Úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi Löggildingarstofu

Miðvikudaginn 05. mars 2003, kl. 18:22:22 (4437)

2003-03-05 18:22:22# 128. lþ. 89.15 fundur 646. mál: #A úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi Löggildingarstofu# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., iðnrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 128. lþ.

[18:22]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég er alveg sammála hv. fyrirspyrjanda um að það þarf að skoða ýmsa hluti í þessari stofnun. En ég vil samt ekki blanda saman hlutverki stofnunarinnar eftir að rafmagnseftirliti var breytt og það einkavætt, eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson kallar það, og því að gerðar eru athugasemdir í sambandi við fjármála- og eignaumsýslu. Þetta eru í raun tveir óskyldir hlutir. Engu að síður verður nú farið yfir hlutverk þessarar stofnunar í tengslum við þær aðgerðir sem fram undan eru. Það verður ekkert hjá því komist. Það er í raun allt sem ég get sagt á þessari stundu. Ég hef ekki viljað tjá mig mikið um málið vegna þess að það er á viðkvæmu stigi eins og allir geta gert sér grein fyrir meðan andmælaréttur varir. En ég get alveg tekið undir það með hv. þm. að ástæða er til þess að fara yfir ýmsa hluti.