Samkeppnisstaða íslenskrar mjólkurframleiðslu

Miðvikudaginn 13. nóvember 2002, kl. 15:23:48 (1386)

2002-11-13 15:23:48# 128. lþ. 29.20 fundur 333. mál: #A samkeppnisstaða íslenskrar mjólkurframleiðslu# fsp. (til munnl.) frá landbrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 128. lþ.

[15:23]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrirspurnina og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég er sammála hæstv. ráðherra í því að verðmætasköpunin liggi náttúrlega í góðri framleiðslu, sem við höfum í dag. En verðmætasköpunin í framtíðinni liggur kannski helst í vottuðum lífrænt ræktuðum afurðum landbúnaðarins.

Á Norðurlöndunum er þessi lífræna framleiðsla miklu meira styrkt en hér. Ég held að við verðum að taka okkur alveg sérstaklega á. Það er búið að sanna, með þeim tilraunum sem þegar hafa verið gerðar, að þar eigum við mikla möguleika. Hins vegar er dýrt að skipta yfir í lífræna framleiðslu. Þar stendur upp á Alþingi að ákveða fjárveitingar og stuðning til þessarar framleiðslu. Ég sannfærð um að verðmætasköpunin liggur þar. Ég hef það mikla trú á okkar góðu vöru að það skipti ekki sköpun hvorum megin Evrópusambandsins við erum. Afurðirnar eru afburðagóðar.