannsóknar fyrir brot en ekki mál, en mörg brot geta verið í hverju máli.


Mynd 8.1. Hlutfall brota eftir því hversu margir dagar
líða frá kæru til rannsóknar, 1995 og 2000.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Nauðsynlegt er að skoða fjölda brota og málshraða, frá kæru máls til upphafs rannsóknar, fyrir fleiri ár en 1995–2000. Þetta má sjá í töflu 8.5 sem sýnir hlutfallslegan fjölda daganna sem liðu frá kæru til rannsóknar brota. Þar kemur fram að árið 1995 voru 27% brota komin í rannsókn innan við viku frá kæru en voru tæplega 40% árið 2000. Af þessu má með einföldum hætti sjá að málshraði og afköst lögreglu hafa aukist umtalsvert á liðnum árum.
    Hluti brota fer í rannsókn, en önnur í annan farveg, svo sem sektarinnheimtu. Það er hlutverk yfirmanna að skoða og leggja mat á málin og tryggja framgang þeirra. Þá getur mál sem hefur t.d. verið lagt til hliðar tekið nýja stefnu og farið í rannsókn vegna nýrra upplýsinga eða breyttra aðstæðna.

Tafla 8.5. Hlutfall brota miðað við dagafjölda frá kæru til
upphafs rannsóknar á tímabilinu 1995–2001.

Uppsöfnuð tíðni – % 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001
Í rannsókn samdægurs 5,4 4,2 7,7 7,2 7,3 5,9 5,5
Einn dagur 12,0 11,1 22,1 21,8 20,3 15,8 14,8
Tveir dagar 16,3 18,2 31,4 31,5 28,8 23,3 22,2
Þrír dagar 19,9 24,0 37,9 38,3 35,0 28,9 28,2
Fjórir dagar 22,8 28,9 42,0 42,7 39,3 33,1 33,1
Fimm dagar 24,8 33,0 45,5 45,9 42,7 36,6 36,8
Sex dagar 27,4 36,4 48,6 49,0 45,9 39,7 39,8
Sjö dagar 29,3 39,7 51,3 51,0 48,2 41,6 42,4
Átta dagar 31,1 42,8 53,1 52,8 50,4 43,6 44,7
Níu dagar 32,2 45,0 54,7 54,6 52,5 46,0 46,7
Tíu dagar 33,4 47,0 55,9 56,3 54,3 47,4 48,6
11–19 dagar 41,5 60,7 66,2 66,1 64,9 57,9 59,5
20–29 dagar 47,2 72,3 73,9 74,2 73,5 66,8 68,3
Tveir mánuðir 59,7 84,5 84,9 84,6 83,8 79,9 81,6
Þrír mánuðir 74,1 87,8 88,4 90,0 88,6 86,7 88,4
Fjórir mánuðir 83,9 89,8 90,3 92,8 92,0 90,3 93,4
Fimm mánuðir 88,2 91,5 91,5 94,8 94,4 93,1 95,9
Sex mánuðir 90,3 92,4 92,9 96,0 96,8 95,0 97,5
Sjö mánuðir 92,3 93,7 93,9 96,8 97,9 96,3 98,2
7–12 mánuðir 96,4 98,3 98,5 99,1 99,4 98,9 99,9
12–18 mánuðir 98,7 99,5 99,5 99,7 99,9 99,7 100,0
18–24 mánuðir 99,5 99,8 99,8 99,9 99,9 100,0
Meira en 24 mánuðir 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0

8.6. Fjöldi mála sem nú liggja fyrir og kært hefur verið í, en rannsókn er ekki hafin.

Tafla 8.6. Fjöldi óúthlutaðra mála eftir lögregluembættum.

Embætti Fjöldi Skýring
Hafnarfjörður 167 Hjá öðrum embættum en hér eru talin er engum málum óúthlutað.
Keflavík 257
Kópavogur 170
Reykjavík 855
Ríkislögreglustjórinn 92
Selfoss 8
Samtals 1.549
Heimildir: Byggt er á svörum lögreglustjóranna.

Frekari upplýsingar.
Lögreglustjórinn í Hafnarfirði.
    Í rannsóknardeildinni eru nú skráð 167 mál sem bíða úthlutunar. Málum er forgangsraðað þannig að mál er varða börn og unglinga, kynferðisafbrot, líkamsárásir og innbrot og þjófnaðir ganga fyrir öðrum málum í rannsóknardeildinni.

Lögreglustjórinn í Keflavík.
    Á yfirlitinu kemur fram að skráð eru 257 mál sem bíða rannsóknar en í rannsókn hjá deildinni eru 368 mál.

Lögreglustjórinn í Kópavogi.
    Samtals 170 málum hefur ekki verið úthlutað til rannsóknarlögreglumanna og þannig má telja að rannsókn á þeim sé ekki formlega hafin.

Lögreglustjórinn í Reykjavík.
    Samkvæmt málaskrá fyrir árið 2001 voru alls 13.400 mál kærð til lögreglunnar í Reykjavík og auk þess rúmlega 17.600 umferðarmál, en allt í allt voru bókuð 32.446 mál og verkefni í málaskrá. Umferðarmálin eru afgreidd með sektarboðum og sektargerðum af lögfræðideild en meiri hluti annarra mála fer til rannsóknardeildar. Til skýringar má taka fram að mál eru misjöfn að umfangi og misjafnt hversu mikil rannsókn fer fram í þeim.
    Á hverjum tíma eru því mörg mál til meðferðar í einu og á mismunandi stigum. Reynt er að raða ákveðnum málum í forgang á meðan önnur þola einhverja bið. Þegar mikið liggur fyrir ber við að deildir hafi ekki undan að afgreiða mál jafnhratt og æskilegt væri. Reglulega er fylgst með fjölda mála og mánaðarlega er prentað út yfirlit um fjölda þeirra mála sem til meðferðar eru.
    Staðan í rannsóknardeild embættisins í lok janúar sl. var sem hér segir:
          Mál til rannsóknar hjá rannsóknardeild voru 683.
          Mál hjá rannsóknardeild sem biðu úthlutunar voru 855, eða 55,6% málanna.
          Samtals voru því 1.538 mál til meðferðar hjá rannsóknardeild embættisins. Það er svipaður fjöldi og verið hefur að undanförnu en hefur þó farið minnkandi síðustu mánuðina.
Ríkislögreglustjórinn.
    Þau mál sem hér um ræðir eru hjá efnahagsbrotadeild. Í deildinni hefur verið viðvarandi álag. Nánari upplýsingar um starfsemi deildarinnar koma fram í 13. kafla.

Lögreglustjórinn á Selfossi.
    Af 157 málum sem skráð eru í rannsókn eru átta mál þar sem formleg rannsókn er ekki hafin.

8.7. Fjöldi og hlutfall óúthlutaðra mála hjá RLR í apríl 1997.

Tafla 8.7. Samanburðartölur frá tíð Rannsóknarlögreglu ríkisins.

Brotaflokkar Óúthlutað Í rannsókn Samtals Hlutfall óúthlutaðra
Brot gegn lífi og líkama 19 64 83 22,9% Hér eru til fróðleiks tölulegar upplýsingar um fjölda og hlutfall óúthlutaðra mála hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 23. apríl 1997.
Fjársvik og skjalafals 319 135 454 70,3%
Innbrot, þjófnaðir, tékkafals 221 120 341 64,8%
Skatta- og efnahagsbrot 111 44 155 71,6%
Ýmis mál 46 52 98 46,9%
Samtals 716 415 1.131 63,3%
Heimild: Listi yfirlögregluþjóns RLR, dags. 23. apríl 1997.

     9.      Hver hefur fjöldi yfirvinnustunda og kostnaður vegna yfirvinnu verið við almenna löggæslu í Reykjavík árlega sl. fimm ár og hver voru meðalbrúttólaun almenns löggæslumanns á árinu 1995 annars vegar og á árinu 2001 hins vegar á sambærilegu verðlagi?

9.1. Yfirvinna og meðalbrúttólaun.
    Uppbyggingu launabókhalds var í verulegum atriðum breytt árið 1999 þannig að laun voru mun betur sundurliðuð á mismunandi deildir og einingar en áður. Af þeim sökum er samanburður frá fyrri árum mjög erfiður innan almennu deildarinnar. Einungis er því tekin saman yfirvinna árin 1999–2001 í almennri löggæslu. Margt hefur breyst síðustu árin í rekstri og umfangi embættisins. Þannig færðist sérsveitin frá embættinu til ríkislögreglustjóra í ársbyrjun 1999, 15 stöður færðust til ríkislögreglustjóra um mitt ár 2000 vegna fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar og ökuritaeftirlit, sem embættið sinnti að hluta, færðist til ríkislögreglustjóra árið 2000. Yfirvinna minnkaði að sjálfsögðu við þessar breytingar. Hins vegar er ljóst að yfirvinna hefur minnkað verulega hjá embættinu síðustu árin. Þannig var heildarfjöldi yfirvinnutíma hjá embættinu 268.691 klst. árið 1998, 233.937 klst. árið 1999 og 217.714 klst. árið 2000. Um mitt ár 2001 var hluti af yfirvinnu færður inn í fastakaup lögreglumanna og því eru tölur um fjölda yfirvinnutíma ekki sambærilegar (felldir voru niður ferða- og kaffitímar sem fóru inn í föstu launin og fækkuðu yfirvinnutímum frá þeim tíma um 20% en það hefur ekki áhrif á vinnuframlag). Þá er yfirvinna fangavarða færð með yfirvinnu almennrar löggæslu að hluta til árið 2001 en ekki hin árin. Það hefur þó óveruleg áhrif á samanburð milli ára.
    Kostnaður við yfirvinnu skýrist af töxtum annars vegar og fjölda yfirvinnutíma hins vegar. Launatengd gjöld eru reiknuð með kostnaði en þó ekki orlof vegna yfirvinnu. Þá ber að geta þess að í ársbyrjun 2000 hækkuðu laun lögreglumanna afturvirkt um það bil tvö ár aftur í tímann og gjaldfærðist þessi leiðrétting öll á árið 1999. Kostnaður á því ári er því óvenjumikill og ekki samanburðarhæfur við önnur ár.

Tafla 9.1. Þróun yfirvinnu.

1999 2000 2001
Fjöldi yfirvinnustunda – almenn löggæsla 120.044 118.672 101.300
Kostnaður við yfirvinnu – almenn löggæsla (þús. kr.) 209.821 188.630 184.288
Heimild: Lögreglustjórinn í Reykjavík.

    Fram kemur í svari starfsmannaskrifstofu að á miðju síðasta ári hafi verið undirritaður nýr kjarasamningur við Landssamband lögreglumanna og í kjölfarið verið hætt að halda utan um starfsheiti í launavinnslukerfinu. Því er einungis hægt að spyrjast þar fyrir um brúttólaun á starfsheiti til loka síðasta kjarasamnings, það er til 30. júní 2001, eftir það er eingöngu haldið utan um starfsheiti hjá hverju embætti fyrir sig. Samanburðurinn miðast því við starfsheitið,,lögreglumaður“ hjá lögreglustjóranum í Reykjavík á tímabilinu janúar–júní 1995 og janúar–júní 2001.

Tafla 9.2. Meðalbrúttólaun almenns löggæslumanns í Reykjavík.

1995 2001
Meðaltal janúar–júní á verðlagi hvors árs 175.413 224.876
Vísitala neysluverðs í júní 172,3 212,6
Meðalbrúttólaun janúar–júní 2001 á verðlagi í júní 1995 182.249
Hækkun brúttólauna frá janúar–júní 1995 til janúar–júní 2001 umfram vísitölu neyslu 3,9%
Heimild: Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins.

     10.      Hver hefur verið fjöldi eftirfarandi brota sl. fimm ár:
              a.      alvarlegra líkamsárása,
              b.      auðgunarbrota,
              c.      kynferðisbrota,
              d.      fíkniefnabrota (innflutningur og neysla),
              e.      áfengislagabrota,
              f.      umferðarlagabrota?


10.1. Afbrot og afbrotaþróun.

Tafla 10.1. Fjöldi brota í nokkrum brotaflokkum 1997–2001.

Landið allt 1997 1998 1999 2000 2001
a. Líkamsmeiðingar meiri (218.2) 37 44 58 59 67
Manndrápstilraunir 2 0 2 0 5
Manndráp (211) 2 0 2 5 1
b. Auðgunarbrot 8.318 8.123 10.040 10.482 10.477
c. Kynferðisbrot 193 171 230 228 263
d. Fíkniefnabrot 662 713 962 781 909
e. Áfengislagabrot 2.788 2.588 2.297 2.665 2.224
f. Umferðarlagabrot 46.487 63.023 62.739 66.814 66.153
Heimildir: Ársskýrsla ríkislögreglustjórans/málaskrá lögreglu (tölur ársins 2001 eru bráðabirgðatölur).
Hafa ber í huga að árið 1998 er fyrsta árið þar sem gögn frá öllum lögregluembættum eru í miðlægu málaskrárkerfi.

Alvarlegar líkamsárásir.
    Ekki er að sjá að tilkynningum um líkamsárásir hafi fjölgað hér á landi á árabilinu 1998– 2001. Samkvæmt bráðabirgðatölum úr skrám lögreglu var fjöldi tilvika 1392 árið 1998 en 1424 árið 2001. Í Læknablaðinu árið 1994 er birt faraldsfræðileg athugun í Reykjavík á ofbeldisáverkum. Þar er yfirlit yfir fjölda þeirra sem skráðir voru á slysadeild Borgarspítalans (nú slysa- og bráðamóttaka Landspítala – háskólasjúkrahúss) á árabilinu 1974–1991. Af þeim tölum má sjá að komum á slysa- og bráðamóttöku hefur ekki fjölgað á tímabilinu sé tillit tekið til íbúafjölda á höfðuborgarsvæðinu á sama tíma. Sama niðurstaða kemur í ljós ef tölur frá árunum 1997–2000 eru skoðaðar. Í manndrápsmálunum er sama uppi á teningnum, þar er fjöldinn sveiflukenndur, en þegar tekin eru saman nokkur ár í senn kemur í ljós að málum hefur ekki fjölgað síðustu tvo áratugina.

Tafla 10.2. Komur á slysa- og bráðamóttöku vegna ofbeldisáverka.

Slysa- og bráðamóttaka
(ofbeldisáverkar – þriggja ára tímabil)
Fjöldi
sjúklinga
1974–1976 3.221 Tölur í þessu yfirliti taka ekki mið af hlutfalli af fjölda íbúa, heldur er þetta heildarfjöldi þeirra sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku. Þessar tölur taka því aðallega til höfuðborgarsvæðisins. Ef þær eru skoðaðar í ljósi aukins íbúafjölda á tímabilinu er ekki að sjá mikla breytingu frá fyrsta til síðasta tímabils.
1977–1979 3.607
1980–1982 2.518
1983–1985 2.710
1986–1988 3.185
1989–1991 3.832
1997–2000 (miðast við mitt ár og þrjú ár) 4.129
Heimildir: Læknablaðið 1994:80 fyrir árin 1974–1991 og gögn fengin frá slysa- og bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss fyrir árin 1997–2000.

Tafla 10.3. Fjöldi manndrápa í samanburði milli tímabila.

Manndráp
(211. gr. hgl. – fimm ára tímabil)
Fjöldi
tilvika
1977–1981 10 Við athugun á alvarlegri ofbeldisbrotum, svo sem manndrápum, þarf að skoða tíðni brotanna á lengra tímaskeiði, þar sem fjöldi þeirra getur verið 0–5 á ári. Mál sem leitt hafa til sýknu eru ekki tekin með í töflunni. Öll mál eru hins vegar talin í töflu 10.1, sem byggist á málaskrá lögreglu.
1987–1991 8
1997–2001 9
Heimildir: Þórir Oddsson, samantekt manndrápa fram til 1997, málaskrá lögreglu o.fl.

    Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórarnir gerðu á síðasta ári ítarlega athugun á ýmsum atriðum allra tilkynntra líkamsárása hjá lögreglu fyrir árið 1999. Í skýrslunni koma fram mjög gagnlegar upplýsingar. Þá var til samanburðar byggt á tölum frá slysa- og bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss. Hæst tíðni brota er að næturlagi um helgar. Í því sambandi má nefna að ef heildarmeðaltal er einungis miðað við þriðjudaga fækkar brotunum um 65%. Skýrsluna er að finna á heimasíðu lögreglunnar www.logreglan.is undir heitinu Skýrslur og samantektir. Þá stóð forvarna- og fræðsludeild lögreglustjórans í Reykjavík á síðasta ári að mikilvægri rannsókn um afbrot og öryggi. Í þeirri rannsókn kom fram að flestir nefndu flokkinn ofbeldi/líkamsárásir þegar spurt var hvert væri mesta vandamálið, eða 41% þeirra sem tóku afstöðu.
    Þannig má segja að lögreglan hafi unnið mikilvægar rannsóknir, sem nýta má til markvissra aðgerða gegn ofbeldisbrotum.

Auðgunarbrot.
    Auðgunarbrot eru stærsti einstaki brotaflokkurinn, að umferðarlagabrotunum undanskildum, eða 43% allra tilkynntra brota annarra en umferðarlagabrota. Auðgunarbrot tengjast oft neyslu vímuefna. Lögregluyfirvöldum er þetta vel ljóst og m.a. hefur samstarfshópur í fíkniefnamálum á Suðvesturlandi, sem heldur reglulega samráðsfundi, miðlað sín í milli upplýsingum um virka brotamenn. Að undanförnu hefur staðið yfir athugun hjá fíkniefnastofu ríkislögreglustjórans á kærðum auðgunarbrotum nokkur ár aftur í tímann til að fá frekari upplýsingar sem að gagni mega koma til að sporna við þessum brotum.
    Tilkynningum um auðgunarbrot fjölgaði töluvert á milli áranna 1998 og 1999. Í ársskýrslu embættisins vegna ársins 1999 er m.a. vakin athygli á fjölda tilkynninga um þjófnaði á GSM-farsímum. Þá hefur aukið samstarf við verslanir leitt til fjölgunar þjófnaðartilkynninga en þeim verslunum sem kæra alla þjófnaði hefur fjölgað á undanförnum árum. Í ljósi þessara þátta er varasamt að draga þá ályktun að fjölgun auðgunarbrota byggist eingöngu á fjölgun brota í samfélaginu heldur virðist fleira koma þar til.

Kynferðisbrot.
    Kynferðisbrotunum er skipt í marga brotaflokka. Þar má nefna nauðgun, misneytingu, áreitni, mök við börn eða unglinga yngri en 14 ára, blygðunarsemisbrot, útbreiðslu kláms o.fl. Mörg alvarlegustu brotin eiga sér stað í heimahúsum og þar sem samkvæmi fara fram, oft þekkjast fórnarlambið og árásarmaðurinn og algengt er að áfengi hafi verið haft um hönd. Fullyrða má að mörg tilvikin eru ekki kærð til lögreglu og eru margar skýringar á því. Fjöldi kærðra brota, eða töluleg þróun þeirra, þarf því ekki endilega að segja til um hvort brotum hafi fjölgað eða fækkað. Benda má á að sum brotin eru kærð mörgum árum eftir atburðinn og margt hefur áhrif á það hvort þolandinn kærir eða ekki, m.a. viðhorf þolandans til réttarvörslukerfisins. Aukin opinber umræða getur einnig haft áhrif í þessum efnum auk þess sem bætt aðgengi að lögreglu og heilsugæslu fjölgar tilkynningum.

Tafla 10.4. Yfirlit kynferðisbrotamála síðustu þrjú árin.

1999 2000 2001*
Nauðgun (194) 48 36 50
Ólögmæt nauðung (195) 0 4 4
Misneyting (andlegir annmarkar, rænuleysi) (196) 19 17 31
Misneyting (varúðarákv., trúnaðarbrot) (197) 10 13 5
Misneyting, kynmök (frekleg misn. aðstöðu) (198.1) 0 1 0
Önnur kynferðisáreitni (198.2) 10 12 11
Sifjaspell (200.1) 3 4 3
Sifjaspell/önnur kynferðisleg áreitni (200.2) 3 10 4
Sifjaspell/kynmök systkina (200.3) 1 1 1
Mök við börn uppalanda (201.1) 3 3 8
Önnur kynferðisleg áreitni við börn uppalanda (201.2) 0 5 4
Mök við yngri en 14 ára (202.1.1) 9 18 22
Mök við 14–16 ára (202.2) 5 5 4
Brot gegn yngri en 14 ára (202.1.2) 8 20 17
Gáleysi skv. 201 og 202 (204) 1 1 0
Hagnýting vændis (206.2) 2 0 0
Ginning yngri en 18 ára til lauslætis (206.3) 1 0 0
Blygðunarsemisbrot (209) 49 33 43
Klám á prenti (210.1) 0 2 1
Útbreiðsla kláms (210.2) 6 7 8
Varsla á barnaklámi (210.4) 7 4 9
Kynferðisbrot – annað 45 32 38
Kynferðisbrot samtals 230 228 263
*Tölur fyrir árið 2001 eru bráðabirgðatölur.


    Í mars 2001 skipaði ríkissaksóknari starfshóp til þess að fara yfir nauðgunarmál sem kærð voru 1997–2001. Saksóknari hjá embættinu stýrir starfi vinnuhópsins sem í eru fulltrúar frá ríkislögreglustjóranum, lögreglunni í Reykjavík og Lögregluskóla ríkisins. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu um meðferð nauðgunarmála hjá lögreglu og ákæruvaldi.

Umferðarlagabrot og fíkniefnamál.
    Kærur um brot berast með mismunandi hætti. Kærur vegna umferðarlagabrota og fíkniefnabrota berast að stærstum hluta að frumkvæði lögreglunnar og tollgæslunnar hvað varðar fíkniefnamál. Meira magn fíkniefna hefur verið gert upptækt og fíkniefnamálum hefur fjölgað í kjölfar öflugri aðgerða lögreglu og tollgæslu. Aukin áhersla lögreglu á umferðargæslu hefur einnig leitt til þess að kærum hefur fjölgað. Þetta er þannig árangur aukinna löggæsluaðgerða en ekki afleiðing löggæsluleysis eins og kannski má skilja af greinargerð þingmannanna í skýrslubeiðni. Þá ber að nefna að á síðustu árum hefur umferðareftirlit verið eflt með tilkomu umferðardeildar ríkislögreglustjórans og samstarfs hennar við Vegagerðina, auk þess sem eftirlit með löggæslumyndavélum hefur skilað góðum árangri.
    Í greinargerð með beiðni um skýrslu þessa er fjallað um fjölda lögreglumanna í Reykjavík sem sagt er að hafi fækkað mjög á umliðnum árum. Skýrslubeiðendur vitna til ársskýrslu lögreglunnar í Reykjavík fyrir árið 2000 og upplýsinga um þróun afbrota, m.a. að innflutningur fíkniefna hafi aukist um 52% á milli ára. Ekki er vitað hvernig þetta hlutfall er fundið út. Hið rétta er að magn amfetamíns sem lagt var hald á árið 2000 jókst um helming frá árinu áður og magn e-taflna þrefaldaðist. Hins vegar var lagt hald á minna af kannabisefnum. Aukning haldlagðra e-taflna skýrist m.a. af því að í einu máli á Keflavíkurflugvelli var lagt hald á um 14.000 töflur. Málið sætti rannsókn hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli og kom ekki til kasta lögreglunnar í Reykjavík. Efnið var ekki ætlað á markað hér á landi heldur hugðist smyglarinn millilenda hér á leið sinni til Bandaríkjanna.
    Fráleitt er að tengja auknar aðgerðir í umferðar- og fíkniefnamálum við skort á lögreglumönnum í Reykjavík, með því er hlutunum snúið við.

Áfengislagabrot.
    Fjöldi áfengislagabrota er breytilegur en samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2001 hefur kærum fækkað nokkuð. Stærsti flokkur áfengislagabrota er ölvun á almannafæri en fjöldi slíkra brota hefur verið breytilegur undanfarin ár. Meginskýringin á því er sú að þessi málaflokkur byggist mikið á frumkvæðisvinnu lögreglu og ber því frekar keim af breytilegum áherslum í starfi lögreglu en raunverulegri tíðni alvarlegrar ölvunar á almannafæri. Þannig getur aukið eftirlit með útivist ungmenna skilað sér í fjölgun brota vegna ölvunar á almannafæri.

Samanburður við önnur lönd.
    Í töflu 10.5 er sýndur heildarfjöldi brota sem komu til kasta lögreglu í Finnlandi og Íslandi á árinu 1999. Þar sést að hlutfall umferðarlagabrota á Íslandi er miklu hærra en í Finnlandi og á það einnig við annars staðar á Norðurlöndum. Sérstaða afbrota á Íslandi miðað við Finnland er að á Íslandi eru flest skráð afbrot hjá lögreglu umferðarlagabrot sem rekja má til frumkvæðisvinnu lögreglunnar og áherslu yfirvalda á umferðaröryggi.

Tafla 10.5. Samanburður milli Íslands og Finnlands.

Öll brot Umferðarlagabrot % Önnur brot % Önnur brot en umferðarlagabrot
Finnland 742.088 137.399 19 604.689 81 11.633 brot á hverja 100.000 íbúa
Ísland 86.730 62.739 72 23.991 28 8.716 brot á hverja 100.000 íbúa


    Athyglisvert er jafnframt að bera saman tíðni hegningarlagabrota milli höfuðborganna á Norðurlöndunum. Í eftirfarandi töflu má sjá að tíðni hegningarlagabrota árið 2000 er lægst í Reykjavík, um 9.000 brot á hverja 100.000 íbúa, en brotin eru rúmlega 15–16 þús. á hverja 100.000 íbúa í öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum.

Tafla 10.6. Fjöldi skráðra hegningarlagabrota á hverja
100.000 íbúa í höfuðborgum Norðurlanda árið 2000.

Borg Hegningarlagabrot
Reykjavík 9.012
Stokkhólmur 15.854
Helsinki 16.284
Ósló 15.960*
Kaupmannahöfn 15.087     
* Tölum fyrir Ósló er skipt upp í lögbrot og minni háttar afbrot og því ekki víst að þær byggist á sömu skilgreiningu og aðrar tölur.
Heimildir: Hagstofur í Finnlandi og í Noregi, Afbrotavarnaráðið í Svíþjóð og ríkislögreglustjórinn í Danmörku.

Skýrsla Interpol árið 1999 og fleira.
Þjófnaðir (öll brot).
    Samkvæmt skýrslu Interpol fyrir árið 1999 kemur fram að í Danmörku voru þjófnaðarbrot 7.688 á hverja 100.000 íbúa, 4.577 í Noregi, 2.619 í Finnlandi og 3.375 á Íslandi. Tölur frá Svíþjóð liggja ekki fyrir. Í sambandi við tölur frá Finnlandi þarf að taka mið af því að ekki voru gefnar upp til Interpol tölur um minni háttar þjófnaðarbrot fyrir árið 1999. Ef þau eru tekin með hækkar tíðnin í Finnlandi í 3.551. Einn brotaflokkur, sem ekki verða gerð skil hér, er mikið vandamál víða, svo sem á Norðurlöndum, en það eru bílþjófnaðir. Hér á landi eru þeir fátíðir, enda oftast um nytjastuld að ræða, en ekki þjófnað. Þá eru rán hlutfallslega fátíð hér á landi samanborið við hin ríki Norðurlanda þótt þeim hafi fjölgað á síðustu árum.

Alvarlegar árásir.
    Árið 1999 var skráð hjá lögreglu á Íslandi 21 alvarleg líkamsárás á hverja 100.000 íbúa. Hlutfallið var svipað árið 2000. Til samanburðar, samkvæmt skýrslu Interpol, var hlutfallið 163 í Frakklandi, 140 í Þýskalandi, 66 í Noregi, 35 í Finnlandi og 21 í Danmörku.
    Þessi brot á hverja 100.000 íbúa á árinu 2000 annars staðar á Norðurlöndum voru 38 í Finnlandi, 44 í Svíþjóð og 24 í Danmörku. Tíðni þessara brota hefur aukist í Finnlandi og Danmörku. Tölur fyrir árið 1999 í Svíþjóð eru ekki í skýrslu Interpol. Þá liggja ekki fyrir tölur fyrir Noreg vegna ársins 2000.
    Þó svo að taka verði slíkum samanburði með fyrirvara vegna mismunandi túlkunar á alvarleika brota og flokkun eftir lagaákvæðum eru þetta tölur sem notaðar eru í alþjóðlegum samanburði á stöðu og þróun þessara brota. Þá er rétt að taka einnig mið af því að hlutfall manndrápa á Íslandi miðað við íbúafjölda er langt undir meðaltali.

Nauðganir.
    Tölur samkvæmt skýrslu Interpol um heildarfjölda kynferðisbrota virðast ekki allskostar áreiðanlegar þar sem ekki liggur fyrir hvort skilgreining þeirra sé samræmd. Tíðni nauðgunarmála á Íslandi er há miðað við önnur lönd, trúlega vegna þess að þau eru frekar tilkynnt þar en annars staðar, sem meðal annars má rekja til bættrar stöðu brotaþola hér á landi og fleiri þátta. Við samanburð á tölum milli landa vekur athygli að í sumum löndum eru manndráp miklu algengari en nauðganir og kann það að benda til þess að stór hluti nauðgana í þessum löndum sé ekki kærður.

Fíkniefnavandinn.
    Ljóst er að vandi nágrannaþjóða okkar vegna ólöglegra fíkniefna er meiri en Íslendinga. Má í því sambandi benda á að árið 2001 voru 338 dauðsföll í Noregi rakin beint til fíkniefnaneyslu. Er þetta meiri fjöldi slíkra dauðsfalla en nokkru sinni fyrr.

Nánari upplýsingar um stöðu mála og þróun afbrota á Íslandi.

Mynd 10.1. Tíðni brota í hverju umdæmi samkvæmt málaskrá 2000.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



    Árið 2000 var hlutfall umferðarlagabrota af heildarfjölda brota 73% en hlutfallið er mismunandi eftir embættum eins og fram kemur á mynd 10.1. Mál sem umferðardeild ríkislögreglustjórans stofnar til eru skráð á embætti þess umdæmis þar sem brot var framið.

Tafla 10.7. Fjöldi lögreglumanna í janúar 2001 borið saman við fjölda brota
og verkefna samkvæmt málaskrá lögreglu árið 2000.

Fjöldi brota og verkefna lögreglu árið 2000
Fjöldi brota og verkefna á hvern lögreglumann

Embætti
Fjöldi lögreglumanna
Brot

Verkefni

Samtals

Brot
Umferðarmál sem hlutfall allra brota
Verkefni

Samtals
Akranes 11 1.315 178 1.493 119,5 78,7% 16,2 135,7
Akureyri 31,3 7.144 866 8.010 228,2 79,9% 27,7 255,9
Blönduós 6 2.723 86 2.809 453,8 96,8% 14,3 468,2
Bolungarvík 3 206 43 249 68,7 66,5% 14,3 83
Borgarnes 5,5 1.639 173 1.812 298 89,9% 31,5 329,5
Búðardalur 1 62 56 118 62 79,0% 56 118
Eskifjörður 7,3 801 194 995 109,7 73,3% 26,6 136,3
Hafnarfjörður 39 8.791 1.116 9.907 225,4 77,6% 28,6 254
Hólmavík 2 365 7 372 182,5 94,8% 3,5 186
Húsavík 9,6 713 149 862 74,3 84,4% 15,5 89,8
Hvolsvöllur 4 1.136 197 1.333 284 87,9% 49,3 333,3
Höfn 3,3 272 107 379 82,4 51,1% 32,4 114,8
Ísafjörður 12 1.296 208 1.504 108 76,1% 17,3 125,3
Keflavík 34,9 6.191 839 7.030 177,4 78,0% 24 201,4
Kópavogur 25,5 6.171 664 6.835 242 73,1% 26 268
Ólafsfjörður 2 195 59 254 97,5 70,3% 29,5 127
Patreksfjörður 4 261 64 325 65,3 58,2% 16 81,3
Reykjavík 267,8 41.256 6.145 47.401 154,1 66,1% 22,9 177
Sauðárkrókur 8,7 999 121 1.120 114,8 80,9% 13,9 128,7
Selfoss 24,3 4.574 665 5.239 188,2 80,8% 27,4 215,6
Seyðisfjörður 6,7 741 85 826 110,6 82,6% 12,7 123,3
Siglufjörður 3,9 173 40 213 44,4 71,1% 10,3 54,6
Stykkishólmur 9 932 197 1.129 103,6 84,2% 21,9 125,4
Vestmannaeyjar 12,5 1.135 232 1.367 90,8 57,0% 18,6 109,4
Vík 3 382 43 425 127,3 94,2% 14,3 141,7
Heimildir: Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytis varðandi fjölda lögreglumanna. Ársskýrsla ríkislögreglustjórans 2000 vegna fjölda brota og verkefna samkvæmt málaskrá.

    Tafla 10.7 sýnir fjölda verkefna og brota á hvern lögreglumann skipt eftir embættum. Brot og verkefni á hvern lögreglumann eru flest á Blöndósi en fæst á Siglufirði. Í Reykjavík voru 177 brot og verkefni á hvern lögreglumann árið 2000 sem er svipað og meðaltal landsins í heild. Í töflunni eru ótalin ýmis verkefni sem ekki eru skráð í málaskrá.


Mynd 10.2. Innbyrðis hlutfall brota árið 2000, að undanskildum
umferðarmálum, eftir umdæmum og brotaflokkum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Mynd 10.2 sýnir innbyrðis hlutfall brota fyrir landið allt samkvæmt málaskrá árið 2000. Tæplega helmingur brota, annarra en umferðarmála, er auðgunarbrot, þar næst í röðinni koma eignaspjöll og svo áfengislagabrot. Kynferðisbrot og líkamsmeiðingar eru saman undir heitinu Brot gegn lífi og líkama. Keflavíkurflugvöllur og embætti ríkislögreglustjóra eru ekki tekin með á myndum 10.1 og 10.2 og í töflu 10.7. Heildarfjöldi brota byggist hins vegar á öllum brotum.

     11.      Hver var beinn kostnaður vegna eignatjóns í umferðinni árin 1990, 1995 og 2001?

1. Kostnaður vegna eignatjóns í umferðinni.
    Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman umbeðnar upplýsingar og gefur einnig eftirfarandi skýringar.
    Fjármálaeftirlitið hefur gögn frá íslenskum vátryggingafélögum um þær tvær vátryggingagreinar sem bæta eignatjón í umferðinni. Lögboðin ábyrgðartrygging ökutækja bætir bæði eigna- og líkamstjón, en sundurliðun í þá tjónaflokka hófst 1995 í reglubundinni skýrslugjöf vátryggingafélaga til Fjármálaeftirlitsins. Frjálsar ökutækjatryggingar, þ.e. húftryggingar og framrúðutryggingar, bæta eingöngu eignatjón. Auk þess eignatjóns, sem bætt er af vátryggingafélögum, bera eigendur skemmdra ökutækja sjálfir umtalsvert tjón vegna sjálfsáhættu í frjálsum ökutækjatryggingum og vegna þess að mörg ökutæki eru ekki húftryggð. Eigið tjón eigenda skemmdra ökutækja hefur ekki verið áætlað.
    Upplýsingar um árið 1990 eru, eins og áður segir, minna sundurliðaðar en þær nýrri. Uppgjör ársins 2001 liggur ekki fyrir, en nýjustu handbærar tölur eru sýndar í eftirfarandi töflu. Tölurnar eru byggðar á gögnum stóru vátryggingafélaganna þriggja og hækkaðar upp í samræmi við hlutdeild þeirra í heildartjóni til þess að fá mat á heildartölum. Allar tölur eru í milljónum króna á verðlagi 1. janúar 2001.

Tafla 11.1. Beinn kostnaður vegna eignatjóns á árunum 1990, 1995 og 2000.

Tjónaár Munatjón bætt úr ábyrgðartryggingum ökutækja Tjón bætt úr frjálsum ökutækjatryggingum Eignatjón í umferðinni bætt af vátryggingafélögum
1990 953
1995 1.664 949 2.613
2000 2.348 2.022 4.370
Heimildir: Fjármálaeftirlitið.

     12.      Hve mikil raunaukning hefur orðið á fjármunum sem varið hefur verið árlega frá árinu 1995 til 2002 til beinna aðgerða og forvarna gegn fíkniefnum? Óskað er nákvæmrar sundurliðunar á raunaukningu framlaga til einstakra þátta og skilgreiningar á því ef um tilfærslu hefur verið að ræða frá öðrum verkefnum, t.d. á sviði rannsókna eða annarra löggæsluþátta.

    Frá árinu 1995–2002 hefur eftirfarandi raunaukning orðið á fjárveitingum til lögreglu vegna beinna aðgerða og forvarna gegn fíkniefnum:

Fjárlög 1997 – 35 millj. kr.
    Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum bættist við nýtt viðfangsefni á fjárlögum 1997; átak í löggæslu vegna fíkniefnamála. Veitt var 35 millj. kr. í verkefnið og gerð framkvæmdaáætlun um nýtingu fjárveitingarinnar. Fíkniefnalögreglumönnum var í kjölfarið fjölgað um þrjá hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og um einn hjá embættunum á Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði og Sauðárkróki auk þess sem átak var gert í tækjakaupum. Jafnframt var bætt við lögreglumanni á fíkniefnastofu ríkislögreglustjóra. Gerð var sérstök starfslýsing fyrir fíkniefnalögreglumenn á landsbyggðinni, þar sem m.a. var lögð áhersla á að störf þeirra yrðu sýnileg, t.d. með forvarna- og fræðslustörfum, og að þeir sinntu verkefnum hver í sínum landsfjórðungi.

Fjárlög 2000 – 36 millj. kr.
    Á fjárlögum árið 2000 var bætt við þremur nýjum fíkniefnalögreglumönnum hjá embættunum á Selfossi, Keflavík og Kópavogi, samtals 12 millj. kr. Með þessari fjölgun fíkniefnalögreglumanna var að því stefnt að efla skipulegt samstarf sem komið var á laggirnar af hálfu ríkislögreglustjóra með lögregluliðunum á suðvesturhorni landsins í baráttunni gegn fíkniefnum.
    Jafnframt var bætt við einum starfsmanni hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra vegna verkefna sem tengjast rannsóknum á fíkniefnabrotum, 4 millj. kr.
    Að síðustu var bætt við fimm lögreglumönnum í Reykjavík, en stöðurnar voru samkvæmt fjárlögum ætlaðar til fíkniefnalöggæslu, aukins götueftirlits, grenndarlöggæslu og til að efla samstarf við nágrannaumdæmi.

Fjárlög 2001 – 50 millj. kr.
    Á fjárlögum 2001 var í fyrsta lagi settur á laggirnar sjóður, 20 millj. kr., til þess að mæta sérstökum kostnaði við rannsóknir meiri háttar fíkniefnamála. Var þetta gert á grundvelli reynslu síðustu ára, þar sem oft hafði komið til óvæntra útgjalda vegna rannsókna stærstu málanna. Má í því sambandi nefna að á fjáraukalögum fyrir árið 1999 voru veittar 14,6 millj. kr. aukalega til lögreglustjórans í Reykjavík af þessum ástæðum og 8,6 millj. kr. til embættis ríkislögreglustjóra.
    Í öðru lagi voru veittar 5 millj. kr. til þess að koma rekstri sporhunda og fíkniefnaleitarhunda á varanlegan grundvöll.
    Í þriðja lagi var 25 millj. kr. varið til að efla löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum, einkum á sviði fíkniefnalöggæslu. Bætt var við fimm lögreglumönnum hjá lögreglustjóranum í Reykjavík til að sinna fíkniefnalöggæslu og einum í Hafnarfirði.
    Hér hefur einungis verið talin upp varanleg raunhækkun á framlögum til beinna aðgerða og forvarna gegn fíkniefnum, en samtals er hér um að ræða 121 millj. kr. frá árinu 1997. Ekki er um það að ræða að þessar fjárveitingar hafi verið fluttar frá öðrum verkefnum, hvorki á sviði lögreglurannsókna eða annarra löggæsluþátta. Þá er ótalin aukning sem orðið hefur á sama tíma á fjárveitingum til tollgæslu í aðgerðir gegn innflutningi fíkniefna. Jafnframt eru hér ekki taldar tímabundnar fjárveitingar vegna námskeiða og sérstakrar þjálfunar, tækjakaupa eða sérstakar fjárveitingar vegna umfangsmikilla rannsókna. Umræddir fjármunir skila sér hins vegar varanlega til fíkniefnalöggæslu í landinu í formi betri tækjabúnaðar og hæfari lögreglumanna. Að síðustu skal nefnt að aukning á framlögum til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal vegna fíkniefnalöggæslu, er ekki talin með.

     13.      Hver var áætlaður kostnaður við embætti ríkislögreglustjóra við stofnun embættisins 1997 og hvernig hefur hann þróast fram til þessa árs? Hver hefur orðið árleg þróun á fjölda starfsmanna frá stofnun embættisins, skipt eftir undirmönnum annars vegar og stjórnendum hins vegar?

13.1. Almennar upplýsingar.
Starfsmannafjöldi í upphafi.
    Í september 1996 skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að undirbúna gildistöku lögreglulaga, nr. 90/1996, og lög um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála. Í október 1996 var í nefndinni lögð fram áætlun um starfsmannafjölda við embætti ríkislögreglustjóra sem gerði ráð fyrir 31 starfsmanni, þar af 16 lögreglumönnum. Áætlanir í mars 1997 gerðu ráð fyrir 19 lögreglumönnum, fjórum lögfræðingum, þremur skrifstofumönnum og endurskoðanda í hlutastarfi, auk vaktmanna og starfsfólks í mötuneyti, samtals 32 starfsmönnum. Fjöldi starfsmanna byggðist ekki á endanlegri starfsmannaþörf hjá ríkislögreglustjóranum heldur var að mestu byggt á stöðufjölda hjá rannsóknarlögreglu ríkisins og einni stöðu yfirlögregluþjóns í dómsmálaráðuneytinu, sem skipt var á milli ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranna í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður 1. júlí 1997. Þannig var í upphafi gengið út frá 31–32 starfsmönnum við stofnun embættisins.
    Í drögum að skipuriti ríkislögreglustjórans í mars 1997 má sjá að sumir þættir voru vanáætlaðir, t.d. tölvumál, búnaðar- og fatamál, starfsmannamál, tölfræði o.fl. Við stofnun embættisins var fjölgað um tvo lögreglumenn frá því sem áætlun gerði ráð fyrir, þ.e. um aðstoðaryfirlögregluþjón og lögreglufulltrúa, en fækkað var vaktmönnum. Alls voru 32 starfsmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra 1. júlí 1997, þar af 21 lögreglumaður. Þessu til viðmiðunar skal þess getið að alls voru 44 stöður lögreglumanna hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Við það bættust síðan starfsmenn útlendingaeftirlitsins.

Starfsmannafjöldi nú að frátöldum nýjum verkefnum.
    Nú má segja að 34 starfsmenn sinni þeim viðfangsefnum sem 32 gerðu í upphafi. Alls 24 lögreglumenn starfa við þessi grunnviðfangsefni og hefur þeim fjölgað um þrjá frá upphafi. Aðrir lögreglumenn sinna nýjum viðfangsefnum. Þannig er ljóst að umfangsmikil viðfangsefni fluttust frá Rannsóknarlögreglu ríkisins til ríkislögreglustjórans 1. júlí 1997.

Starfsmannafjöldi nú að meðtöldum nýjum verkefnum.
    Í áætlun ársins 2002 er gert ráð fyrir 73 starfsmönnum við embættið. Vegna nýrra viðfangsefna er varða SIRENE-skrifstofu, fjarskiptamiðstöð, bílamiðstöð, sérsveit og umferðardeild, hefur starfsmönnum fjölgað um 39. Enn fremur hefur orðið aukning í þeim viðfangsefnum, sem komu frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, eða um fimm menn. Um er að ræða þrjá menn við rannsókn skatta- og efnahagsbrota, eina stöðu í fíkniefnastofu og stöðu yfirlögregluþjóns er færðist frá lögreglustjóranum í Reykjavík. Starfsmönnum annars staðar hjá embættinu hefur aftur á móti verið fækkað, þ.e. í þáttum sem snúa að embættinu sjálfu.
    Aukin starfsemi embættisins stafar fyrst og fremst af verkefnum sem færð hafa verið til ríkislögreglustjóra og varða einkum miðlæga styrkingu og þjónustu við öll 26 lögregluliðin í landinu.

Fjárveitingar í upphafi og hvernig kostnaður hefur þróast
    Upphaflega, þ.e. vegna ársins 1997, var gert ráð fyrir 68,5 millj. kr. til starfseminnar en fjárveitingar til embættisins námu hins vegar 77,9 millj. kr. með tilfærslum. Raunkostnaður varð 5,9 millj. kr. umfram fjárheimildir sem dregnar voru af fjárveitingu ársins 1998. Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður fluttust tilteknir þættir úr starfsemi hennar til ríkislögreglustjórans, svo sem skrifstofuhald, rannsókn skatta- og efnahagsbrota, tæknirannsóknir að hluta, rannsóknaraðstoð, Interpolskrifstofan, starfsmenn í mötuneyti, vaktmenn og rannsóknarnefnd til að bera kennsl á látna menn.
    Þá er spurt um þróun kostnaðar frá upphafi fram til þessa árs. Um svör við því vísast til 14. kafla.

13.2. Skipting viðfangsefna í stórum dráttum eftir mannafla.

Tafla 13.1. Stjórnun, stjórnsýsla og rekstur embættis ríkislögreglustjóra.

10 menn
14%
Þættir sem snúa að embættinu sjálfu hafa dregist saman. Þar má nefna að störf vaktmanna hafa verið lögð niður og sama er að segja um mötuneyti. Yfirstjórn er í höndum ríkislögreglustjóra, vararíkislögreglustjóra og sviðsstjóra. Skrifstofuhald, bókhald og gjaldkerastörf eru í höndum skrifstofustjóra. Þá eru þrír skrifstofumenn, sem m.a. sinna móttöku, símsvörun, málaskráningu, frágangi sektarseðla fyrir öll lögregluembætti landsins og aðstoða við ljósritunarvinnu. Annað starfsfólk er ekki, svo sem ritarar, sendlar eða húsvörður svo dæmi séu tekin. Umbúnaður embættisins er þannig í algjöru lágmarki.
          Ríkislögreglustjóri stýrir embætti ríkislögreglustjóra og fer með málefni lögreglunnar í landinu í umboði dómsmálaráðherra.
Sviðsstjórar hafa, auk fjármála- og rekstrarábyrgðar, með höndum föst viðfangsefni, svo sem:
          Vararíkislögreglustjóri: staðgengill ríkislögreglustjóra, yfirstjórn alþjóðadeildar og skrifstofuhalds embættisins, formennska í PTN-samstarfinu (lögreglu- og tollasamstarf á Norðurlöndum), norrænir samstarfsfundir, ábyrgð á fundarsetu vegna Schengen, lögfræðileg úrlausnarefni, umsagnir fyrir Alþingi o.fl.
          Saksóknari: saksókn í skatta- og efnahagsbrotum, öryggismál ríkisins og erlend samskipti.
          Yfirlögregluþjónar: öryggismál vegna æðstu stjórnar og sendiráða, skipulag öryggisgæsluverkefna og umferðarskipulags, starfsmannamál lögreglunnar, rannsóknaraðstoð, innra eftirlit, ársskýrslugerð, svör við fyrirspurnum, ábyrgð á fundarsetu vegna Schengen-nefnda, erlend tengsl, gerð reglna og leiðbeininga fyrir lögreglu og málefni er varða framgang hennar og uppbyggingu.
Til þessara viðfangsefna fara um 14% vinnuframlagsins, eins og fram kemur hér til hliðar, eða sem svarar til tíu starfsmanna af 73.
25 menn
34%
Sérstök löggæsluverkefni
Fjarskiptamiðstöð fyrir lögregluna í landinu, bílamiðstöð, sérsveit og umferðardeild eru hluti af löggæslu í landinu, en heyra undir ríkislögreglustjórann af hagkvæmnisástæðum og vegna þess að um er að ræða verkefni á landsvísu. Enn fremur falla undir þetta viðfangsefni vegna einkennisfatnaðar og búnaðar lögreglu fyrir öll lögreglulið landsins.
6 menn
8%
Rannsóknaraðstoð
Tæknirannsóknarstofa vinnur að verkefnum fyrir lögregluna í landinu. Þá er lögregluliðunum veitt almenn rannsóknaraðstoð og ríkissaksóknara veitt aðstoð við rannsóknir kærumála á hendur lögreglumönnum. Einnig flokkast seta í nefndum og vinnuhópum um afbrot og í samráðshópi um málefni neyðarmóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss.
9 menn
12%
Rannsókn skatta- og efnahagsbrota – efnahagsbrotadeild
Alls vinna níu manns að rannsókn skatta- og efnahagsbrota. Til viðbótar eru tvær stöður vegna rannsóknaraðstoðar og staða saksóknara, en viðfangsefni þeirra eru tekin með undir öðrum liðum hér að framan. Enn fremur hafa viðfangsefni tengd öryggismálum ríkisins og baráttu gegn skipulagðri brota- og glæpastarfsemi komið sem viðbót við önnur viðfangsefni.
13 menn
18%
Alþjóðadeild
Samtals eru ellefu stöður vegna SIRENE-skrifstofunnar og vegna eftirlits lögreglustjóra með útlendingum, sem yfirvöld ákváðu að fela embættinu. Þá er rétt að nefna PTN-samstarfið.
5 menn
7%
Forvarnir, fíkniefnamál, innra eftirlit, tölfræði og þróun afbrota
Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á afbrotaforvarnir og baráttuna gegn fíkniefnavandanum. Fíkniefnastofa ríkislögreglustjórans gegnir mikilvægu hlutverki í því sambandi. Þá er unnið að upplýsingaöflun varðandi stöðu og þróun afbrota.
2 menn
3%
Leyfisveitingar og alþjóðleg lögreglustörf
Hér er um að ræða ýmis leyfi sem áður voru hjá ráðuneytum fjármála og dómsmála. Þá koma einnig til viðfangsefni vegna lögreglustarfa í alþjóðlegum lögreglusveitum, m.a. vegna starfa íslenskra lögreglumanna að friðargæslu.
3 menn
4%
Tölvudeild
Deildin hefur m.a. með að gera miðlæg landskerfi lögreglunnar, rekstur netþjóns SIRENE-skrifstofunnar og umsjón með net- og símkerfi embættisins.

    Breytingar hafa verið gerðar á rekstrarfyrirkomulagi með það að markmiði að ná fram meiri skilvirkni og minnka kostnað. Þetta hefur skilað sér í því að stærra hlutfall af starfsemi embættisins snýr beint að eflingu lögreglunnar í landinu.
    Helsta breytingin á starfsmannahaldi felst í því að á árunum 1999–2000 voru verkefni á landsvísu og stöðuheimildir færðar til embættisins frá lögreglustjóranum í Reykjavík. Hér er um að ræða sérsveitina, fjarskiptamiðstöðina og bílamiðstöðina. Þá var stofnuð umferðardeild ríkislögreglustjóra sem þjónar öllum lögregluumdæmum landsins, og SIRENE-skrifstofa í tengslum við Schengen-samstarfið en stjórnvöld ákváðu að fela ríkislögreglustjóranum rekstur hennar. Markmið breytinganna er að auka þjónustuna við lögregluembættin og gera rekstur lögreglunnar hagkvæmari. Rekstur embættisins er að meginhluta til viðfangsefni sem með einum eða öðrum hætti varðar aðstoð og þjónustu við lögregluliðin í landinu og uppbyggingu löggæslunnar að öðru leyti. Rekstrarkostnaður embættisins á árunum 1997– 2001 er í heildina innan fjárheimilda. Umfang rekstrarins hefur þannig ekki aukist umfram heimildir Alþingis.

13.3. Helstu viðfangsefni sviða.

Svið 1 Svið 2 Svið 3 Svið 4 Svið 5
Stjórnsýsluverkefni og rekstur, svo sem fjármálastjórn og bókhald, áætlanagerð, skjalavarsla, sektarboð.
Alþjóðasamskipti á sviði löggæslu.
Eftirlit lögreglustjóra með útlendingum.
Landamæraeftirlit.
Lögfræðilegar álitsgerðir og umsagnir.
Öryggismál vegna æðstu stjórnar og sendiráða.
Sérsveit lögreglu og annar vopnaður viðbúnaður.
Lögreglustörf í alþjóðlegum lögreglusveitum.
Umferðardeild.
Leyfisveitingar og skotvopnaskrá lögreglu.
Rekstur bílamiðstöðvar, einkennisfatnaður og búnaður lögreglu.
Lögreglustöðvar og búnaður.
Fjarskiptamiðstöð lögreglu.
Leit og björgun.
Starfsmannamál lögreglu.
Málefni nema í Lögregluskóla ríkisins.
Valnefnd.
Skipulag/uppbygging lögregluliða.
Tölvumál.
Stefnumörkun um landskerfi lögreglu og aðgangsstýringu, umsjón með landskerfum lögreglu og þjón-usta við notendur þeirra.
Innra net ríkislögreglustjórans og heimasíða lögreglunnar.
Tæknirannsóknir, aðstoð við lögregluembættin. Fingrafara- og ljósmyndasafn o.fl.
Rannsóknarnefnd til að bera kennsl á látna menn.
Fíkniefnastofa.
Forvarnir.
Menntun/fræðslumál.
Handbækur og ársskýrsla.
Tölfræðiupplýsingar og útgáfa.
Innra eftirlit.
Rannsókn og saksókn skatta- og efnahagsbrota.
Peningaþvætti og meðferð upplýsinga um fjármuna- og efnahagsbrot.
Rannsókn brota gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum.
Aðstoð við lögreglustjóra við rannsóknir opinberra mála, þ.m.t. tölvubrot.
Öryggismál ríkisins.
Heimildir: Skipurit ríkislögreglustjórans 22. október 2001.

13.4. Stöðuheimildir 1997–2002.

Tafla 13.2. Skipting mannafla.

Stöðuheimildir 1997–2001 1997 1998 1999 2000 2001 Rekstrareining Áætlun 2002
Yfirstjórn
Ríkislögreglustjóri
Svið 1 (vararíkislögreglustjóri)
Svið 2 (yfirlögregluþjónn)
Svið 3 (yfirlögregluþjónn)
Svið 4 (yfirlögregluþjónn)
Svið 5 (saksóknari)
Framkvæmdastjóri
útlendingaeftirlitsins
1. júlí 1997–30. september 1999
6 7 7 6 6 1
1
1
1
1
1
0
Ríkislögreglustjóri
Svið 1
Svið 2
Svið 3
Svið 4
Svið 5
Útlendingaeftirlit
(Fjöldi starfsmanna eftir sviðum er einnig tilgreindur fyrir árin 2001 og 2002 og raðað eftir stöðuheitum)
1
1
1
1
1
1
0
6
Löglærðir fulltrúar
2 2
2 2 2 0
2
Svið 1
Svið 5
0
2
2
Aðstoðaryfirlögregluþjónar


7 8 9 10 10 1
5
1
2
1
Svið 1
Svið 2
Svið 3
Svið 4
Svið 5
1
5
1
2
1
10
Lögreglufulltrúar




7


11


19


21



22


7
1
1
5
8
Svið 1
Svið 2
Svið 3
Svið 4
Svið 5
Útlendingaeftirlit
7
1
1
5
8
22
Aðalvarðstjórar 0 0 2 8 8 8 Svið 2 8 8
Rannsóknarlögreglumenn 7 6 0 0 0 0
0
Svið 4
Svið 5
Útlendingaeftirlit
0
0
0
Varðstjórar/aðstoðarvarðstjórar/sumarafl. 0 0 1 15 14 14 Svið 2 14 14
Skrifstofumenn/
sérfræðingar


6 6 7 10 10
9
0
1
Svið 1
Svið 3
Svið 4
Útlendingaeftirlit
9
1
1
11
Mötuneyti 2 2 2 0 0 0 Svið 1 0 0
Samtals 37 42 49 72 72 72 73 73

Tafla 13.3. Skipting stöðuheimilda eftir sviðum.

Rekstrareiningar 1998 1999 2000 2001 2002
Ríkislögreglustjóri 1 1 1 1 1
Svið 1 11 11 17 18 18
Svið 2 4 9 30 29 29
Svið 3 2 3 3 3 4
Svið 4 10 11 11 9 9
Svið 5 8 8 10 12 12
Útlendingaeftirlitið 6 6 0 0 0
Samtals 42 49 72 72 73

Skýringar
Starfsmenn embættisins voru í upphafi 32 og við það bættust síðan starfsmenn útlendingaeftirlitsins sem heyrðu undir embættið frá 1. júlí 1997 til 1. október 1999. Á árinu 1998 voru tvær stöður færðar til ríkislögreglustjórans frá lögreglustjóranum í Reykjavík, staða aðstoðaryfirlögregluþjóns og yfirlögregluþjóns. Tveir starfsmenn í mötuneyti voru hver um sig í 75% vinnu.
Svið 1 Árið 2000 var fjölgað í alþjóðadeild um fjórar stöður lögreglumanna og fjórar stöður sérfræðinga vegna þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu. Þá færðist einn lögreglufulltrúi frá sviði 4 til sviðs 1 vegna eftirlits með útlendingum. Mötuneyti starfsmanna var lagt niður árið 2000. Þá er ótalin vinna við ræstingar sem eru á ári um 2,5 millj. kr.
Svið 2 Árið 1998 færðist staða aðstoðaryfirlögregluþjóns til sviðsins frá lögreglunni í Reykjavík. Var þetta upphaflega vegna umferðarmála, en tengdist síðan uppgjöri vegna færslu sérsveitarinnar til embættisins, auk þess sem tvær stöður fylgdu sérsveitinni. Þá var aðalvarðstjóri ráðinn í umferðardeildina um haustið. Árið 1999 var einn varðstjóri ráðinn í umferðardeildina, árið 2000 komu fjórar stöður og tvær árið 2001. Fjórar af þessum átta stöðum í umferðardeild eru greiddar af Vegagerðinni samkvæmt samningi milli embættanna. Árið 1999 færðist staða aðstoðaryfirlögregluþjóns frá sviði 4 til sviðs 2. Árið 1998 var fjölgað um eina stöðu vegna gildistöku nýrra áfengislaga og vopnalaga en umfangsmikil verkefni færðust þá frá dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti til embættisins. Þá færðist aðstoðaryfirlögregluþjónn frá sviði 1 til sviðs 2. Árið 2000 var fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjórans stofnuð, með tilfærslu verkefna og mannafla. Sama gerðist með bílamiðstöð lögreglunnar. Á árinu 2001 var tilfærsla verkefna, sem sparar tímabundið mannskap á sviðinu.
Svið 3 Árið 1998 voru tveir starfsmenn á sviðinu, yfirlögregluþjónn og lögreglufulltrúi. Á árinu 1999 var staða lögreglufulltrúa gerð að stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns og ráðið til viðbótar í stöðu lögreglufulltrúa. Árið 2002 var ráðið í stöðu tölvumanns (netstjóra) vegna verkefna sem embættið yfirtók frá tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins. Sérstök fjárveiting fylgir stöðuheimildinni.
Svið 4 Árið 1998, eftir að skipulag sviðsstjóra var sett á í nóvember, voru stöðuheimildir tíu, þ.e. yfirlögregluþjónn, þrír aðstoðaryfirlögregluþjónar, þrír lögreglufulltrúar og þrír rannsóknarlögreglumenn, en tveir þeirra voru á árinu 1998 tímabundið í öðrum verkefnum. Á árinu 1999 fékkst fjölgun um eina stöðu til eftirlits með útlendingum, en árið eftir færðist sú staða til sviðs 1. Þá var staða eins aðstoðaryfirlögregluþjóns flutt yfir á svið 2 en í staðinn ráðið í eina stöðu lögreglufulltrúa í fíkniefnastofu. Árið 2000 var fjölgað um eina stöðu í fíkniefnastofu. Tveir menn voru síðan fluttir yfir á svið 5 árið 2001.
Svið 5 Árið 1997 voru starfsmenn efnahagsbrotadeildar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sex, en við stofnun ríkislögreglustjórans var fjölgað um einn. Árið 2000 voru stöðurnar tíu. Hinn 22. október 2001 var skipuriti embættisins breytt og færðust þá tvær stöður ásamt verkefnum frá sviði 4 til sviðs 5. Var með þessu verið að samnýta skylda rannsóknarþætti og skerpa skil milli viðfangsefna sviðanna og bregðast við nýjum viðfangsefnum vegna hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum 11. september 2001. Starfsmenn er nú tólf. Verkefnaþungi deildarinnar hefur aukist verulega á síðustu árum.

Tafla 13.4. Ný og hefðbundin viðfangsefni.

Sundurliðun 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Starfsmannafjöldi RLS
og útlendingaeftirlits

Lögreglumenn
Aðrir starfsmenn

37
23
14

42
28
14

49
35
14
Starfsmenn RLS
Lögreglumenn
Aðrir starfsmenn
32
21
11
36
25
11
43
32
11
72
57
15
72
57
15
73
57
16
Fastar stöður lögreglumanna eru nú 55. Því til viðbótar er ein tímabundin staða vegna formennsku Íslands í PTN-samstarfinu og ein staða við sumarafleysingar í umferðardeild.
Ný viðfangsefni
Lögreglumenn
Aðrir starfsmenn
0
0
0
2
2
0
8
8
0
37
32
5
38
33
5
39
33
6
Ný viðfangsefni eru: umferðardeild, sérsveit, fjarskiptamiðstöð, SIRENE-skrifstofan, leyfaútgáfa, bílamiðstöð og eftirlit með útlendingum.
Hefðbundin viðfangsefni
Lögreglumenn
Aðrir starfsmenn
32
21
11
34
24
10
35
24
11
35
25
10
34
24
10
34
24
10
Hér kemur fram fjöldi starfsmanna við þá verkefnaflokka sem ráð var fyrir gert í upphafi, að teknu tilliti til fækkunar vegna niðurlagningar vakt- og mötuneytisþjónustu. Ekki eru teknar með stöður tveggja ræstingarmanna, sem vinna í hlutastarfi. Töluverður hluti þeirra lögreglumanna sem hér eru tilgreindir sinnir viðfangsefnum sem fluttust frá Rannsóknarlögreglu ríkisins við niðurlagningu hennar.

Tafla 13.5. Flokkun viðfangsefna m.t.t. fjölgunar starfsmanna.

Ný viðfangsefni Önnur fjölgun starfsmanna
Umferðardeild (1998–2001) 8 lögreglumenn Yfirstjórn (1998) 1 yfirlögregluþjónn
Sérsveit (1999) 2 lögreglumenn Fíkniefnastofa (2000) 1 sérfræðingur
Alþjóðadeild (2000 og 2001)
SIRENE/PTN/EUROPOL
6 lögreglumenn
5 sérfræðingar
Efnahagsbrotadeild (1998 og 2000) 3 lögreglumenn
Tölvudeild (1999 og 2002) 1 lögreglumaður
1 sérfræðingur
Til athugunar: Flestöll störfin hér að ofan fela einnig í sér ný viðfangsefni hjá ríkislögreglustjóranum, þó svo að sumu leyti sé verið að takast á við aukinn þunga í verkþáttum sem fyrir voru. Þannig hefur uppbygging embættisins verulega eflt löggæsluna í landinu.
Áfengis- og vopnalagadeild (1999) 1 lögreglumaður
Bílamiðstöðin (2000) 1 lögreglumaður
Fjarskiptamiðstöð (2000) 14 lögreglumenn Tilfærsla frá lögreglunni í Reykjavík vegna fjarskiptamiðstöðvar gekk út frá 15 mönnum. Ráðnir voru 14 menn, en ein staðan var notuð til að fjármagna annan rekstur fjarskiptamiðstöðvar.
Samtals 39 stöður Samtals 5 stöður
Ártölin í svigum hér að framan sýna árin sem fjölgun starfsmanna átti sér stað.

Myndræn samantekt.
    Eins og fram kemur í kaflanum hér að framan er fjölgun stöðugilda hjá ríkislögreglustjóranum að meginstofni vegna nýrra viðfangsefna. Á þeirri mynd sem sýnd er hér að aftan kemur fram starfsmönnum hjá embættinu hefur sáralítið fjölgað í þeim þáttum sem sérstaklega var horft til við stofnun embættisins. Í yfirlitum eru ekki teknar með stöður við ræstingar, sem eru hlutastörf og gert ráð fyrir 2,5 millj. kr. kostnaði vegna þeirra árið 2002.
    Þar sem talað er um „grunn“ í súluritinu er átt við viðfangsefni ríkislögreglustjórans eins og þau voru í upphafi, þ.e. árið 1997. Aðrar stöður sem fram koma í súluritinu eru vegna tilfærslu á mannafla og verkefnum frá lögreglunni í Reykjavík eða nýrra viðfangsefna sem veitt er fjárveiting fyrir samkvæmt fjárlögum og nýtast lögreglunni í landinu. Starfsmenn útlendingaeftirlits eru ekki teknir með í mynd 13.1 og töflu 13.6.

Mynd 13.1. Þróun í fjölda starfsmanna hjá ríkislögreglustjóranum
1997–2002 eftir verkefnaflokkum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Tafla 13.6. Breytingar á fjölda lögreglumanna eftir stöðuheitum.

Breytingar á fjölda lögreglumanna eftir stöðuheitum 1. júlí 1997. Fjöldi lögreglumanna í upphafi 1. janúar 2002. Fjöldi lögreglumanna nú Nánari sundurliðun viðfangsefna
Grunnur
Yfirlögregluþjónar 2 3 3
Aðstoðaryfirlögregluþjónar 7 10 5 5
Lögreglufulltrúar 6 22 6 16
Aðalvarðstjórar 0 8 8 0
Rannsóknarlögreglumenn1 6 0 0 0
Varðstjórar/aðstoðarvarðstjórar 0 14 14 0
Lögreglumenn samtals 21 57 33 24
Aðrir en lögreglumenn 11 16 6 10
Starfsmenn alls 32 73 39 34
1 Árið 1999 var stöðum rannsóknarlögreglumanna við embættið breytt í stöður lögreglufulltrúa, aðallega til þess að nýta mannafla betur.

Viðfangsefnin.
    Yfirlit það sem hér fer á eftir er miðað við þá starfsmenn sem starfa nú hjá ríkislögreglustjóranum og komu vegna fjölgunar stöðuheimilda. Auk þeirra sem hér verða tilgreindir hafa fjórir núverandi lögreglumenn verið ráðnir í stöður sem losnuðu, en um er að ræða stöður sem mannaðar hafa verið frá stofnun embættisins og eru því tölulegum samanburði um fjölgun stöðugilda óviðkomandi.

Tafla 13.7. Ný viðfangsefni.

Ný verkefni Til umferðarmála SIRENE-skrifstofan PTN Önnur verkefni
Fjöldi lögreglumanna 17 7+1 6 5

Mynd 13.2. Hlutfallsleg fjölgun lögreglumanna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á mynd 13.2 kemur fram hlutfallsleg skipting þeirra stöðuheimilda sem fjölgað hefur verið um hjá embættinu frá stofnun þess. Af þeim fóru 69% beint til þjónustu við lögregluliðin í landinu, þ.e. 47% vegna nýrra verkefna, aðallega frá lögreglunni í Reykjavík, og 22% vegna umferðarmála. Má nefna að árið 2000 færðust verkefni þriggja lögreglumanna hjá lögreglunni í Reykjavík, við eftirlit með ökuritum um landið allt, í samvinnu við Vegagerðina, til umferðardeildar ríkislögreglustjórans. Tilgangur þessara breytinga er að efla löggæsluna á landinu öllu. Af því 31% sem eftir er fara flestar stöðurnar til nýrra verkefna í alþjóðadeild og efnahagsbrotadeild.

Nánari skýring starfseininga.
Umferðareftirlit.
    Fyrstu heimildir um umferðareftirlit lögreglu á þjóðvegum landsins eru frá árinu 1937. Árið 1968, í tengslum við breytingu yfir í hægri umferð, gerði lögreglan í Reykjavík út sex eftirlitsbifreiðar á þjóðvegum á sumrin, en fjórar á veturna. Árið 1979 setti dómsmálaráðuneytið reglur um þjóðvegaeftirlit þar sem tekið er fram að við embætti lögreglustjórans í Reykjavík skuli starfrækt þjóðvegalögregla og að dómsmálaráðuneytið skuli ákveða fjölda þeirra lögreglumanna er starfa við hana. Árið 1995 var þjóðvegaeftirlit lögreglunnar í Reykjavík, sem heyrði undir umferðardeildina, lagt af og færðust viðfangsefnin til viðkomandi lögregluembætta samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins, enda talið að embættin sjálf gætu haldið úti því eftirliti, hvert í sínu umdæmi. Þá var um árabil samstarf Vegagerðarinnar og lögreglunnar um eftirlit með öxulþunga og önnur verkefni sem til féllu og stuðluðu að bættu umferðaröryggi. Því eftirliti var haldið úti á óeinkenndri bifreið. Miðlægt þjóðvegaeftirlit var síðan endurvakið árið 1998 af dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra. Það ár fluttust fjárheimildir vegna eftirlits með ökuritum frá dómsmálaráðuneytinu til ríkislögreglustjórans, sem gerði uppbyggingu og rekstur umferðardeildarinnar mögulegan.
    Umferðardeild ríkislögreglustjórans sinnir umferðareftirliti á þjóðvegum landsins og hefur hún til umráða öndunarsýnabifreið með fullkomnum búnaði til að taka öndunarsýni af ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Bifreiðin var tekin í notkun árið 1998. Aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sem þar hafði með höndum stjórn umferðarmála, var um mitt árið 1998 fluttur til ríkislögreglustjórans til að vinna að umferðarmálefnum á landsvísu. Í byrjun árs 1999 voru tveir lögreglumenn, aðalvarðstjóri og varðstjóri, ráðnir til ríkislögreglustjórans og má segja að grunnur að þessari starfsemi hafi verið lagður. Embættið hafði frá árinu 1997 haft tvær ómerktar lögreglubifreiðar með sérstökum myndavélum við umferðareftirlit, sem voru mannaðar af lánsmönnum frá lögregluliðum þar til árið 1999. Síðan hafa starfsmenn embættisins séð um þetta viðfangsefni.
    Nú er þessi deild skipuð sjö lögreglumönnum, auk þess sem ein stöðuheimildin er nýtt til sumarafleysinga. Umferðardeildin starfar m.a. með Vegagerðinni við þjóðvegaeftirlit um allt land en sérstakur samningur hefur verið gerður milli ríkislögreglustjórans og Vegagerðarinnar í þessum efnum og leggur Vegagerðin verulegt fjármagn til þessa verkefnis. Samtals er ráðstafað til þess fjórum bifreiðum sem Vegagerðin leggur til mannaðar eru starfsmönnum hennar og lögreglumönnum umferðardeildar. Á veturna, í u.þ.b. þrjá mánuði, er bifreiðunum fækkað í þrjár. Umferðardeildin gerir auk þess út þrjár bifreiðar. Eflir þetta umferðareftirlit um land allt með skipulögðum aðgerðum á þjóðvegunum. Í bifreiðum umferðardeildarinnar eru afar dýr tæki (öndunarsýni og myndavélar) sem ekki er unnt að kaupa til sérhvers lögregluliðs, auk þess sem á tækin þarf mikla þjálfun. Þá hafa ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórar gert samstarfssamninga sín í milli um sameiginleg verkefni og aðgerðir. Auk þess er mikið samstarf víða um land í umferðarmálum.
    Fram til ársins 2000 sinntu fjórir lögreglumenn frá lögreglunni í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri, eftirliti með ökuritum í samvinnu við Vegagerðina, en það var greitt af fjárveitingu til ríkislögreglustjórans. Umferðardeild ríkislögreglustjórans tók síðan við verkefninu árið 2000 og sameinaði það þjóðvegaeftirlitinu. Þannig var farið að sinna almennu umferðareftirliti með ökuritaeftirlitinu og embættin þurftu ekki lengur að leggja til mannskap vegna þess.
    Á árinu 2001 voru kærur umferðardeildar ríkislögreglustjórans 3.389 eða rúmlega 5% umferðarlagabrota. Mál sem umferðardeild ríkislögreglustjórans stofnar til eru skráð á embætti þess umdæmis þar sem brot var framið.

Sérsveit.
    Með gildistöku reglugerðar um sérsveit ríkislögreglustjórans 1. janúar 1999 fluttist rekstur sérsveitarinnar frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Þessu viðfangsefni fylgdu tvær stöður lögreglumanna. Þrátt fyrir breytinguna eru aðrir liðsmenn sveitarinnar í daglegum störfum hjá lögreglunni í Reykjavík, auk þess sem tveir eru hjá lögreglunni á Akureyri.
    Í reglugerðinni kemur fram að sérsveit ríkislögreglustjórans skuli takast á við vopnuð lögreglustörf og öryggismál þegar þörf krefur, hvar sem er á landinu og innan efnahagslögsögu þess. Við störf sín lýtur sérsveitin ávallt yfirstjórn ríkislögreglustjórans vegna vopnaðra lögreglustarfa og öryggismála. Þessi tilfærsla á umræddum tveimur starfsmönnum rýrir ekki á nokkurn hátt starf lögreglunnar í Reykjavík enda færðust viðfangsefni frá því embætti. Skipulag vegna opinberra heimsókna, öryggisgæsla, vinna við viðbragðsáætlanir og þjálfun sérsveitarmanna færðist einnig til ríkislögreglustjórans. Þá koma starfsmennirnir að undirbúningi umfangsmikilla stórviðburða, svo sem kristnihátíðar á árinu 2000 og Nató-fundar í maí næstkomandi, svo dæmi séu tekin.
    Sveitin styrkir löggæslu í Reykjavík og á landinu öllu eftir tilefni hverju sinni. Þá hefur embættið ráðstafað einni stöðu með tilfærslum á mannafla milli sviða í þágu öryggismála ríkisins.

Tölvudeild.
    Árið 1999 var bætt við starfsmanni í tölvudeild embættisins, enda var starfið orðið ofviða þeim eina starfsmanni sem því sinnti. Þar kom aðallega til að við stofnun embættisins var komið á nýju og samræmdu sektakerfi fyrir allt landið, auk þess sem lögregluembættin tengdust inn á miðlægt málaskrárkerfi lögreglunnar. Með tilkomu fjarskiptamiðstöðvarinnar fjölgaði viðfangsefnum einnig töluvert. Með breytingu á 5. gr. lögreglulaga, með lögum nr. 15/2000, eru enn ríkari skyldur lagðar á embættið varðandi miðlægan gagnagrunn lögregluembættanna. Starfsmenn tölvudeildar þjóna öllum lögregluembættunum með landskerfi lögreglunnar.
    Á árinu 2001 ákvað dómsmálaráðuneytið að fela tölvudeild tiltekin viðfangsefni, sem áður höfðu verið hjá tölvumiðstöð ráðuneytisins. Hér er um að ræða verkefni er tengjast SIRENE-skrifstofunni vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu.

Alþjóðadeild.
    Eitt af viðfangsefnunum vegna Schengen-aðildar er athugun mála í SIS-gagnagrunninum, þar sem m.a. er lýst eftir einstaklingum til handtöku og framsals. Í 108. gr. Schengen-samningsins er mælt fyrir um að hver samningsaðili skuli tilnefna yfirvald sem ber meginábyrgð á viðkomandi landseiningu Schengen-upplýsingakerfisins. Er hér um að ræða svonefnda SIRENE-skrifstofu sem er samskiptaskrifstofa sem annast upplýsingamiðlun og margt annað sem varðar rekstur SIS. Ríkislögreglustjórinn hefur með höndum starfrækslu SIRENE-skrifstofunnar og ber ábyrgð á rekstri hennar. Til þessa nýja verkefnis var á fjárlögum veitt fé fyrir stöðum ellefu starfsmanna. Ótvírætt hagræði hefur reynst vera af því að reka SIRENE-skrifstofuna innan vébanda alþjóðadeildar og hefur þess verið getið við úttektir sem gerðar hafa verið af alþjóðlegum úttektarnefndum sem komið hafa hingað til lands. Alþjóðadeild hefur hlotið sérstakt lof þeirra fyrir uppbyggingu og starfsemi.
    Hjá alþjóðadeild er sinnt samskiptum við lögregluyfirvöld annarra landa allan sólarhringinn auk þess sem hún er lögregluembættunum til stuðnings og aðstoðar vegna landamæraeftirlits og annarra málefna útlendinga. Deildin er fyrst og fremst í þjónustuhlutverki gagnvart lögreglunni á Íslandi þegar mál teygja anga sína úr landi og að sama skapi gagnvart lögreglu erlendis. Vegna Schengen-aðildar er sólarhringsvaktar krafist allt árið og miðast starfsmannafjöldi við það. Þá var bætt við einni stöðu vegna eftirlits með útlendingum.
    Enn fremur koma mörg verkefni til kasta alþjóðadeildar um samskiptakerfi Interpol. Um er að ræða samskiptakerfi sem nær til allra 179 aðildarríkjanna og hefur það sannað ágæti sitt við meðferð ýmissa mála.
    Hinn 28. júní 2001 var gerður samstarfssamningur milli Íslands og Europol (löggæslustofnunar Evrópu) og um miðjan febrúar sl. var svo komið á beinlínusambandi við aðalstöðvar Europol. Fyrirsjáanleg eru aukin samskipti við Europol.
    PTN (Politi og Told I Norden)lýtur að samstarfi lögreglu- og tollyfirvalda á Norðurlöndum. Upphafið má rekja til fundar norrænna dómsmálaráðherra 1982. Samstarfinu var komið á formlegan grundvöll 1984. Það byggist m.a. á svonefndu sambandsmannakerfi sem felst í því að Norðurlönd hafa sent 35 sambandsmenn til 16 landa ýmist frá lögreglu eða tolli. Sambandsmenn þessir vinna fyrir öll Norðurlöndin og miðla upplýsingum um brotastarfsemi að beiðni þeirra. Komið hefur verið á fót átta sérverkefnum (prógrömmum) og er eitt Norðurlandanna ábyrgt fyrir hverju verkefni. Starfssvið PTN-samstarfsins tekur nú til allra brota sem fara á milli landa, svo sem umhverfisbrota, geislavirkra efna, smygls á hátollavöru, ólöglegrar verslunar með fornmuni, barnakláms og smygls á fólki. Ísland fer nú í fyrsta sinn með formennsku í samtökunum frá 2001 og fer vararíkislögreglustjóri með formennskuna í tvö ár.

Áfengis- og vopnalagadeild.
    Með gildistöku áfengislaga, nr. 75/1998, og vopnalaga, nr. 16/1998, færðust viðamikil verkefni frá ráðuneytum dómsmála og fjármála til ríkislögreglustjórans, svo sem ýmiss konar leyfisveitingar og samræming í störfum lögreglu. Við gildistöku nýju laganna var stofnuð sérstök áfengis- og vopnalagadeild við embættið og bætt við einni stöðu. Þá hefur verið komið á miðlægri skotvopnaskrá fyrir landið allt.

Fjarskiptamiðstöð.
    Árið 2000 fór fram endurnýjun á fjarskiptabúnaði lögreglunnar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Samhliða þessu var fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjórans sett á stofn og í júní sama ár færðist fjarskiptaþjónusta lögreglustjórans í Reykjavík til embættisins. Þá hafa önnur embætti gengið inn í þessa þjónustu, sem er í samstarfi við Neyðarlínuna hf. Það eru embættin í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli og Selfossi. Tekið var í notkun nýtt og fullkomið fjarskiptakerfi og er stefnt að því að fjarskiptamiðstöðin þjóni öllum lögregluembættunum í framtíðinni.
    Fjármagn við mannahald lögreglunnar í Reykjavík vegna fjarskiptaþjónustunnar fluttist til ríkislögreglustjórans, sem ber kostnað af rekstri fjarskiptamiðstöðvarinnar. Til starfa voru ráðnir 14 manns. Þetta fyrirkomulag eykur öryggi borgaranna og er til þess fallið að stytta útkallstímann og stórauka skipulögð viðbrögð og samstarf lögregluliðanna, til dæmis þegar alvarleg slys verða eða grípa þarf til aðgerða sem ná til fleiri en eins umdæmis á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrirkomulagið eykur einnig öryggi lögreglumanna enda auðveldara og fljótlegra að bregðast við beiðni um aðstoð úr öðru umdæmi. Aukin samvinna lögregluliðanna á svæðinu er til hagræðis og öryggis.
    Fjarskiptamiðstöðin hefur vakið sérstaka athygli erlendis vegna þeirrar hugsunar sem að baki býr og náins samstarfs margra lögregluliða, Neyðarlínunnar hf. og slökkviliðs.

Yfirstjórn.
    Yfirstjórn ríkislögreglustjórans var skipuð fimm mönnum árið 1997 en framkvæmdastjóri útlendingaeftirlitsins bættist við árið 1998. Um haustið ákvað þáverandi dómsmálaráðherra að fjölga um einn yfirlögregluþjón hjá embættinu. Þar var m.a. horft til undirbúnings vegna Schengen-aðildar og úttekta og breytinga sem gera þurfti á landamæraeftirliti. Tilgangurinn var einnig að auka þjónustu og aðstoð við lögreglustjórana, m.a. vegna fíkniefnamála og koma að nýjum viðfangsefnum, svo sem ársskýrslugerð, uppbyggingu tölvukerfa, tölfræðiupplýsingum um afbrot og innra eftirliti með starfsemi lögreglunnar.

Efnahagsbrotadeild.
    Verkefnum sem koma til kasta efnahagsbrotadeildar hefur fjölgað mjög, sérstaklega umfangsmeiri auðgunarbrotum, og nýir þættir komið til sögunnar, svo sem kærur fjármálaeftirlitsins vegna innherjasvika, auk verðbréfa-, banka- og tryggingastarfsemi. Enn fremur er töluverð vinna vegna tilkynninga frá bankastofnunum um ætlað peningaþvætti en síðustu ár hefur tilkynningum um það fjölgað úr 20 á ári og í á annað hundrað eftir 1999. Þá hafa skattalagabrotin orðið umfangsmeiri og flóknari, þar sem viðfangsefnin voru áður venjuleg vanskilamál en hafa í auknum mæli færst yfir í að vera skipulögð skattsvik. Málin geta verið þau umfangsmestu sem lögreglan hér á landi rannsakar og eru tímafrek og flókin. Þá koma fyrirvaralaust upp verkefni sem kalla á skjótar aðgerðir, svo sem vegna peningaþvættis, fíkniefnamála og annarra umfangsmikilla sakamála. Hefur orðið að rannsaka suma þætti erlendis, sem kallað hefur á aukið vinnuframlag og töluverðan kostnað. Tölvubrot hafa einnig aukist og má í því sambandi nefna netið og vaxandi aðstoð við lögregluliðin vegna barnakláms. Þá hefur deildin í stórauknum mæli sinnt aðgerðum vegna skipulagðrar brotastarfsemi, svo sem til að koma í veg fyrir að erlend glæpasamtök nái hér fótfestu. Vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 var gerð breyting á skipuriti embættisins, þar sem saksóknara efnahagsbrotadeildar var fært það verkefni að fara daglega með innri öryggismál. Þessu fylgir töluvert vinnuframlag.
    Á undanförnum árum hefur verið fjölgað um fjóra starfsmenn í efnahagsbrotadeild, þar af einn við stofnun embættisins. Auk þess var tilfærsla innan embættisins á verkefnum og starfsmönnum haustið 2001 þegar tveir lögreglumenn fluttust til starfa við deildina.

Fíkniefnastofa.
    Árið 2000 veitti Alþingi aukið fé til fíkniefnamála. Var fíkniefnalögreglumönnum fjölgað í Reykjavík og einnig fékkst fjárveiting til að ráða fleiri fíkniefnalögreglumenn hjá öðrum lögregluembættum, m.a. var bætt við einni stöðu sérfræðings í fíkniefnastofu ríkislögreglustjórans. Fíkniefnastofa hefur unnið mikið starf til stuðnings lögregluliðunum og til að efla samstarf í málaflokknum. Þá hafa sérstakar skýrslur verið unnar um fíkniefnamálin og önnur afbrot og öll tölfræði, upplýsingamiðlun og forvarnir aukist til muna á hennar vegum. Unnið er að því að efla enn samstarf lögreglu og tollgæslu. Minnast má samstarfssamnings ríkislögreglustjóra og ríkistollstjóra frá 15. mars 1999, sem markaði tímamót í þessu sambandi en mikill árangur hefur náðst á síðustu árum hjá lögreglu og tollgæslu í fíkniefnamálum.
    Einn þáttur í starfsemi fíkniefnastofu er að vinna að framgangi fíkniefnalöggæslunnar á ýmsum sviðum, svo sem varðandi tækjabúnað, vinnubrögð o.fl. Þá stýrir fulltrúi stofunnar reglulegum fundum (á tveggja vikna fresti) með fíkniefnalögreglumönnum á Suðvesturlandi til að efla upplýsingamiðlun og auka og samræma aðgerðir í fíkniefnamálum.

Forvarnaverkefni.
    Verið er að skilgreina og vinna að uppbyggingu fræðsluefnis fyrir lögreglu vegna forvarna. Enn fremur er leitað leiða hvernig hægt sé að fækka afbrotum, m.a. út frá afbrota- og félagsfræðilegum forsendum. Í því sambandi er horft til vinnu félagsfræðings og forvarnafulltrúa embættisins sem sérstaklega munu á þessu ári huga að upplýsingum um heildartíðni afbrota hér á landi, þ.e. ekki bara þeirra sem tilkynnt eru lögreglu heldur verður reynt að leiða í ljós hversu hátt hlutfall kært er. Enn fremur verður leitað skýringa á því hvers vegna brot eru ekki kærð.

Rannsóknarverkefni.
    Í undirbúningi eru tvær viðamiklar rannsóknir sem ríkislögreglustjórinn hyggst standa að í samvinnu við sérfræðinga á sviði félagsvísinda, sálfræði og lögregluna í Reykjavík.
    Fyrri rannsóknin snýr að viðhorfum grunaðra, vitna og kærenda, til lögreglu og reynslu þeirra af yfirheyrslu. Þessi rannsókn er ekki síst mikilvæg í ljósi þess að mikil umræða hefur orðið hér á landi um afbrot og refsingar, tíðni afbrota, brotamenn o.s.frv. Í þeirri umræðu hafa menn gjarnan velt fyrir sér áhrifum falskra játninga á tíðni brota og mikilvægi þess að öðlast skilning á tíðni falskra játninga og þáttum sem geta aukið líkur á þeim (sjá m.a. Jón F. Sigurðsson og Gísla H. Guðjónsson, 1996). Þessi þekking er ekki síst mikilvæg fyrir lögreglu sem þarf sífellt að vera á varðbergi gagnvart þeim áhrifum sem hún getur haft á minni grunaðra og annarra sem þarf að afla upplýsinga hjá. Í þessari rannsókn er markmiðið að fá mat kærenda og grunaðra á yfirheyrslu lögreglu, á samskiptum við hana og tilfinningu fyrir þrýstingi. Þetta verður skoðað út frá ýmsum þáttum eins og reynslu af afbrotum, kvörðum sem mæla líðan, sjálfsmat o.s.frv.
    Með þessu móti verður upplýsinga aflað um grunaða og kærendur á markvissan hátt frá fyrstu hendi um svipað leyti og samskipti við lögreglu eiga sér stað. Þannig er dregið úr hættu á því að ytri þættir hafi áhrif á upplifun fólks og minni.
    Í rannsókninni verður jafnframt leitað upplýsinga um almenn viðhorf til lögreglu, reynslu af úrlausn lögreglu í einstökum málum, skýringar á afbrotahegðun, fjáröflun fíkniefnaneyslu, reynslu og viðhorf til ofbeldisbrota o.s.frv.
    Markmið rannsóknarinnar er því að afla viðamikilla upplýsinga um viðhorf til lögreglu, reynslu af henni, reynslu af afbrotum o.fl. Slíkar upplýsingar geta veitt lögreglu ábendingar um ýmislegt í starfsháttum sem þarf að lagfæra eða aðlaga breyttum aðstæðum, veitt henni þekkingu á þeim áhrifum sem skapast geta af aðstæðum og leiðbeiningar um hvernig bregðast megi við þeim.
    Seinni rannsóknin snýr að reynslu af afbrotum. Um er að ræða spurningalistakönnun sem nær til alls landsins þar sem spurt verður út í reynslu af afbrotum, viðhorf til lögreglu, tíðni tilkynninga um afbrot o.s.frv. Einnig verður spurt út í hegðun í umferðinni, viðhorf til umferðarlagabrota og löggæslu í umferðinni og þannig leitast við að bæta skilning á því hvaða aðgerðir í löggæslu eru líklegastar til að bera árangur.

     14.      Hvernig hefur kostnaður við embætti ríkislögreglustjóra skipst árlega frá stofnun embættisins milli eftirfarandi þátta:
              a.      launakostnaðar, skipt eftir stjórnendum embættisins annars vegar og öðrum starfsmönnum hins vegar,
              b.      annars rekstrarkostnaðar, sundurliðað milli helstu rekstrarþátta,
              c.      kostnaðar vegna eignakaupa, sundurliðað eftir tegundum eigna?


14.1. Skipting launakostnaðar.
    Yfirstjórn ríkislögreglustjóra skipa ríkislögreglustjóri og sviðsstjórar, sem eru vararíkislögreglustjóri, saksóknari og þrír yfirlögregluþjónar. Framkvæmdastjóri útlendingaeftirlits er talinn með á þeim tíma sem það heyrði undir embættið, eða frá 1. júlí 1997 til 1. október 1999. Embættinu var skipt í fimm svið árið 1998. Samhliða gaf ríkislögreglustjóri út reglur um ábyrgð á rekstri, skiptingu rekstrarfjár, úttektarheimildir og samþykki reikninga. Markmiðið með þeirri reglusetningu var að fela yfirmönnum embættisins meiri ábyrgð á rekstri þess, veita þeim sveigjanleika í stjórnun bæði manna og verkefna, bæta kostnaðarvitund starfsmanna og aðhald í rekstri.

Tafla 14.1. Launakostnaður – stjórnendur og aðrir starfsmenn.

Ár 1997 1998 1999 2000 2001
Yfirstjórn embættisins 14.344 25.031 32.009 29.657 32.239
Aðrir starfsmenn 46.087 125.161 184.520 247.675 296.495
Launahlutfall stjórnenda 23,7% 16,7% 14,8% 10,7% 9,8%
Laun samtals 60.431 150.192 216.529 277.332 328.734
Heimildir: Ársskýrslur ríkislögreglustjórans/launaskrifstofa ríkisbókhalds vegna launa stjórnenda. Allar tölur í þús. kr.


    Eins og fram kemur á yfirlitinu hefur launahlutfall yfirstjórnar dregist verulega saman, eða úr tæplega 24% af heildarlaunum árið 1997 í tæplega 10% árið 2001. Hér er miðað við yfirstjórn sem svar við spurningu um stjórnendur, enda fjármála- og rekstrarstjórn í þeirra höndum, sbr. bréf ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins 9. febrúar 1999, sem með fylgdu reglur í þeim efnum. Frá því að skipulagi sviðsstjóra var komið á fót árið 1998 hefur markvisst verið unnið að því að auka þjónustuna við lögregluembættin og innlendar sem erlendar stofnanir. Þá byggist skipulagið á því að hafa rekstur embættisins í lágmarki. Þannig hefur þjónustuþáttur embættisins verið aukinn en eigin rekstur að sama skapi dregist saman. Við skoðun á rekstrarkostnaði embættisins ber að hafa í huga að sumir rekstrarliðir falla undir sameiginlegan kostnað fyrir lögregluna í landinu en þeir kostnaðarliðir eru verulegir. Þar má nefna rekstur sektakerfis lögreglu og miðlægs málaskrárkerfis, kaup á lögreglueinkennum, búnaði og fleiru. Mesta kostnaðaraukningin er vegna löggæsluverkefna sem embættið yfirtók frá lögreglunni í Reykjavík, auk stofnunar umferðardeildar ríkislögreglustjóra og SIRENE-skrifstofunnar vegna Schengen-samstarfsins. Þá kemur einnig til töluverður kostnaður vegna brottvísana og fangaflutninga erlendis.

14.2. Rekstrarkostnaður.

Tafla 14.2. Breytingar á rekstrarkostnaði.

Gjaldaliðir (allar tölur í þús. kr.) 1997
sex mánuðir
1998 1999 2000 2001
Dagvinna 30.916 69.821 94.138 112.448 149.939
Vaktaálag 4.895 12.620 16.871 20.533 29.897
Aukagreiðslur 2.794 3.793 4.330 5.278 5.833
Yfirvinna 15.416 40.271 67.194 96.175 90.274
Launatengd gjöld 6.410 23.687 33.996 42.898 52.791
Laun samtals 60.431 150.192 216.529 277.332 328.734
Ferða- og dvalarkostnaður innan lands 479 2.678 10.907 13.264 19.994
Ferða- og dvalarkostnaður erlendis 4.111 7.913 14.485 19.097 20.552
Fundir, námskeið og risna 286 1.194 3.633 7.598 2.320
Akstur 483 903 1.350 2.015 2.532
Ferðir og fundir samtals 5.359 12.688 30.375 41.974 45.398
Tímarit, blöð og bækur 281 722 1.225 1.179 567
Skrifstofuvörur og áhöld 1.094 2.381 4.016 3.295 4.175
Aðrar vörur 612 3.467 5.701 11.469 11.187
Rekstrarvörur samtals 1.987 6.570 10.942 15.943 15.929
Tölvu- og kerfisfræðiþjónusta 360 894 8.975 15.058 11.429
Önnur sérfræðiþjónusta 8.518 11.616 11.926 19.707 21.176
Sími og ýmis leigugjöld 1.652 5.188 12.506 22.392 26.497
Prentun, póstur, auglýsingar, flutningar 1.060 14.168 21.698 24.002 27.359
Aðkeypt þjónusta samtals 11.590 31.866 55.105 81.159 86.461
Húsaleiga og ræsting 1.227 2.257 20.669 43.913 29.764
Rafmagn og heitt vatn 836 1.341 1.646 937 2.368
Verkkaup og byggingarvörur 643 1.177 883 7.087 361
Fasteignagjöld og tryggingar 196 1.357 1.316 427 -3
Húsnæði samtals 2.902 6.132 24.514 52.364 32.490
Verkstæði og varahlutir 275 1.240 38 33 28
Brennsluefni og olíur 351 1.147 316 123 53
Tryggingar og skattar 44 480 0 0 0
Bifreiðar og vélar samtals 670 2.867 354 156 81
Vextir, bætur, skattar samtals 9 104 483 511 590
Eignakaup samtals 1.611 6.050 5.384 59.991 23.416
Tilfærslur samtals 0 0 512 468 678
Rekstrarkostnaður alls 84.559 216.469 344.198 529.898 533.777
Sértekjur samtals -768 -116 -19.342 -54.051 -18.866
Gjöld umfram sértekjur 83.791 216.353 324.856 475.847 514.911
Heimildir: Ársskýrslur ríkislögreglustjóra og bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2001.

14.3. Eignakaup.

Tafla 14.3. Eignakaup eftir árum.

Sundurliðun helstu liða
(allar tölur í þús. kr.)
1997
sex mánuðir

1998

1999

2000
2001
bráðabirgðatölur
Húsgögn og hillur í geymslur 0 2.005 386 15.603 2.438
Tölvubúnaður 1.157 2.530 1.746 3.675 7.627
Sjónvörp 0 135 0 55 89
Síma- og fjarskiptabúnaður 435 606 1.613 21.588 7.741
Skrifstofuvélar 0 0 0 650 0
Eldhús- og ræstingaráhöld 0 0 0 131 0
Önnur áhöld og tæki 19 774 1.639 18.289 5.521
Eignakaup samtals 1.611 6.050 5.384 59.991 23.416

Skýringar.

Árin 1997–1998 Árið 1999 Árið 2000 Árið 2001
Embætti ríkislögreglustjórans var stofnað 1. júlí 1997.
Eignakaup fyrsta eitt og hálfa árið voru aðallega kaup á tölvu-búnaði og hús-gögnum.





Helstu eignakaup: Tölvubúnaður auk síma- og fjarskiptabúnaðar.
Enn fremur voru keyptar vogir fyrir nokkur lögreglu-embætti til að vigta haldlögð fíkniefni.
Þetta ár sker sig úr varðandi eignakaupin. Þar kemur helst til:
Embættið flutti í nýtt húsnæði þar sem starfsmenn vinna í opnum rýmum sem kallaði á töluverð húsgagnakaup. Ýtrasta aðhalds var þó gætt, m.a. voru eldri húsgögn nýtt í skrifstofur yfirmanna og tæknirannsóknastofu.
Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjórans tók til starfa og það hafði í för með sér kostnað. Komið var upp TETRA-fjarskiptabúnaði með kaupum á bílatalstöðvum og handtalstöðvum fyrir lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu, en ekki vegna eigin rekstrar ríkislögreglustjórans. Kostnaður vegna þessa á árinu 2000 var 21,5 millj. kr.
Vegna aðstöðu fyrir sérsveit og öryggismál þurfti að leggja í kostnað fyrir um 15 millj. kr. Þá fóru rúmlega 400 þús.kr. til tækjakaupa til sérveitar og rúmar 2 millj. kr. til búnaðarkaupa fyrir lögregluliða.
Mestur kostnaður á þessu ári er vegna tölvubúnaðar, síma- og fjarskiptabúnaðar. Þar af fóru 7,4 millj. kr. í TETRA-fjarskiptabúnað vegna fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar. Þá skal eftirfarandi nefnt:
Tölvu- og tækjabúnaður til fíkniefnarannsókna og tengdra verkefna var alls um 7,5 millj. kr. Um er að ræða endurnýjun á símhlustunarbúnaði hjá lögreglunni í Reykjavík, kaup á gagnagrunni til samkeyrslu fingrafara og búnaði til að vinna við rannsóknir vegna brota sem framin eru á netinu. Þá er verið að vinna að gagnagrunni til að halda utan um upplýsingar í sakamálum.
Á embættið féllu 3 millj. kr. vegna öndunarsýnabíls lögreglunnar.

     15.      Hve margar lögreglubifreiðir voru á hverri vakt í Reykjavík á árinu 1991 annars vegar og 2001 hins vegar, skipt eftir hverfum, dag-, kvöld- og helgarvöktum? Ef gæsla vegna erlendra sendiráða er inni í upplýsingum fyrir árið 2001 óskast það tilgreint sérstaklega. Sambærilegar upplýsingar óskast líka fyrir stærstu lögregluumdæmin.

15.1. Fjöldi eftirlitsbifreiða á hverjum tíma.
    Gagnlegt er að bera fjölda lögreglubifreiða í stærri umdæmunum saman við fjöldann í erlendum borgum eins og Ósló og miða þá við íbúafjölda.

Tafla 15.1. Fjöldi íbúa á hverja eftirlitsbifreið (einkenndra og
óeinkenndra) að næturlagi um helgi í nokkrum umdæmum árið 2001.

Næturvakt um helgi

Stærstu umdæmin

Fjöldi bifreiða

Íbúafjöldi
Íbúar á hverja eftirlitsbifreið Röð lögregluliða miðað við eftirlit og íbúafjölda
Reykjavík* 15 122.235 8.149 4
Akureyri* 3 20.011 6.670 3
Hafnarfjörður* 3 29.238 9.746 5
Keflavík* 3 16.500 5.500 2
Kópavogur* 2 23.518 11.759 6
Selfoss* 2–3 12.285 4.095–6.143 1
Ósló 25–35 507.467 14.449–20.299 7
*Íbúafjöldi á Íslandi miðast við 1. desember 2000.

Tafla 15.2. Eftirlitsbifreiðar (einkenndar og óeinkenndar)
á ýmsum tímum vikunnar og sólarhringsins og fjöldi íbúa.

Fjöldi eftirlitsbifreiða á ýmsum tímum vikunnar og sólarhrings Fjöldi íbúa á hverja eftirlitsbifreið á næturvakt um helgar 2001
Virkir dagar Helgar
Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
1991 2001 1991 2001 1991 2001 1991 2001 1991 2001 1991 2001
Reykjavík
Almenn deild 9 10 9 10 8 8 7 9 7 9 12 13

8.149
Umferðardeild 4 2 4 2 0 0 3 2 3 2 3 2
Alls 13 12 13 12 8 8 10 11 10 11 15 15
Íbúar 122.235
Akureyri 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3 3 6.670
Íbúar 20.011
Hafnarfjörður 3 3 3 3 2 2 2 2 2 2 3 3 9.746
Íbúar 29.238
Keflavík 3 3 3 3 2 2 3 3 3 3 5 3 5.500
Íbúar 16.500
Kópavogur 1–2 2 1–2 2 1–2 2 1–2 2 1–2 2 1–2 2 11.759
Íbúar 23.518
Selfoss 2 1 2 1 2 1 2–3 1–2 4–5 2–3 4 2–3 4.095–6.143
Íbúar 12.285
Ósló 20–30 20–30 15–25 15–20 20–30 25–35 14.499–20.299
Íbúar 507.467
Heimildir: Viðkomandi lögregluembætti/lögreglan í Ósló. Umferðardeild ríkislögreglustjóra og Vegagerðin hafa sex til sjö bifreiðar til umráða, til viðbótar við umferðareftirlit á landinu. Íbúafjöldi á Íslandi er miðaður við 1. desember 2000.

Tafla 15.3. Fjöldi eftirlitsbifreiða eftir hverfum hjá lögreglunni í Reykjavík.

Fjöldi eftirlitsbifreiða (einkenndar og óeinkenndar) á vakt í almennri deild – VIRKIR DAGAR
Árið 1991 Árið 2001
Reykjavík Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Mánudagar Vesturbær
Austurbær
4 4 5 5 5 5
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1 1 1
Seltjarnarnes 1 1 1 1
SRD 1 1 1 1 1
Umferðardeild 4 4 2 2
Alls 13 13 8 12 12 8
Þriðjudagar Vesturbær Austurbær 4 4 5 5 5 5
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1 1 1
Seltjarnarnes 1 1 1 1
SRD 1 1 1 1 1
Umferðardeild 4 4 2 2
Alls 13 13 8 12 12 8
Miðvikudagar Vesturbær Austurbær 4 4 5 5 5 5
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1 1 1
Seltjarnarnes 1 1 1 1
SRD 1 1 1 1 1
Umferðardeild 4 4 2 2
Alls 13 13 8 12 12 8
Fimmtudagar Vesturbær Austurbær 4 4 5 5 5 5
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1 1 1
Seltjarnarnes 1 1 1 1
SRD 1 1 1 1 1
Umferðardeild 4 4 2 2
Alls 13 13 8 12 12 8
Fjöldi eftirlitsbifreiða (einkenndar og óeinkenndar) á vakt í almennri deild – HELGAR
Árið 1991 Árið 2001
Reykjavík Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt Dagvakt Kvöldvakt Næturvakt
Föstudagar Vesturbær, Austurbær 4 4 8 5 5 9
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1 1 1 1
Seltjarnarnes 1 1 1 1
SRD 1 1 1 1 1 1
Umferðardeild 4 4 3 2 2 2
Alls 13 13 15 12 12 15
Laugardagar Vesturbær, Austurbær 4 4 8 5 5 9
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1 1
Seltjarnarnes
SRD 1 1 1 1 1 1
Umferðardeild 3 3 3 2 2 2
Alls 10 10 15 11 11 15
Sunnudagar Vesturbær, Austurbær 4 4 5 5 5 5
Breiðholt 1 1 1 1 1 1
Grafarvogur, Árbær 1 1 1 1 1 1
Mosfellsbær 1 1 1
Seltjarnarnes
SRD 1 1 1 1 1
Umferðardeild 3 3 2 2
Alls 10 10 8 11 11 8
Heimildir: Lögreglustjórinn í Reykjavík.
15.2. Frekari upplýsingar lögregluembættanna.

Reykjavík.
    Lögreglustjórinn í Reykjavík gefur þær upplýsingar að sömu bifreiðar séu notaðar við eftirlit með sendiráðunum og eru í eftirliti í hverfum borgarinnar. Sérstök bifreið var sett við sendiráð Bandaríkjanna haustið 2001 sem afdrep fyrir lögreglumenn og fengin til þess bifreið frá ríkislögreglustjóranum.

Akureyri.
    Árið 1991 átti lögreglan á Akureyri fimm lögreglubifreiðar og lögreglan á Dalvík eina. Nú hafa lögreglan á Akureyri og Dalvík sama fjölda bifreiða til umráða. Þá er fjöldi eftirlitsbifreiða á hverri vakt sá sami á tímabilinu. Þessi fjöldi er nægur að áliti lögreglunnar á Akureyri.

Hafnarfjörður.
    Á síðustu 15 árum hafa fjórar eftirlitsbifreiðar verið hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Skipting eftir vikudögum og tíma er þessi: Mánudaga til föstudaga á dagvakt (7.00–19.00) hefur verið stefnt að því að þrír bílar séu í eftirliti. Á næturvöktum sömu daga (19.00–7.00) eru þrír bílar til kl. 22.00 og tveir frá þeim tíma til kl. 7.00. Laugardaga og sunnudaga eru tveir bílar á dagvakt frá 7.00 til kl. 22.00, en eftir það þrír bílar til kl. 7.00.
    Eftirlitssvæðum er skipt í Garðabæ – Bessastaðahrepp – Hafnarfjörð – Reykjanesbraut. Umdæmismörkin eru skammt sunnan Straumsvíkur. Lögreglan í Hafnarfirði fer inn í umdæmi lögreglunnar í Keflavík, þ.e. að Kúagerði. Allt frá september 2000 hefur lögreglan í Hafnarfirði verið með sameiginlegt eftirlit á Reykjanesbraut með lögreglu í Keflavík og Keflavíkurflugvelli og hafa verið eknar tugþúsundir kílómetra í því eftirliti. Þá er eftirlitssvæðið frá Hvaleyrarholti sunnan Hafnarfjarðar að Flugstöð.

Keflavík.
    Árið 1991 voru tvær starfsstöðvar í umdæminu, ein í Keflavík þar sem lögreglumenn voru á vakt allan sólarhringinn alla daga vikunnar á fjórskiptum tólf tíma vöktum og önnur í Grindavík, en þar voru fjórir menn á tvískiptum vöktum og unnu hluta sólarhringsins.
    Í Keflavík var tveim lögreglubifreiðum haldið úti allan sólarhringinn á virkum dögum og sex menn voru á vakt, tveir á lögreglustöð og tveir í hvorri lögreglubifreið. Eftirlitssvæðunum er skipt í Keflavík – Njarðvík – Sandgerði – Garð – Voga og Hafnir. Þá var einnig haldið úti eftirliti á Reykjanesbraut og öðrum þjóðvegum í umdæminu að undanskildum þjóðvegum í nágrenni Grindavíkur, en um það svæði sáu lögreglumenn í Grindavík. Á næturvöktum um helgar voru hins vegar níu menn á vakt í Keflavík kl. 23.00–7.00 og haldið úti þremur lögreglubifreiðum. Þrír voru á einni lögreglubifreið, en tveir lögreglumenn á hinum tveimur.
    Í Grindavík voru eins og áður sagði tvískiptar vaktir og tveir menn á hverri vakt. Virka daga mætti einn lögreglumaðurinn á vakt kl. 13.00 en hinn mætti kl. 16.00. Þeir voru saman á vakt til kl. 1.00. Þá voru þeir á bakvakt til kl. 13.00 daginn eftir. Á þessum tíma var haldið úti einni lögreglubifreið til eftirlits og útkalla.
    Um helgar unnu lögreglumennirnir lengur, sá sem mætti kl. 13.00 vann til kl. 4.00, en sá sem mætti kl. 16.00 vann til kl. 7.00. Þá voru þrír menn kallaðir á aukavakt kl. 22.00–7.00. Tveimur lögreglubifreiðum var haldið úti frá kl. 22.00–4.00 en síðan einni kl. 4.00–7.00.
    Árið 2001 var búið að sameina vaktirnar í Keflavík og Grindavík. Allir eru núna á fjórskiptum 12 tíma vöktum. Á dagvöktum virka daga kl. 7.00–23.00 var haldið úti þrem lögreglubifreiðum á sjö manna vöktum. Á nóttunni virka daga voru því aðeins fimm menn á vakt og haldið úti tveim lögreglubílum til kl. 7.00.
    Á dagvöktum um helgar eru sjö menn og þrír bílar í gangi, en á næturvöktum um helgar eru átta menn á vakt, tveir á lögreglustöð og þrem lögreglubifreiðum haldið úti, tveir menn í hverjum bíl. Þá var fengin aðstoð frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli á næturvöktum um helgar, þaðan var sendur lögreglubíll með tveimur mönnum til útkalla og eftirlits kl. 1.00-5.00.
    Reynt er að halda úti eins mörgum mönnum og áður, en með tilkomu fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjórans er unnt að fækka mönnum á lögreglustöð í miðri viku og á dagvöktum um helgar. Þá eru í gildi samstarfssamningar á milli lögreglunnar í Keflavík og lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli um aðstoð á álagstímum.
    Í umdæminu eru fimm nokkuð stór sjálfstæð sveitarfélög, umdæmið er stórt og með fjölfarnasta þjóðveg landsins. Í þessum sveitarfélögum eru fjórar stórar hafnir og skemmtistaðir margir og dreifðir. Þá er löggæslusvæðið í nágrenni við millilandaflugvöllinn og herinn og nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur líka áhrif. Af þessum ástæðum þarf að halda úti meira eftirliti en ella.

Kópavogur.
    Fram á árið 2001 var að jafnaði ein lögreglubifreið í umferð allan sólarhringinn og eftir atvikum önnur til, mönnuð einum lögreglumanni, ýmist merkt eða ómerkt. Frá seinni hluta ársins 2001 hafa að jafnaði verið tvær lögreglubifreiðar í umferð allan sólarhringinn í umdæminu, tvær fullmannaðar og merktar að degi til en að næturlagi ein fullmönnuð og önnur mönnuð einum lögreglumanni, merkt eða ómerkt eftir atvikum. Sami fjöldi lögreglubifreiða er í umferð að næturlagi um helgar en fleiri lögreglumenn í þeim. Í umdæminu er engin hverfaskipting sem slík í þessu tilliti.

Selfoss.
    Árið 1991 voru á Selfossi sex merktar lögreglubifreiðar og ein ómerkt en árið 2001 voru fjórar merktar lögreglubifreiðar og ein ómerkt.
    Árið 1991 var daglegt eftirlit að jafnaði á tveimur bifreiðum en um helgar var eftirlit að jafnaði á fjórum bifreiðum á kvöld- og næturvöktum og í undantekningartilvikum á fimm, en á dagvöktum á tveimur til þremur bifreiðum. Árið 2001 var daglegt eftirlit að jafnaði á einni bifreið og um helgar að jafnaði á þrem bifreiðum, þ.e. á kvöldin og fram á nótt, en á daginn á einni til tveim. Eftir kl. 4.00 að næturlagi um helgar er bifreiðum yfirleitt fækkað í tvær.
    Árið 1991 var ekki til fastur samningur um sjúkraflutninga í Árnessýslu, en sjúkraflutningum sinnt eftir þörfum og getu. Nú, árið 2001, er í gildi fastur samningur með kröfulýsingu, þar sem skilgreint er að hjá lögreglunni á Selfossi skuli alltaf vera ,,tiltækar“ tvær áhafnir á sjúkrabifreið. Í hverri áhöfn á sjúkrabifreið eru tveir menn.

     16.      Hver er fjöldi ofbeldisverka gagnvart lögreglumönnum annars vegar á árunum 1990– 1995 og hins vegar 1996–2001, skipt eftir:
              a.      tilkynntum tilvikum, sbr. dagbókarfærslur,
              b.      kærum frá einstökum lögreglumönnum?


16.1. Ofbeldisverk gagnvart lögreglumönnum.
    Ekki eru til samanburðarhæfar tölur fyrir þau tímabil sem um er spurt, en árið 1998 er fyrsta árið þar sem málaskráning var samræmd hjá öllum lögregluembættum. Því voru ársskýrslur lögreglunnar í Reykjavík skoðaðar til að sjá þróun þessara tilvika frá árinu 1990.

Tafla 16.1. Fjöldi samkvæmt dagbók og málaskrá lögreglu.

Tölur frá árunum 1998–2001, bæði úr dagbók og málaskrá 1990–1995 1996–2001 1998 1999 2000 2001
a. Tilkynnt tilvik, sbr. dagbókarfærslur (12 ) (567 )
b. Kærur frá einstökum lögreglumönnum (45 ) (610 )
Samkvæmt málaskrá lögreglunnar 111 127 102 81
Samkvæmt dagbókarfærslum 112 127 88 91
Heimildir: Ársskýrslur ríkislögreglustjórans/málaskrá lögreglu (tölur ársins 2001 eru bráðabirgðatölur). Tölur fyrir árin 1990–1995 og 1996–2001 eru ekki samanburðarhæfar og því hafðar innan sviga.

Tafla 16.2. Fjöldi ofbeldisbrota gagnvart lögreglumönnum í Reykjavík.

1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001
Fjöldi brota 60 50 23 45 32 Ekki vitað 54 60 69 81 50 38
Heimildir: Ársskýrslur lögreglustjórans í Reykjavík vegna áranna 1990–1997, ársskýrslur ríkislögreglustjórans/ málaskrá lögreglu fyrir árin 1998–2001.

     17.      Hverra úrbóta er þörf í málefnum lögreglu og löggæslu að mati dómsmálaráðherra?

    Árið 1996 var lagt fram á Alþingi frumvarp að lögreglulögum. Var það afrakstur umfangsmikils undirbúnings og fólu þær breytingar sem þar voru gerðar m.a. í sér veigamiklar breytingar á skipulagi lögreglunnar. Þessar breytingar voru hugsaðar sem rökrétt framhald af þeim umfangsmiklu kerfisbreytingum á dómstólaskipulagi og réttarfari sem komu til framkvæmda árið 1992. Talið var tímabært að ráðast í breytingar á skipulagi lögreglunnar í kjölfarið, meðal annars vegna þess að verkefnum lögreglu og ákæruvalds fjölgar stöðugt og auknar kröfur eru gerðar til að brot séu upplýst hratt og örugglega. Samhliða breytingum á lögreglulögunum árið 1996 voru ýmsar breytingar gerðar á lögum um meðferð opinberra mála.
    Með umræddum breytingum var meðal annars að því stefnt að breyta skipulagi æðstu stjórnar lögreglunnar í landinu með því að koma á fót embætti ríkislögreglustjóra, að gera rannsóknir afbrota hraðari og skilvirkari með því að einfalda feril mála á rannsóknarstigi og fela lögreglustjórum ákæruvald í fleiri brotaflokkum þannig að allur þorri sakamála verði rannsakaður undir stjórn þess lögreglustjóra sem semur ákæru í máli og sækir það fyrir héraðsdómi, að festa í lög skýrari reglur um framkvæmd lögreglustarfa og að setja skýrari reglur um réttindi og skyldur lögreglumanna.
    Frá gildistöku lögreglulaga árið 1997 hefur mikið vatn runnið til sjávar. Embætti ríkislögreglustjóra, sem samkvæmt lögreglulögum fer með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra, hefur á þessum tíma unnið mikið og gott starf á ýmsum sviðum löggæslu sem faglegur yfirstjórnandi. Erlend samskipti hafa verið efld og á þessum tíma hefur m.a. verið gerður samstarfssamningur við Europol auk þess sem þátttaka í Schengen-samstarfinu hófst sem hafði í för með sér mikla eflingu alþjóðlegrar lögreglusamvinnu. Fjarskiptamiðstöð lögreglu var tekin í notkun árið 2000 en þar er stjórnað fjarskiptum lögregluliðanna á suðvesturhorni landsins. Á sama tíma var sett í gang öflugt átak gegn ólöglegum fíkniefnum, meðal annars með umtalsverðri fjölgun lögreglumanna og aukinni þjálfun lögreglumanna við meðferð fíkniefnamála auk þess sem tækjabúnaður lögreglu hefur verið efldur verulega. Einnig má nefna athyglisvert og árangursríkt starf við grenndarlöggæslu sem sett hefur verið í gang í Reykjavík á undanförnum árum og í fleiri umdæmum í ýmsum myndum. Síðast en ekki síst má nefna þær breytingar sem gerðar voru á skipulagi og námi við Lögregluskóla ríkisins. Má þar nefna að fyrirkomulagi við val á nemendum var breytt, meðal annars til að auka hlut kvenna í lögreglunni. Hefur það skilað sér svo ekki verður um villst, konum í lögreglu hefur fjölgað umtalsvert og eru nú rúmlega 9% af lögreglumönnum í landinu, en voru 4,3% árið 1996. Nú eru konur 33,3% af nemum við Lögregluskóla ríkisins.
    Horft er til ýmissa atriða sem efla mætti enn frekar á sviði löggæslu á Íslandi í framtíðinni. Verður nú vikið að helstu atriðunum í því sambandi:
          Grenndarlöggæsla. Eins og fram kemur í skýrslunni er skipulega unnið að því hjá lögreglunni að efla grenndarlöggæslu með ýmsum leiðum, svo sem starfsrækslu sérstakra hverfastöðva í stærri lögregluumdæmunum, nánu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa á viðkomandi stað. Mikil þróun hefur átt sér stað bæði hér á landi og erlendis á þessu sviði og hefur það sýnt sig að þessi tegund löggæslu skilar góðum árangri. Er að því stefnt að efla hana enn frekar.
          Grunn- og framhaldsnám við Lögregluskóla ríkisins. Lögregluskóli ríkisins hefur verið efldur umtalsvert á undanförnum árum, bæði grunn- og framhaldsdeild skólans. Enn frekari efling skólans mun skila sér í formi öflugri og betri löggæslu. Sérstaklega er horft til eflingar framhaldsdeildar skólans, meðal annars með því að taka upp skipulagða menntun fyrir stjórnendur. Stefnt er að nánara samstarfi við erlenda lögregluskóla, meðal annars Lögregluskóla Evrópu sem til stendur að stofna.
          Nýting fjármuna innan löggæslunnar. Í dómsmálaráðuneytinu er nú til sérstakrar skoðunar hvernig unnt sé að nýta enn betur fjármuni sem varið er á fjárlögum hvers árs til löggæslu í landinu. Í því sambandi verður sérstaklega skoðað skipulag fjárveitinga til lögreglu í nágrannalöndum okkar og hvernig unnt sé að nýta betur þá fjármuni sem varið er til löggæslu og þar með efla löggæslu enn frekar. Verður meðal annars skoðað hvernig unnt sé að efla enn frekar samstarf lögregluliðanna í landinu og margt fleira.
          Fíkniefnalöggæsla. Uppbyggingu fíkniefnalöggæslu um allt land verður haldið áfram og leitað leiða til að efla enn frekar þennan mikilvæga þátt í starfsemi lögreglunnar.
          Bættar rannsóknaraðferðir lögreglu. Áfram verður unnið að því að efla þjálfun og tækjabúnað lögreglu þannig að íslenska lögreglan geti tileinkað sér fljótt og vel nýjustu tækni og tækjabúnað við rannsóknir afbrota. Má í því sambandi nefna uppbyggingu á erfðaefnaskrá lögreglu og tækjabúnaði til að takast á við hvers kyns tölvubrot.
          Forvarnir og fræðsla. Sífellt mikilvægari hluti í starfsemi lögreglu eru forvarna- og fræðslumál. Hugað verður að eflingu slíkrar starfsemi innan lögreglu, meðal annars með því að stuðla að enn frekara samstarfi lögreglu og sveitarfélaga.
          Fjarskipti lögreglunnar. Uppbygging fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar á landsvísu er brýnt mál, en reynslan af rekstri sameiginlegrar fjarskiptamiðstöðvar á suðvesturhorni landsins hefur reynst ákaflega vel.
          Umferðarlöggæsla. Áfram verður haldið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið með eflingu umferðarlöggæslu. Má þar nefna að tækniframfarir veita ýmsa möguleika til að skrá nákvæmlega staðsetningu slysa og á grundvelli slíkra upplýsinga er lögreglu unnt að meta hvar brýnt er að efla umferðarlöggæslu og stýra þannig umferðarlöggæslu markvisst. Á þetta við bæði í dreifbýli og þéttbýli.
          Söfnun og miðlun tölfræðiupplýsinga. Mikilvægt er að söfnun og miðlun tölfræðiupplýsinga verði efld, en bylting varð á þessu sviði hér á landi með tilkomu embættis ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að efla enn frekar söfnun og úrvinnslu tölfræðiupplýsinga hér á landi þannig að unnt sé að taka upplýstar ákvarðanir um áherslur í lögreglumálum með hliðsjón af upplýsingum um þróun mála hér á landi og með samanburði við stöðu mála erlendis.
          Alþjóðlegt samstarf. Skipulögð glæpastarfsemi er sívaxandi vandamál í heiminum og teygir slík starfsemi anga sína til Íslands. Til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi þarf meðal annars að efla alþjóðlega lögreglusamvinnu og verður það gert með skipulögðum hætti á vettvangi samvinnu Norðurlandanna og á vettvangi Interpol, Schengen og Europol.

     18.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir skilgreiningu á lágmarksþjónustu og lágmarksfjölda lögreglumanna í hverju umdæmi og deild fyrir sig til að gætt sé almannaöryggis og réttaröryggi íbúa sé tryggt í samræmi við lögreglulög?
    Upplýsingar um fjölda lögreglumanna í hverju umdæmi er að finna í þessari skýrslu svo og upplýsingar um fjölda íbúa á hvern lögreglumann. Eins og þar má sjá er að því gætt að samræmi sé á milli fjölda íbúa og fjölda lögreglumanna, en fjöldi lögreglumanna í hverju umdæmi er byggður á áratuga reynslu á umfangi lögreglustarfsins á hverjum stað. Í 27. gr. lögreglulaga segir að ráðherra ákveði á hverjum tíma í samráði við ríkislögreglustjóra og að fengnum tillögum hlutaðeigandi lögreglustjóra fjölda lögreglumanna í hverju umdæmi. Í reynd er það svo að fjöldi lögreglumanna er ákveðinn í fjárlögum hvers árs og hefur lögreglumönnum fjölgað umtalsvert á undanförnum árum eins og fram kemur í skýrslunni. Hefur það gerst með hækkun fjárveitinga á fjárlögum hverju sinni til einstakra embætta. Við mat á því hvar fjölga skuli lögreglumönnum hefur verið stuðst við upplýsingar um aukinn íbúafjölda, aukinn málafjölda o.s.frv., en jafnframt hefur verið fjölgað lögreglumönnum til að sinna sérstökum verkefnum, og má þar nefna fíkniefnalöggæslu og grenndarlöggæslu.
    Það er mat dómsmálaráðherra að þjónusta allra lögregluliða á Íslandi sé í samræmi við lögreglulög og að almanna- eða réttaröryggi sé tryggt með hliðsjón af núverandi fjölda lögreglumanna og skipulagi löggæslu á Íslandi. Tilvik kunna að koma upp í einstökum lögregluumdæmum þar sem venjulegt lið er ekki í stakk búið til að sinna aðkallandi verkefni, t.d. stóru löggæsluverkefni eins og eftirlit í tengslum við útihátíðir eða náttúruhamfarir. Í þeim tilvikum koma viðkomandi liði til aðstoðar lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra og/eða öðrum lögregluembættum, allt eftir eðli ástandsins hverju sinni. Lögreglulögin hafa að geyma ýmsar heimildir í þessum efnum, sbr. einkum ákvæði 7. gr. lögreglulaga.
    Dómsmálaráðuneytið fylgist náið með þróun mála hjá einstökum embættum og gerir reglubundið úttektir á því hvernig þau eru í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin lögum samkvæmt. Í samræmi við það er tillögum um fjölgun lögreglumanna forgangsraðað og ávallt við það miðað að efla lögreglulið og aðra starfsemi embættanna þar sem þess er mest þörf, m.a. miðað við íbúa- og málafjölda. Endanleg ákvörðun er síðan í höndum Alþingis í fjárlögum hverju sinni.