Afstaða ríkisstjórnarinnar til Íraksdeilunnar

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:07:17 (4242)

2003-03-03 15:07:17# 128. lþ. 86.1 fundur 452#B afstaða ríkisstjórnarinnar til Íraksdeilunnar# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:07]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá utanrrn. var fyrir nokkrum vikum viðbúnaður og viðbragðsstig í Bandaríkjunum aukið í næsthæsta stig. Að vísu mun það hafa lækkað síðan aftur frá þeim tíma. En á sama tíma var ákveðið að viðbúnaðarstigið í Keflavík skyldi einnig hækkað vegna aukinnar hættu á hryðjuverkum. Þess vegna hefur viðbúnaður verið meiri af hálfu Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og af hálfu íslenskra yfirvalda en ella væri. Það er sem sagt óttinn við hryðjuverk á þessum viðkvæmu tímum sem hefur orðið til þess að viðbúnaður hefur að nokkru verið aukinn.