Sparisjóðir og bankaþjónusta

Miðvikudaginn 20. nóvember 2002, kl. 13:49:53 (1644)

2002-11-20 13:49:53# 128. lþ. 34.1 fundur 291. mál: #A sparisjóðir og bankaþjónusta# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 128. lþ.

[13:49]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Í svari hæstv. ráðherra kom fram að eftir söluna mundu bankarnir lúta aga markaðarins. Ég vil segja, herra forseti, að ég hef ýmsar efasemdir um að agavald markaðarins sé með þeim hætti sem ætlað er. Mér finnst vaxtastig í landinu vera það hátt að maður spyr sig: Er einhver raunveruleg samkeppni milli bankanna um viðskiptavinina? Og kröfur um tryggingar eru með þeim hætti að viðskipti ýmissa fyrirtækja á landsbyggðinni eru torvelduð í þessum fjármálastofnunum.

Ég held, herra forseti, að við þurfum að hafa alvarlegar áhyggjur af þróuninni á fjármálasviðinu, sérstaklega í ljósi þess að svo virðist vera að samkeppnin leiki ekki um fjármálaumhverfið sem skyldi. Agavald markaðarins er ekki virkt eins og ætla mætti. Það held ég að sé stærsta áhyggjuefnið um þessar mundir á fjármálamarkaði, herra forseti.