Fjárlög 2003

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 14:04:34 (1858)

2002-11-28 14:04:34# 128. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., BH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 128. lþ.

[14:04]

Bryndís Hlöðversdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frv. ber skýran vott um að það eru kosningar að vori. Ríkisstjórnin tekur ekki á raunhæfan og heildstæðan hátt á fjárhagsstöðu ýmissa grunnstofnana samfélagsins eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu þar sem tillögur ríkisstjórnarinnar eru því miður handahófskenndar og árlegar jólagjafir til gæluverkefna eru óvenjuríkulegar.

Samfylkingin hefur lagt fram tillögur til breytinga á frv. og þar koma fram helstu áhersluatriði okkar í einstökum málum sem miða einkum að því að bæta hag þeirra sem verst hafa farið út úr stjórnartíð núv. ríkisstjórnar. Þetta frv. er alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og því mun þingflokkur Samfylkingarinnar sitja hjá við einstakar tillögur meiri hluta fjárln.