Rannsókn kjörbréfs

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 13:31:28 (1020)

2002-11-05 13:31:28# 128. lþ. 22.1 fundur 216#B rannsókn kjörbréfs#, Forseti ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[13:31]

Forseti (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 3. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, kennari á Egilsstöðum, taki sæti á Alþingi á meðan, en Jónas Hallgrímsson, 1. varamaður á listanum, situr um þessar mundir á Alþingi í forföllum Halldórs Ásgrímssonar, og 2. varamaður á listanum, Sigríður Júlía Geirsdóttir, hefur ekki tök á því að koma til þings.

Jón Kristjánsson, 3. þm. Austurl.``

Annað bréf hefur borist, dags. 4. nóvember 2002:

,,Ég get að sinni ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Jóns Kristjánssonar, 3. þm. Austurl.

Virðingarfyllst,

Sigríður Júlía Geirsdóttir,

2. varamaður Framsfl. á Austurl.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Vigdísi Sveinbjörnsdóttur sem er 3. varamaður á lista Framsfl. í Austurlandskjördæmi. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til þess að fjalla um kjörbréfið.