Skráning skipa

Mánudaginn 10. febrúar 2003, kl. 17:36:41 (3686)

2003-02-10 17:36:41# 128. lþ. 75.29 fundur 157. mál: #A skráning skipa# (þurrleiguskráning fiskiskipa) frv., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 128. lþ.

[17:36]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Eins og fram kom í máli mínu tel ég þennan málflutning á misskilningi byggðan. Við erum með íslensk lög og íslenska kjarasamninga sem eru í gildi hér heima. Það er ekkert að breytast hvað það varðar. Við erum að reyna að auka tækifæri fyrir íslenskar útgerðir og íslenska sjómenn til að stunda veiðar annars staðar.

Þetta er leyfilegt í dag, eins og kom fram í máli mínu, en það er kostnaðarsamt. Það kostar 5--7 milljónir að flagga út skipi og það tekur langan tíma. Á meðan við sitjum og bíðum getum við verið að missa af tækifærum.