Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1384  —  338. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um búfjárhald o.fl.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Orðin „þeim ágreiningi“ í lokamálslið 2. mgr. falli brott.
     2.      Við´7. gr. Í stað orðsins „Lögreglustjóri“ í 2. mgr. komi: Sveitarstjórn.
     3.      Við 8. gr. Í stað orðanna „15. maí“ komi: 15. júní.
     4.      Eftirfarandi breytingar verði á 9. gr.:
             a.    3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Hafi umráðamaður búfjár ekki fundist eða sinnt fyrirmælum um að sækja búféð innan tveggja sólarhringa frá tilkynningu er umráðamanni lands heimilt að afhenda viðkomandi sveitarstjórn búféð.
             b.    Orðið „Lögreglustjóri,“ í 2. mgr. falli brott.
     5.      Eftirfarandi breytingar verði á 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „og þar með beit“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: og beit, auk annarra verkefna sem þeim eru falin.
                  b.      4. mgr. orðist svo:
                     Kostnaður við búfjáreftirlit greiðist af sveitarfélögunum. Sveitarstjórn er þó heimilt að krefja umráðamann búfjár um kostnað sem hlýst af handsömun, fóðrun og hýsingu gripa, sbr. 9., 15. og 16. gr., samkvæmt gjaldskrá sem staðfest skal af ráðherra.
     6.      Við 12. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Búfjáreftirlitsmaður skal á hverjum vetri, fyrir 15. apríl, fara í eftirlitsferð til allra umráðamanna búfjár í umdæmi sínu, sem ekki starfrækja innra eftirlit sem viðurkennt hefur verið af héraðsdýralækni. Búfjáreftirlitsmaður lítur eftir aðbúnaði búfjár og fóðrun og sannreynir fjölda búfjár. Þar sem gerðar hafa verið athugasemdir við aðbúnað og/eða fóðrun búfjár á síðustu 15 mánuðum, miðað við 15. apríl, skal búfjáreftirlitsmaður halda uppi sérstöku eftirliti, t.d. með því að fara í aukaeftirlitsferðir.
     7.      Við 13. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Leiki rökstuddur grunur á að talningu búfjár hafi verið ábótavant er landbúnaðarráðherra heimilt að ákveða sérstaka talningu búfjár.
     8.      Eftirfarandi breytingar verði á 16. gr.:
             a.    Við 2. mgr bætist: innan sólarhrings frá tilkynningu.
             b.    Í stað orðanna „tveggja sólarhringa“ í 5. mgr. komi: sólarhrings.
     9.      Við 17. gr. 3. tölul. orðist svo: Reglugerðir um aðbúnað og meðferð búfjár. Ráðherra gefur út reglugerð fyrir hverja einstaka búfjártegund, í samvinnu við viðkomandi búgreinasamband, Bændasamtök Íslands og yfirdýralækni. Í reglugerðunum skal kveðið á um mismunandi reglur sem gilda um búfé eftir tegund og aldri þess. Í reglugerðum um aðbúnað skal kveðið á um leyfi til framleiðslu og sölu afurðanna og skilyrði sem umráðamenn búfjár þurfa að uppfylla til að öðlast slíkt leyfi. Eins skal kveðið á um aðgerðir ef framleiðendur eru sviptir framleiðsluleyfi. Eftirlit með framkvæmd aðbúnaðarreglugerða skal falið búfjáreftirlitsmönnum og héraðsdýralæknum.
     10.      Við 18. gr. 2. málsl. orðist svo: Hafi búfjáreigandi gerst sekur um illa meðferð á búfé skal honum bannað að eiga eða halda búfé.