Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 18:39:46 (4767)

2003-03-11 18:39:46# 128. lþ. 96.17 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál. 20/128, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[18:39]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er að vísa til þess að hægt sé að stytta leiðina til Akureyrar með því að fara Svínvetningabraut og aka fram hjá Blönduósi. (GE: Það voru ekki mín orð. Þetta er bara að ljúga.) Það er ekki um neitt annað að ræða. Álit Vegagerðarinnar á þeim möguleikum sem eru fyrir hendi liggur fyrir, þ.e. annars vegar að fara Svínvetningabraut fram hjá Blönduósi og það er hins vegar að fara beint yfir í Skagafjörð fram hjá Varmahlíð. Það er á þessa tvo vegu sem rætt er um að hægt sé að stytta leiðina.

Nú veit ég ekki hvort hv. þm. hefur kynnt sér þessa skýrslu. (GE: Ágætlega.) Hún liggur fyrir. Hv. þm. á þess vegna að vita hvað hann segir.

Hitt skal ég segja við hann að ef hv. þm. heldur að ekki verði komið bundið slitlag á Djúpveginn fyrr en árið 2012 þá er rétt að hann lesi plögg sín betur.