Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:04:56 (211)

2002-10-04 17:04:56# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:04]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil taka fram varðandi samanburðinn að við búum nú sem betur fer þannig á Íslandi að heilbrigðisstéttir okkar eru menntaðar austan hafs og vestan og við leggjum okkur fram um að fylgjast með því sem best er gert annars staðar. Ég hygg því að í því tilfelli hvað varðar umrædda lagagrein og frammistöðu stóru sjúkrahúsanna verðum við að leita samanburðar við þá þjónustu sem er erlendis og ég held að íslenskar heilbrigðisstéttir, læknastéttin og hjúkrunarstéttir séu fullfærar um að gera slíkan samanburð. Þannig að í ljósi smæðar okkar verðum við að hafa þennan háttinn á.