Aðgerðir til að efla löggæslu

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 13:47:35 (577)

2002-10-16 13:47:35# 128. lþ. 12.1 fundur 67. mál: #A aðgerðir til að efla löggæslu# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[13:47]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á einu máli. Á síðustu fjárlögum studdi Alþingi tilraunaverkefni í Vestmanneyjum sem er fíkniefnahundur sem hefur reynst afar vel. Þessi hundur hefur farið í margar leitir, bæði í skip og báta, á flugvöllinn og hefur reynst afar vel og verður vonandi áframhald á því verkefni. Ég vildi bara vekja athygli á þessu því að það er alltaf verið að tala um neikvæða hluti. Þetta er mjög jákvæður hlutur og ég held að margir mættu af þessu læra.