Lyfjalög og læknalög

Fimmtudaginn 23. janúar 2003, kl. 15:16:32 (2993)

2003-01-23 15:16:32# 128. lþ. 64.6 fundur 423. mál: #A lyfjalög og læknalög# (lyfjagagnagrunnar) frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 128. lþ.

[15:16]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég spurðist fyrir um það hversu margir einstaklingar frá þeim þremur stofnunum sem um ræðir mundu hafa aðgang að þessum grunni. Það var athugasemd mín í þeim hluta ræðu minnar.

Ég tel líka rétt að benda á að í umræðum um lögmæti gagnagrunna og þá breytingu sem gerð var á söfnun gagna um sjúklinga þá er munurinn á söfnun upplýsinga um sjúklinga hér áður fyrr sá að fyrr á árum voru gagnagrunnar geymdir á viðkomandi sjúkrastofnunum eða hjá viðkomandi læknum en í dag er hægt að nálgast allar upplýsingar um sjúkling frá a til ö í einum gagnagrunni á einum stað.