Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 11:39:34 (4581)

2003-03-10 11:39:34# 128. lþ. 93.21 fundur 538. mál: #A Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins# (heildarlög) frv. 83/2003, ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[11:39]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Eins og kom fram hjá formanni félmn. skrifa ég undir þetta álit án fyrirvara en þegar við vorum búin að afgreiða nál. bárust nokkuð viðamiklar umsagnir til nefndarinnar um málið. Ég hefði því talið eðlilegt að þetta þingmál færi aftur til félmn. milli 2. og 3. umr. þannig að við gætum skoðað þær umsagnir sem borist hafa. Eins og málum er háttað í nefndum þessa dagana er mjög mikið álag á þeim, mikið að gera og málin afgreidd þaðan nokkuð hratt. Ef við getum gert þetta mál betra en það er með því að skoða þessar umasgnir tel ég það vera til bóta og þyrfti ekki mikinn tíma í að renna yfir þessar umsagnir sem borist hafa. Ég legg því það til, herra forseti, að málið fari til félmn. milli 2. og 3. umr.