Upphæð atvinnuleysisbóta

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:19:27 (4254)

2003-03-03 15:19:27# 128. lþ. 86.1 fundur 454#B upphæð atvinnuleysisbóta# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:19]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þá höfum við það. Framsfl. vill jafna lífskjörin niður á við, það er alveg á hreinu. Það var það sem á mannamáli fólst í svari hæstv. ráðherra áðan. Hins vegar væri gaman að spyrja hæstv. félmrh. hvort hann treysti sér til þess án þess að verða nokkuð var við það að fara niður á atvinnuleysisbætur t.d. um næstu mánaðamót og hvort það mundi ekkert koma við hans heimilishag því ætli það sé ekki þannig að efnahagur fólks tekur auðvitað mið af þeim tekjum sem heimilið hefur verið að hafa. Og þó ég sé ekki talsmaður þess endilega að atvinnuleysisbætur taki alfarið hina viðmiðunina, nema síður sé, þá verður auðvitað í fyrsta lagi að horfa á raunupphæðir þeirra og svo í öðru lagi samhengi hlutanna. Og þeim mun erfiðara verður þetta högg sem bæturnar eru lægri. Ef þær væru 150 þús. á mánuði, þá væri í góðu lagi mín vegna að þær væru ein og sama upphæðin fyrir alla. En auðvitað veit hæstv. félmrh. vel í hvers konar samhengi þessir hlutir eru og það er heldur dapurlegt að heyra manninn nýkominn af flokksþinginu þar sem hann hefur sjálfsagt, hæstv. ráðherrann, greitt atkvæði með þessu yfirboði framsóknarmanna, koma svo hér með þennan lopa.