Aukatekjur ríkissjóðs

Þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 15:00:46 (1596)

2002-11-19 15:00:46# 128. lþ. 32.10 fundur 322. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (ýmsar gjaldtökuheimildir) frv., fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 128. lþ.

[15:00]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir litlu frv. um breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Hér er um að ræða nokkrar smávægilegar breytingar þar sem lagt er til að bætt verði inn tilteknum gjaldtökuheimildum, m.a. fyrir löggildingu á starfsheiti raffræðinga og fyrir leyfi til sölu notaðra ökutækja. Einnig er lagt til að bætt verði inn heimild til að taka gjald vegna friðlýsingar æðarvarpa og loks eru hér breytingar í tengslum við frv. að nýjum barnalögum.

Vegna þeirra breytinga er ekki unnt að afgreiða frv. óbreytt fyrr en ljóst verður hvort ný barnalög verða samþykkt á Alþingi, og bið ég hv. þingnefnd sem fær málið til meðferðar að taka tillit til þess, hafa það til hliðsjónar við meðferð og afgreiðslu málsins.

Að svo mæltu legg ég til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.