Fjárlög 2003

Föstudaginn 04. október 2002, kl. 17:39:42 (228)

2002-10-04 17:39:42# 128. lþ. 4.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 128. lþ.

[17:39]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil að þakka hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni fyrir hans tölfræðilegu upplýsingar.

Ég vil benda á nokkur atriði í þessu sambandi. Ég ræddi um nauðsyn á kostnaðargreiningu og raunhæfan samanburð við önnur lönd sem fæst eingöngu með nauðsynlegri kostnaðargreiningu og ég talaði ekki heldur um annað en að hægja á þróun kostnaðar í heilbrigðisþjónustu. Ég vil nefna að gæði hafa verið mikil. En við verðum líka að taka tillit til þess í sambandi við launamál að þar er um alþjóðlega þekkingu og menntun að ræða og menn bera sig mjög saman við hvað gerist annars staðar í nágrannalöndum okkar.

Síðast vil ég nefna að mér þykir ákaflega leitt hvernig umræðan um útgjöld til sérfræðinga hefur verið að undanförnu og sjá hvernig farið hefur verið með tölur um greiðslur til einstakra sérfræðilækna þar sem greiðslur hafa dreifst á stofum og sérstaklega aðgerðastofum til allra starfsmanna á lækningastofunni ásamt kostnaði við reksturinn og það hefur verið talið til heildartekna einstakra lækna sem hafa verið skrifaðir fyrir rekstrinum. Það er mjög mikill misskilningur og leitt er að slíkur málflutningur skuli hafa farið fram.