Skattfrelsi lágtekjufólks

Fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11:57:36 (440)

2002-10-10 11:57:36# 128. lþ. 8.4 fundur 10. mál: #A skattfrelsi lágtekjufólks# þál., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 128. lþ.

[11:57]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg furðulegt að hlusta á það að þegar rætt er um að lækka skatta á lágtekjufólki, þá er eins og himinn og jörð séu að hrynja yfir ríkissjóð. Mér finnst þetta alveg furðulegt og ég bið hv. þm. að fara aðeins betur yfir það hvernig stendur á því að menn eru hér sífellt að reyna að blekkja fólk með tölum um það hvað það þýði ef persónuafslátturinn verði hækkaður.

Persónuafslátturinn er eitthvað sem dregið er frá eftir að búið er að leggja skatt á menn og þá er þúsundkallinn þúsundkall og ekkert minna. Auðvitað er hægt að blekkja fólk með því að tala um eitthvað annað en fólk heldur að verið sé að tala um. Ef menn lækka persónuafsláttinn um 10 þús. kr. á ári þá lækkar hann um 10 þús. kr. á ári. Ég sé ekki hvers vegna ekki er hægt að gera slíka hluti og af hverju menn eru að finna það út að ríkissjóður þurfi að borga milljarð fyrir það ef lækkað er um þúsundkall, af því að það er ekki rétt.