Skelfiskveiðar og ástand lífríkis í Breiðafirði

Miðvikudaginn 19. febrúar 2003, kl. 15:18:57 (4029)

2003-02-19 15:18:57# 128. lþ. 83.7 fundur 555. mál: #A skelfiskveiðar og ástand lífríkis í Breiðafirði# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., PBj
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 128. lþ.

[15:18]

Pétur Bjarnason:

Virðulegi forseti. Þetta er vissulega mjög alvarlegt mál fyrir Breiðfirðinga og fyrir greinina í heild. Ekki er langt síðan fréttir bárust af kadmíummengun í hörpudiski í Arnarfirði. Svo sannarlega vona ég að lausn finnist á þessu máli þó að þröngt sé að breyta um vegna ýmissa hafta.

Ég hef frétt að vinnsluaðili hafi keypt kvóta, þ.e. útgerðaraðili, fyrir hundruð milljóna og þrátt fyrir þær upplýsingar sem komu fram áðan vakna spurningar: Hvar standa yfir höfuð handhafar kvóta sem keyptur er dýru verði ef svona breytingar verða? Hvar standa lánastofnanir sem taka veð í þessum verðmætum? Hvar stendur löggjafinn sem setur þessi lög? Og er kvótaeign e.t.v. jafnframt ávísun á bætur frá löggjafanum ef umhverfi veiðanna sem kvótinn byggist á breytist mjög skyndilega og ófyrirséð? Þetta eru spurningar sem hljóta að vakan og væri fróðlegt að fá svör við.