Heilsugæslulæknar á Suðurnesjum

Miðvikudaginn 30. október 2002, kl. 13:37:17 (757)

2002-10-30 13:37:17# 128. lþ. 17.91 fundur 195#B heilsugæslulæknar á Suðurnesjum# (aths. um störf þingsins), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 128. lþ.

[13:37]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli forseta og þingheims á að í vikuáætlun þingsins er ráð fyrir að um það efni sem hér er vakið máls á fari fram utandagskrárumræða á morgun kl. 13.30. Þetta var tilkynnt á fundi með þingflokksformönnum í gær og var öllum um það kunnugt. Þess vegna er afskaplega óvenjulegt svo að ekki sé meira sagt að einstakir þingmenn kjósi að fara þá leið að taka þetta mál upp með efnislegum hætti í umræðum um störf þingsins eins og hér er gert.

Ég hafði eðlilega undirbúið hæstv. heilbrrh. gagnvart áðurnefndri umræðu. Hún fer auðvitað fram þá þannig að ég vænti, herra forseti, þess að menn slíti talinu hér og nú og fari í hina efnislegu umræðu, eins og ráð var fyrir gert og samkomulag var um, á morgun.