Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:10:14 (215)

2002-10-04 17:10:14# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:10]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég legg áherslu á að það er vinnuregla innan ríkisstjórnarinnar að ganga sameiginlega frá þeim málum sem varða fjárlagafrv. Þess vegna er samkomulag um að skoða þessa þætti áfram. Við höfum ekki nefnt neinar tölur í því sambandi fyrr en þeirri skoðun er lokið og við vitum að ríkisstjórnin hefur sent inn tillögur fyrir 2. umr. fjárlaga um mál sem ekki hefur verið lokið þegar fjárlagafrv. er lagt fram. Það er ekkert einsdæmi, það hefur alltaf verið svo. Ég veit að hv. þm. veit það af langri reynslu og setu sinni í fjárln. að svo er. Það er því í rauninni engin nýjung hér á ferðinni, þetta hefur verið svona í gegnum árin.