Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:33:42 (1075)

2002-11-05 16:33:42# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., ÖHJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:33]

Örlygur Hnefill Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. iðnrh. sagði koma til greina að vinna sérstaka byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Hér tel ég hæstv. ráðherra hafa hitt naglann á höfuðið, og auðvitað gætu atvinnuþróunarfélögin komið að þessu máli. Ég bendi á það frumkvæði sem Vestfirðingar áttu sjálfir með því að vinna sína eigin byggðaáætlun. Slíkt frumkvæði heimamanna skiptir miklu máli.

Ég tel, herra forseti, að skoða verði sérstaklega sérstöðu Vestfjarða og ég segi og meina að fiskveiðistjórnarkerfið á að nota sem tæki til jákvæðrar uppbyggingar byggðar á Vestfjörðum. Því spyr ég hæstv. iðnrh.: Gæti ráðherra tekið undir hugmyndir um að fiskveiðistjórnarkerfið væri notað til að styrkja byggð og eignir á Vestfjörðum?