Virðisaukaskattur á tæki og búnað til háskóla og rannsóknastofa

Miðvikudaginn 20. nóvember 2002, kl. 15:08:58 (1677)

2002-11-20 15:08:58# 128. lþ. 34.8 fundur 272. mál: #A virðisaukaskattur á tæki og búnað til háskóla og rannsóknastofa# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 128. lþ.

[15:08]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Aldrei þessu vant er ég hjartanlega sammála hæstv. fjmrh. Ég tel það afar vanráðið ef menn fara að taka meira en hefur verið út úr virðisaukaskattskerfinu og gera það götóttara en það er. Hv. þm. Hjálmar Árnason nefnir hér ágætis málefni sem verður þá að mæta með öðrum hætti. Fyrir stuttu var hér tillaga frá samflokksmanni hans um að fella niður virðisaukaskatt af barnafötum sem var styrkt með heilsíðuauglýsingu frá Hagkaup.

Ég held að rétt sé að skoða virðisaukaskattskerfið í þá veru að lækka þá virðisaukaskattinn almennt, hafa hann algildan en lækka hann almennt, því það muni skila betri innheimtu. Svo verður að hafa götin eins fá og mögulegt er, undanþágurnar eins fáar og mögulegt er, ef nokkrar.