Verndun hafs og stranda

Þriðjudaginn 12. nóvember 2002, kl. 14:52:26 (1303)

2002-11-12 14:52:26# 128. lþ. 27.6 fundur 240. mál: #A verndun hafs og stranda# (heildarlög) frv., SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 128. lþ.

[14:52]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Þar með er upplýst að Umhverfisstofnunin eigi að leggja Gæslunni til mengunarvarnabúnaðinn og er það vel. Þannig er séð fyrir kostnaðinum án þess að Landhelgisgæslan greiði hann af sínum naumu fjárveitingum.

Varðandi siglingaleiðirnar þá vísa ég til þess að í Noregi hafa ítrekað komið upp umræður um það sem er á döfinni hjá Rússum í þessum efnum og eru miklar áhyggjur af því sem þeir kynnu að hugsa sér í sambandi við endurvinnslu kjarnorkuúrangs sem þar liggur í miklum mæli. Þeir kunna að hyggja á að gera út á þetta sem atvinnugrein og bjóðast til að taka við slíkum úrgangi. Er þó ekki á ósköpin bætandi eins og umhorfs er á Kolaskaga að sögn. Þar eru kafbátar sagðir ryðga á hafsbotni og annað eftir því. Ég held að það sé ástæða til að hafa augun opin í þeim efnum.