2003-02-27 01:17:07# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[25:17]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Varðandi það sem ég sagði um að mikil og góð samstaða austfirskra sveitarstjórnarmanna hefði styrkt hæstv. ráðherra Framsfl., þá segi ég það vegna þess að þetta er pólitísk ákvörðun og til þess að halda sínu striki og halda fast við sína pólitísku ákvörðun og stóriðjustefnu þá er það auðvitað stuðningur fyrir þá ráðherra sem farið hafa með þennan málaflokk og 1. þm. fjórðungsins, sem hefur lofað þessum framkvæmdum. Þó það nú væri. Ekki er þar með sagt að allir sveitarstjórnarmenn hafi setið ánægðir undir þeim samþykktum. En til að sýna samstöðu hafa þeir ekki viljað brjóta sig út úr svo ekki væri enn og aftur hægt að segja að ekki væri hægt að koma einhverju á fyrir austan, því það sé aldrei samstaða um neitt. Þannig hafa margir látið þetta yfir sig ganga, bæði almennir íbúar og sveitarstjórnarmenn.