Ferill 708. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1380  —  708. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman um eftirlitsgjöld á kjöti.

     1.      Hver er núverandi innheimta á eftirlitsgjaldi, sundurliðað eftir kjöttegundum?
    Núverandi eftirlitsgjald er 2,50 kr. á hvert kg af öllum tegundum kjöts.

     2.      Hvernig skiptist kostnaður við eftirlit í sláturhúsum eftir:
                  a.      kjöttegundum,
                  b.      eftir kjöttegundum og
                      1.      vinnu dýralækna við heilbrigðiseftirlit,
                      2.      vinnu aðstoðarmanna dýralækna,
                      3.      sýnatöku?

    Skipting kostnaðar við eftirlit kemur fram í töflunni.

Laun og annar kostnaður, skipt eftir kjöttegundum.


Sauðfé Svín Nautgripir Hross Alifuglar
Eftirlit *
27,7%
35%
36%

2%
23,7%
26%
28%

15%
12,2%
15%
18%

1%
4,6%
4%
15%

2%
31,7%
20%
3%

80%
Laun **
Rannsóknir vegna aðskotaefna og lyfjaleifa
Aðrar rannsóknir, svo sem vegna salmonellu og kampýlóbakter
*    Tekið skal fram að tölurnar um skiptingu kostnaðar við eftirlit og launakostnaðar byggjast að nokkru leyti á mati og ber að taka þær með þeim fyrirvara.
**    Ekki eru fyrir hendi upplýsingar um skiptingu launakostnaðar vegna dýralækna annars vegar og aðstoðarmanna hins vegar.

     3.      Hvernig er háttað verktöku þeirra sem taka sýni til greiningar, þ.e. er óskað tilboða eða unnið í tímavinnu?
    Ekki er um verktöku að ræða þegar sýni eru tekin til rannsókna í sláturhúsum.

     4.      Hvernig hefur kostnaður við sýnatöku þróast síðustu fimm ár, sundurliðað eftir kjöttegundum?
    Kostnaður við sýnatökur hefur aukist umtalsvert á síðustu árum vegna rannsókna á salmonellu og kampýlóbakter en sundurliðun á þeim kostnaði liggur ekki fyrir.

     5.      Hver er núverandi innheimta á yfirkjötmatsgjaldi?
    Í 16. gr. laga nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, segir m.a.: „Til að standa straum af kostnaði við yfirmat samkvæmt lögum þessum skal innheimta sérstakt gjald. Gjald þetta, sem sláturleyfishafar greiða, skal vera 0,55 kr. á hvert kíló kjöts sem innvegið er í sláturhúsi.“ Gjaldið er innheimt mánaðarlega af kinda-, svína-, nautgripa- og hrossakjöti. Af slátrun ársins 2001 nam innheimt gjald alls 9.317.586 kr.

     6.      Hver er kostnaður við kjötmat, sundurliðað eftir búgreinum?
    Kjötmatsmenn í sláturhúsum eru launaðir af viðkomandi sláturleyfishafa. Þeir hafa fengið viðurkenningu landbúnaðarráðuneytisins og bera faglega ábyrgð gagnvart yfirkjötmati ríkisins, sem kjötmatsformaður veitið forstöðu. Bókfærður kostnaður vegna yfirkjötmatsins árið 2001 var 13.412.331 kr. Kostnaðurinn hefur ekki verið sundurliðaður sérstaklega eftir búgreinum (kjöttegundum). Helstu kostnaðarliðir eru laun og launatengd gjöld, ferðakostnaður vegna eftirlits og samræmingar á störfum kjötmatsmanna og námskeiðahalds og húsnæðis- og skrifstofukostnaður.