Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1397  —  504. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um varnir gegn landbroti.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Orðin „sjávar eða“ í 2. tölul. falli brott.
     2.      Við 7. gr. 1. málsl. orðist svo: Þegar fyrirhugaðar eru umfangsmiklar framkvæmdir við fyrirhleðslur skal Vegagerðin hafa umsjón með verkfræðilegum undirbúningi og framkvæmdum í samráði við Landgræðslu ríkisins.
     3.      Eftirfarandi breytingar verði á 8. gr.
             a.    1. mgr. orðist svo:
                      Landgræðsla ríkisins greiðir kostnað við varnir gegn landbroti, svo sem ákveðið er árlega í fjárlögum. Nú þarf með fyrirhleðslum eða á annan hátt að stöðva landbrot sem stofnar í hættu mannvirkjum í eigu ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða fyrirtækja sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga, svo sem samgöngumannvirkjum, raflínum eða öðrum dreifikerfum, og greiðir þá viðkomandi aðili allan kostnað, enda þótt í landi einstaklinga sé. Á sama hátt greiðir viðkomandi aðili að fullu kostnað við framkvæmdir sem vinna þarf til þess að hindra landbrot eða ágang vatns sem rekja má til framkvæmda opinberra aðila, t.d. þar sem þrengt er að ám við vega- og brúargerð, straumrennsli breytist vegna efnistöku úr farvegi o.s.frv.
        b.    Í stað orðsins „stjórnsýsluaðila“ í 2. mgr. komi: aðila skv. 1. mgr.
     4.      Í stað orðsins „Landgræðslan“ hvarvetna í frumvarpinu komi í viðeigandi falli: Landgræðsla ríkisins.