Daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila

Miðvikudaginn 30. október 2002, kl. 14:54:14 (786)

2002-10-30 14:54:14# 128. lþ. 18.4 fundur 126. mál: #A daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÖHJ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 128. lþ.

[14:54]

Örlygur Hnefill Jónsson:

Herra forseti. Hér er vakin athygli á máli sem er mjög brýnt og þarf að taka á. Ég veit að hæstv. heilbrrh. gerir sér grein fyrir alvöru þessa máls. Víða eru stofnanir í vandræðum með þessi mál og það er rétt sem fram kom hjá hv. 3. þm. Suðurl., Margréti Frímannsdóttur, að stofnanir stefna í þrot. Þær væru komnar í þrot, margar hverjar, ef sveitarfélögin hefðu ekki tekið þennan bagga á sig og bera þau þó ærnar byrðar fyrir. Eins og fram kom hjá hv. 8. þm. Reykv., Guðmundi Hallvarðssyni, er tímabært að þessu verði mætt á fjárlögum. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða sem brennur á þeim sem eiga að nota þjónustuna, þeim sem veita hana og þeim sveitarfélögum sem tekið hafa upp baggann fyrir ríkisstjórnina.