Fjárlög 2003

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 11:18:49 (1738)

2002-11-27 11:18:49# 128. lþ. 37.4 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[11:18]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi vexti og vaxtakostnað vil ég minna á að nú er að verða mjög víðtæk breyting á rekstri bankanna. Ég tel að hún muni leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri þeirra og þess mun sjá stað í vaxandi samkeppni og lækkandi vöxtum. Ég tel að Íslendingar eigi að stefna að sambærilegum vaxtamun og í nálægum löndum, þ.e. Evrópulöndum og Bandaríkjunum, sérstaklega svipað og í Evrópu. Ég tel að það sé sú viðmiðun sem við eigum að hafa í huga enda keppum við við Evrópulöndin um fyrirtæki, vinnuafl og fjármagn.