Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006

Þriðjudaginn 04. febrúar 2003, kl. 14:59:41 (3356)

2003-02-04 14:59:41# 128. lþ. 71.8 fundur 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál., 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 71. fundur, 128. lþ.

[14:59]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er þannig að við notum ýmsar aðferðir til að afla ríkissjóði tekna til sameiginlegra þarfa, m.a. greiða bíleigendur skatta vegna notkunar bifreiða, tolla og vörugjöld og annað því um líkt í sameiginlega sjóði.

Auðvitað vildi samgrh. á hverjum tíma hafa alla þessa fjármuni. En það er bara þannig að við þurfum að fjármesta í menntun, sinna heilbrigðisþjónustunni og félagsþjónustunni almennt. Bíleigendur leggja mjög mikil til en auðvitað vildu allir samgönguráðherrar hafa meira af þessu fé til uppbyggingar og þjónustu vegakerfisins.

[15:00]

Hvað varðar breytingar á lögum um hafnir þá er alveg ljóst, og hv. þm. Kristján L. Möller veit alveg um það, að forsvarsmenn Hafnasambandsins hafa mikinn áhuga á því að gera breytingar á hafnalögum. Það er krafa samkeppnisyfirvalda að gerðar verði breytingar á hafnalögum sem víkja til hliðar samræmdri gjaldskrá hafnanna þannig að ýmsir eða mjög margir eru mjög áhugasamir. Það er nú aðalatriði málsins að frv. sem væntanlega verður til umræðu stórbætir stöðu hafnanna. Hafnir á Íslandi hafa ekki þær tekur sem þarf til þess að sinna rekstri, margar hverjar, hvað þá að greiða niður stofnkostnað og aðstaða hafnanna er mjög mismunandi. Á höfuðborgarssvæðinu standa hafnir afskaplega vel, hafa miklar tekjur og standa í skjóli þess að Hafnasambandið hefur í gegnum tíðina séð til þess að gjaldskráin hefur hækkað og fengið samgönguráðherrana til þess --- mig meðal annarra --- að hækka gjaldskrá í takt við verðlag. Það er liðin tíð og á að vera liðin tíð. Við eigum að bæta löggjöfina um hafnirnar á næstunni.